Kári heilt yfir sáttur við næstu aðgerðir: „Þurfum að hlúa að þessu litla fólki“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2020 13:04 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er heilt yfir sáttur við þær reglur um sóttvarnir sem taka gildi næsta þriðjudag. Hann er sérlega sáttur við að heyra að reynt sé að færa líf barna í eðlilegra horf en hefði sjálfur sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Reglurnar taka gildi frá og með 18. nóvember en starfsemi einyrkja verður heimiluð á ný, það er starfsemi til dæmis hárgreiðslustofa, nuddara og snyrtistofa. Íþróttastarf barna, með og án snertingar, verður leyft en að auki verður í öllum hópum á framhaldsskólastigi 25 manna hámark með tveggja metra reglu sem hingað til hefur aðeins verið í boði fyrir fyrsta árs nema. Reglurnar gilda til 2. desember. Kári segist ánægður að heyra að samkomur verði áfram takmarkaðar við tíu manns og að haldið sé í tveggja metra regluna. Hann segist smeykur að heyra að íþróttir barna verði leyfðar en að hann hafi fullan skilning á þeirri ákvörðun að reyna að færa líf barna í eðlilegra horf. „Ég sé það á barnabörnum mínum og vinum þeirra hvað það er erfitt fyrir þau að komast ekki í skólann. Það er ansi íþyngjandi og við þurfum að hlúa að þessu litla fólki. Þetta er gott, og vonandi erum við að hreyfast í rétta átt, en þá verða menn að bregðast hratt við ef eitthvað kemur upp í þessum skólum. Það þýðir ekki að bíða í nokkra daga til að meta til hvaða aðgerða eigi að grípa,“ segir Kári. Sjálfur hefði hann sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. „Það er frekar úr takti. En það er mikilvægt að koma börnum í íþróttir. Það verður hins vegar að gera það á varkáran hátt því börnin koma úr allskonar áttum í íþróttaæfingar sem geta reynst miðstöð fyrir veiru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Landsmenn komast loksins í klippingu Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. 13. nóvember 2020 12:44 Íþróttastarf barna verður heimilað á ný Börn mega aftur stunda íþróttir, með eða án snertingar, frá og með 18. nóvember. 13. nóvember 2020 12:30 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er heilt yfir sáttur við þær reglur um sóttvarnir sem taka gildi næsta þriðjudag. Hann er sérlega sáttur við að heyra að reynt sé að færa líf barna í eðlilegra horf en hefði sjálfur sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Reglurnar taka gildi frá og með 18. nóvember en starfsemi einyrkja verður heimiluð á ný, það er starfsemi til dæmis hárgreiðslustofa, nuddara og snyrtistofa. Íþróttastarf barna, með og án snertingar, verður leyft en að auki verður í öllum hópum á framhaldsskólastigi 25 manna hámark með tveggja metra reglu sem hingað til hefur aðeins verið í boði fyrir fyrsta árs nema. Reglurnar gilda til 2. desember. Kári segist ánægður að heyra að samkomur verði áfram takmarkaðar við tíu manns og að haldið sé í tveggja metra regluna. Hann segist smeykur að heyra að íþróttir barna verði leyfðar en að hann hafi fullan skilning á þeirri ákvörðun að reyna að færa líf barna í eðlilegra horf. „Ég sé það á barnabörnum mínum og vinum þeirra hvað það er erfitt fyrir þau að komast ekki í skólann. Það er ansi íþyngjandi og við þurfum að hlúa að þessu litla fólki. Þetta er gott, og vonandi erum við að hreyfast í rétta átt, en þá verða menn að bregðast hratt við ef eitthvað kemur upp í þessum skólum. Það þýðir ekki að bíða í nokkra daga til að meta til hvaða aðgerða eigi að grípa,“ segir Kári. Sjálfur hefði hann sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. „Það er frekar úr takti. En það er mikilvægt að koma börnum í íþróttir. Það verður hins vegar að gera það á varkáran hátt því börnin koma úr allskonar áttum í íþróttaæfingar sem geta reynst miðstöð fyrir veiru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Landsmenn komast loksins í klippingu Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. 13. nóvember 2020 12:44 Íþróttastarf barna verður heimilað á ný Börn mega aftur stunda íþróttir, með eða án snertingar, frá og með 18. nóvember. 13. nóvember 2020 12:30 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
Landsmenn komast loksins í klippingu Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. 13. nóvember 2020 12:44
Íþróttastarf barna verður heimilað á ný Börn mega aftur stunda íþróttir, með eða án snertingar, frá og með 18. nóvember. 13. nóvember 2020 12:30
Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04