Loka fyrir hringaksturinn á bílastæðinu næst Laugum Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2020 10:25 Margir þekkja það að fólk hafi keyrt niður frá Reykjaveginum og tekið „skyldurúnt“ í leit að stæði sem næst líkamsræktarstöðinni. Þetta hefur skapað hættu fyrir umferð gangandi og hjólandi. Aðsend Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar sem á sæti í skipulags- og samgönguráði borgarinnar, segir framkvæmdirnar hluti af umferðaröryggisaðgerðum víðs vegar í borginni sem voru samþykktar í sumar. „Aðgerðin snýr að því að loka fyrir þennan hringakstur næst World Class. Það þekkja þetta margir að fólk er að koma brunandi niður fráreinina frá Reykjaveginum og beint hérna inn og tekið „skyldurúnt“ til að athuga hvort að sé ekki eitthvað laust stæði. Þegar það er ekki, sem er náttúrulega mjög oft raunin þar sem þetta er vinsæll staður, þá hefur verið haldið áfram að leita að stæðum annars staðar,“ segir Pawel. Almennum stæðum verður fækkað næst World Class.Aðsend Mikill akstur yfir göngustíginn Pawel segir þetta hafa skapað mikinn akstur yfir þennan vinsæla göngustíg. „Stígurinn liggur hérna til dæmis milli Laugardalslaugar og Laugardalsvallar og Þróttar og er mikill fjöldi af börnum og öðrum nota hann. Þetta er ein leið til að minnka akstur hér í gegn og jafnframt bæta aðgengi fyrir lögreglu og sjúkrabifreiða sem hefur stundum kvartað yfir því að erfitt hefur verið að leggja hérna nálægt þar sem aðrir hafa verið að fylla stæðin.“ Áfram verður opið inn á stæðið en lokað fyrir hringumferð.Aðsend Pawel segir aðgerðirnar, eins og þær eru núna, ekki loka fyrir það að fólk geti lagt á bílastæðinu næst líkamsræktarstöðinni. „Almennum stæðum verður þó fækkað og þessi hringakstur verður ekki lengur í boði.“ Ása Margrét Einardóttir Umræða í hverfinu Mikil umræða skapaðist um ástandið á göngustígnum í íbúagrúppum á Facebook árið 2017 og kom þá fram hugmynd á vefnum Betri Reykjavík um að láta loka fyrir akstur yfir göngustíginn. „Á sumrin hjóla þarna krakkar, alveg niður í smábörn, sem eru á leið inn í Laugardal. Mér finnst þetta mjög dýrkeypt lúxusstæði,“ sagði Auður Agla Óladóttir, íbúi í Laugardal, í samtali við Vísi þá. Það var Ása Margrét Einarsdóttir sem setti tillöguna inn á vefinn Betri Reykjavík eftir að umræður hófust um hana á meðal íbúa Laugarneshverfis. Voru margir á því að aðeins tímaspursmál væri hvenær yrði þar slys á gangandi vegfarendum. „Mikil umferð hjólandi og gangandi og hröð umferð bíla sem hafa enga þörf fyrir að fara þarna yfir. Mun enda með slysi,“ sagði Ása Margrét um hugmyndina þá. Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Skipulag Umferðaröryggi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar sem á sæti í skipulags- og samgönguráði borgarinnar, segir framkvæmdirnar hluti af umferðaröryggisaðgerðum víðs vegar í borginni sem voru samþykktar í sumar. „Aðgerðin snýr að því að loka fyrir þennan hringakstur næst World Class. Það þekkja þetta margir að fólk er að koma brunandi niður fráreinina frá Reykjaveginum og beint hérna inn og tekið „skyldurúnt“ til að athuga hvort að sé ekki eitthvað laust stæði. Þegar það er ekki, sem er náttúrulega mjög oft raunin þar sem þetta er vinsæll staður, þá hefur verið haldið áfram að leita að stæðum annars staðar,“ segir Pawel. Almennum stæðum verður fækkað næst World Class.Aðsend Mikill akstur yfir göngustíginn Pawel segir þetta hafa skapað mikinn akstur yfir þennan vinsæla göngustíg. „Stígurinn liggur hérna til dæmis milli Laugardalslaugar og Laugardalsvallar og Þróttar og er mikill fjöldi af börnum og öðrum nota hann. Þetta er ein leið til að minnka akstur hér í gegn og jafnframt bæta aðgengi fyrir lögreglu og sjúkrabifreiða sem hefur stundum kvartað yfir því að erfitt hefur verið að leggja hérna nálægt þar sem aðrir hafa verið að fylla stæðin.“ Áfram verður opið inn á stæðið en lokað fyrir hringumferð.Aðsend Pawel segir aðgerðirnar, eins og þær eru núna, ekki loka fyrir það að fólk geti lagt á bílastæðinu næst líkamsræktarstöðinni. „Almennum stæðum verður þó fækkað og þessi hringakstur verður ekki lengur í boði.“ Ása Margrét Einardóttir Umræða í hverfinu Mikil umræða skapaðist um ástandið á göngustígnum í íbúagrúppum á Facebook árið 2017 og kom þá fram hugmynd á vefnum Betri Reykjavík um að láta loka fyrir akstur yfir göngustíginn. „Á sumrin hjóla þarna krakkar, alveg niður í smábörn, sem eru á leið inn í Laugardal. Mér finnst þetta mjög dýrkeypt lúxusstæði,“ sagði Auður Agla Óladóttir, íbúi í Laugardal, í samtali við Vísi þá. Það var Ása Margrét Einarsdóttir sem setti tillöguna inn á vefinn Betri Reykjavík eftir að umræður hófust um hana á meðal íbúa Laugarneshverfis. Voru margir á því að aðeins tímaspursmál væri hvenær yrði þar slys á gangandi vegfarendum. „Mikil umferð hjólandi og gangandi og hröð umferð bíla sem hafa enga þörf fyrir að fara þarna yfir. Mun enda með slysi,“ sagði Ása Margrét um hugmyndina þá.
Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Skipulag Umferðaröryggi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira