Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 12. nóvember 2020 20:02 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Flugferðir til og frá landinu eru ekki svipur hjá sjón vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. Síðastliðna viku hafa verið 34 áætlunarflug til og frá landinu. Af þeim á Icelandair stærstan hluta en inn á milli slæðast erlend flugfélög á borð við Wizz Air og British Airways. Flesta daga eru um þrjár til fimm ferðir að ræða til og frá landinu, en flestar voru þær á laugardag, þrettán talsins. Ljóst er að flugáætlun til og frá landinu er ekki svipur hjá sjón vegna kórórnuveirufaraldursins. „Þetta er náttúrlega bara afleiðing af ástandinu um allan heim og ljóst að það eru ekki margir ferðamenn sem koma til landsins í þessu ástandi og þess vegna ekki rými fyrir margar flugferðir með þá. Það er alveg klárt mál að við horfum náttúrlega bjartari augum til næsta sumars en veturinn verður feykilega erfiður,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stjórnvöld leggja nú drög að hvernig sóttvarnaaðgerðum verður háttað á landamærunum á næsta ári. Starfshópur fjármálaráðuneytisins hefur lagt fram þrjár tillögur sem sagðar eru vera forsendur efnahagsbata. Ein af tillögunum er að ferðamenn fari í skimun í heimalandi sínu og svo aftur á landamærum Íslands. Einnig er lagt til að ferðamenn fari í ferðamannasmitgát í stað sóttkvíar á milli skimana. Hópurinn legur einnig til þrefalda skimun, það er skimun í heimalandi og svo tvöföld skimun á Íslandi með ferðamannasmitgát. „Ég er mjög ánægður með þessa útlistun hjá starfshópnum, það er mjög mikilvægt að meta efnahagsleg áhrif mismunandi sóttvarnaaðgerða. Þessar tillögur sem koma þarna fram, eru að hluta til tillögur sem að við skiluðum inn til þeirra þannig að þau gætu metið þetta, til stjórnarráðsins,“ sagði Jóhannes. „Ef við getum fengið fyrirsjáanleika með til dæmis tillögunni um tvær skimanir þar sem að fyrri skimunin fer fram með vottorði frá heimalandi, þá væri það afar gott. Það eru aðrar leiðir sem eru nothæfar í þessu til þess að ná þessum fyrirsjáanleika. Litakerfi eins og Evrópusambandið hefur lagt til og Ísland hefur samþykkt að geti verið tekið upp á Schengen-svæðinu er ein leið til þess,“ bætti hann við. Það sé lykilatriði að ferðaskrifstofur og aðrir sem horfa til þess að selja ferðir til Íslands geti treyst því hverjar séu forsendur fyrir sóttvarnaaðgerðum á Íslandi. „Hvernig ástandið er, hvernig það muni breytast miðað við mismunandi aðstæður og svo framvegis. Þannig að hver vika sem að þetta er ekki tilkynnt, hvað taki við núna í síðasta lagi um áramót, það eru einfaldlega töpuð verðmæti fyrir okkur á næsta ári,“ sagði Jóhannes Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Flugferðir til og frá landinu eru ekki svipur hjá sjón vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. Síðastliðna viku hafa verið 34 áætlunarflug til og frá landinu. Af þeim á Icelandair stærstan hluta en inn á milli slæðast erlend flugfélög á borð við Wizz Air og British Airways. Flesta daga eru um þrjár til fimm ferðir að ræða til og frá landinu, en flestar voru þær á laugardag, þrettán talsins. Ljóst er að flugáætlun til og frá landinu er ekki svipur hjá sjón vegna kórórnuveirufaraldursins. „Þetta er náttúrlega bara afleiðing af ástandinu um allan heim og ljóst að það eru ekki margir ferðamenn sem koma til landsins í þessu ástandi og þess vegna ekki rými fyrir margar flugferðir með þá. Það er alveg klárt mál að við horfum náttúrlega bjartari augum til næsta sumars en veturinn verður feykilega erfiður,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stjórnvöld leggja nú drög að hvernig sóttvarnaaðgerðum verður háttað á landamærunum á næsta ári. Starfshópur fjármálaráðuneytisins hefur lagt fram þrjár tillögur sem sagðar eru vera forsendur efnahagsbata. Ein af tillögunum er að ferðamenn fari í skimun í heimalandi sínu og svo aftur á landamærum Íslands. Einnig er lagt til að ferðamenn fari í ferðamannasmitgát í stað sóttkvíar á milli skimana. Hópurinn legur einnig til þrefalda skimun, það er skimun í heimalandi og svo tvöföld skimun á Íslandi með ferðamannasmitgát. „Ég er mjög ánægður með þessa útlistun hjá starfshópnum, það er mjög mikilvægt að meta efnahagsleg áhrif mismunandi sóttvarnaaðgerða. Þessar tillögur sem koma þarna fram, eru að hluta til tillögur sem að við skiluðum inn til þeirra þannig að þau gætu metið þetta, til stjórnarráðsins,“ sagði Jóhannes. „Ef við getum fengið fyrirsjáanleika með til dæmis tillögunni um tvær skimanir þar sem að fyrri skimunin fer fram með vottorði frá heimalandi, þá væri það afar gott. Það eru aðrar leiðir sem eru nothæfar í þessu til þess að ná þessum fyrirsjáanleika. Litakerfi eins og Evrópusambandið hefur lagt til og Ísland hefur samþykkt að geti verið tekið upp á Schengen-svæðinu er ein leið til þess,“ bætti hann við. Það sé lykilatriði að ferðaskrifstofur og aðrir sem horfa til þess að selja ferðir til Íslands geti treyst því hverjar séu forsendur fyrir sóttvarnaaðgerðum á Íslandi. „Hvernig ástandið er, hvernig það muni breytast miðað við mismunandi aðstæður og svo framvegis. Þannig að hver vika sem að þetta er ekki tilkynnt, hvað taki við núna í síðasta lagi um áramót, það eru einfaldlega töpuð verðmæti fyrir okkur á næsta ári,“ sagði Jóhannes Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira