Innlent

Sjó­próf vegna hóp­smitsins á Júlíusi Geir­munds­syni

Kjartan Kjartansson skrifar
Við sýnatöku reyndust 22 af 25 skipverjum Júlíusar Geirmundssonar smitaðir af kórónuveirunni eða með mótefni við henni.
Við sýnatöku reyndust 22 af 25 skipverjum Júlíusar Geirmundssonar smitaðir af kórónuveirunni eða með mótefni við henni. Vísir/Hafþór

Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf.

Ríkisútvarpið segir að Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á togaranum, hafi mótmælt því harðlega að sjópróf færi fram og sakað stéttarfélögin um að reyna að standa fyrir opinberri auðmýkingu í sinn garð. Sjóprófið eigi að fara fram á Ísafirði mánudaginn 23. nóvember.

Tuttugu og tveir skipverjar af tuttugu og fimm greindust smitaðir af kórónuveirunni fljótlega eftir að togarinn lagði á haf út í síðasta mánuði. Skipið var áfram að veiðum í þrjár vikur þrátt fyrir að nokkrir um borð hefðu veikst heiftarlega.

Stéttarfélögin kærðu framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum.

Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, bar því við að veiran væri ný af nálinni og „það þekkti enginn þetta covid“ í viðtali við Vísi 25. október. Viðurkenndi hann að útgerðin hefði vanmetið aðstæður um borð.


Tengdar fréttir

Stéttarfélög áhafnarinnar kæra til lögreglu og krefjast sjóprófs

Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.