Mikilvægt að Íslendingar standi saman Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 09:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði reyna á Íslendinga og nú þurfi þeir að sýna hvað í þeim búi. Hann sagði skipta miklu máli að sýna styrk og samstöðu og lagast að aðstæðum. Þetta sagði Guðni í Bítinu á Bylgjunni og morgunsjónvarpi Stöðvar 2 og Vísis. Horfa má á spjallið við Guðna hér að ofan. Guðni sagði heimilislífið á Bessastöðum háð samkomubanninu og börn á grunnskólaaldri væru heima við. Þá hefði öllum fundum forsetans verið aflýst. „Þetta eru erfiðir dagar og við tökumst á við það að jafnaðargeði og reynum að lagast að aðstæðum,“ sagði Guðni. Hann sagði skrifstofu forsetans bera merki þessa tíma og að allir sem hefðu tök á ynnu að heiman. „Nú reynir á okkur og nú sýnum við hvað í okkur býr.“ Guðni segist fylgjast með nýjustu vendingum vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 og lýsti hann yfir mikilli ánægju með og trausti á störf þeirra sem standa í framlínunni. „Það sem er gott að finna líka er hversu breið samstaða er meðal landsmanna um það að við fylkjum okkur á bakvið þessa framvarðarsveit. Þökkum þeim. Mig langar líka að þakka öllu heilbrigðisstarfsfólki fyrir allt þeirra starf núna. Það er unnið myrkranna á milli.“ Hann sendi einnig góðar batakveðjur til þeirra sem er lasið vegna veirunnar. Sýna að við viljum láta gott af okkur leiða „Það skiptir svo miklu máli núna að við sýnum þennan styrk og þessa samstöðu sem verður að svo miklu gagni. Það finnst mér einna mikilvægasta að sá eða sú sem að í þessu embætti er, sem ég gegni núna, geri. Að við reynum að fá fólk til að standa saman.“ Guðni sagði að ekki mætti taka þessari veiru af léttúð. Hún væri virkilega skæð. Á sama tíma mætti fólk þó ekki missa sig í angist og óðagot. Guðni sagðist ánægður með sjálfsprottinn anda í samfélaginu og nefndi nokkur dæmi þess að Íslendingar væru að leggjast á eitt. „Við erum að sýna að við viljum láta gott af okkur leiða.“ Guðni sagðist vonast til þess að þegar Íslendingar líti um öxl eftir 20, 30 ár, geti Íslendingar verið stoltir af því hvernig til tókst gegn veirunni. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Samkomubann á Íslandi Bítið Tengdar fréttir Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00 Hvetja almenning til að skrásetja og senda inn minningar og upplifanir um faraldurinn Handritasafn Landsbókasafns Íslands hvetur almenning til þess að skrifa niður minningar sínar og upplifanir af faraldri kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 16. mars 2020 05:41 Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði reyna á Íslendinga og nú þurfi þeir að sýna hvað í þeim búi. Hann sagði skipta miklu máli að sýna styrk og samstöðu og lagast að aðstæðum. Þetta sagði Guðni í Bítinu á Bylgjunni og morgunsjónvarpi Stöðvar 2 og Vísis. Horfa má á spjallið við Guðna hér að ofan. Guðni sagði heimilislífið á Bessastöðum háð samkomubanninu og börn á grunnskólaaldri væru heima við. Þá hefði öllum fundum forsetans verið aflýst. „Þetta eru erfiðir dagar og við tökumst á við það að jafnaðargeði og reynum að lagast að aðstæðum,“ sagði Guðni. Hann sagði skrifstofu forsetans bera merki þessa tíma og að allir sem hefðu tök á ynnu að heiman. „Nú reynir á okkur og nú sýnum við hvað í okkur býr.“ Guðni segist fylgjast með nýjustu vendingum vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 og lýsti hann yfir mikilli ánægju með og trausti á störf þeirra sem standa í framlínunni. „Það sem er gott að finna líka er hversu breið samstaða er meðal landsmanna um það að við fylkjum okkur á bakvið þessa framvarðarsveit. Þökkum þeim. Mig langar líka að þakka öllu heilbrigðisstarfsfólki fyrir allt þeirra starf núna. Það er unnið myrkranna á milli.“ Hann sendi einnig góðar batakveðjur til þeirra sem er lasið vegna veirunnar. Sýna að við viljum láta gott af okkur leiða „Það skiptir svo miklu máli núna að við sýnum þennan styrk og þessa samstöðu sem verður að svo miklu gagni. Það finnst mér einna mikilvægasta að sá eða sú sem að í þessu embætti er, sem ég gegni núna, geri. Að við reynum að fá fólk til að standa saman.“ Guðni sagði að ekki mætti taka þessari veiru af léttúð. Hún væri virkilega skæð. Á sama tíma mætti fólk þó ekki missa sig í angist og óðagot. Guðni sagðist ánægður með sjálfsprottinn anda í samfélaginu og nefndi nokkur dæmi þess að Íslendingar væru að leggjast á eitt. „Við erum að sýna að við viljum láta gott af okkur leiða.“ Guðni sagðist vonast til þess að þegar Íslendingar líti um öxl eftir 20, 30 ár, geti Íslendingar verið stoltir af því hvernig til tókst gegn veirunni.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Samkomubann á Íslandi Bítið Tengdar fréttir Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00 Hvetja almenning til að skrásetja og senda inn minningar og upplifanir um faraldurinn Handritasafn Landsbókasafns Íslands hvetur almenning til þess að skrifa niður minningar sínar og upplifanir af faraldri kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 16. mars 2020 05:41 Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00
Hvetja almenning til að skrásetja og senda inn minningar og upplifanir um faraldurinn Handritasafn Landsbókasafns Íslands hvetur almenning til þess að skrifa niður minningar sínar og upplifanir af faraldri kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 16. mars 2020 05:41
Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25