Ekki hægt að fara of lengi áfram á hnefanum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 08:02 Matti Osvald og Gísli Álfgeirsson. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ef maður vinnur ekki jafnt og þétt í gegnum þetta og byrjar að fá aðstoð eins fljótt og hægt er, að þá tekur maður það bara út mun erfiðara og verra, sjokkið sem kemur eftir á,“ segir Gísli Álfgeirsson. Olga eiginkona Gísla greindist með brjóstakrabbamein árið 2013 og barðist í sjö ár. Hún lést í júlí á síðasta ári. Gísli kynntist því starfi Ljóssins og Krafts fyrst sem aðstandandi en í dag hjálpar hann öðrum í sömu stöðu. Hann sjálfur ákvað frá byrjun veikinda Olgu að fara þetta á hörkunni, en endaði á að lenda á vegg eftir að hún greindist aftur, eftir að hafa lokið krabbameinsmeðferð, aðgerð og geislum. „Þá bara brotna ég, þá var ég búinn að fara á hnefanum of lengi og brotnaði bara algjörlega. Þá byrjaði ég að fá stuðning og fara í gegnum sálfræðinga og fékk jafningjastuðning og annað.“ Gísli ræddi karlmenn og krabbamein ásamt Matta Ósvald markþjálfa hjá Ljósinu, í nýjasta þætti af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem birtist hér á Vísi og öllum helstu efnisveitum í dag. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Gísli og Matti Missir framtíðarsýn „Maður verður að sýna tilfinningar og hvernig manni líður,“ segir Gísli í viðtalinu. „Maður missir alveg ótrúlega mikið, maður horfir á framtíðina öðrum augum og missir einhverja framtíðarsýn.“ Gísli segir að sorgin hafi verið mikil og því hafi verið mikilvægt fyrir hann að fá stuðning. Gísli er nú sjálfur hluti af stuðningsneti Krafts og aðstoðar þannig með jafningjastuðning aðra sem eru að ganga í gegnum svona miklar og flóknar tilfinningar. Hann hvetur karlmenn til að skoða hvaða möguleikar eru í boði. „Það er dýrmætt að geta hlustað á einhvern, að það þurfi ekki að finna upp hjólið í hvert skipti. Ég sem stuðningsaðili þarf lítið að tala í mínum samtölum, það er meira bara að hlusta.“ Matti Ósvald markþjálfi hefur starfað fyrir Ljósið í tíu ár og segir hann í þættinum að það hafi verið bæði gefandi og lærdómsríkt að sjá um karlastarfið þar. „Samtalið, spurningarnar, reynslan og að heyra í þeim og hvað þeir þurfa er búið að vera ómetanlegt í rauninni.“ Bíða oft í marga mánuði Matti segir að það sé algengt að karlar reyni að tækla veikindi sín eða aðstandanda, á hnefanum líkt og Gísli gerði. Fyrir því séu margar aðstæður, meðal annars tengt samfélaginu og uppeldinu. Karlar og konur tækla að hans mati áföll á ólíkan hátt. Algengt er að konur leiti fyrr í stuðningsnet eða stuðningshópa. „Oft eru þetta einn, tveir, þrír og jafnvel upp í átján mánuðir áður en þeir eru tilbúnir að ræða við einhvern,“ segir Matti um karlmenn, en bendir á að auðvitað séu undantekningar og sumir karlmenn mæti í Ljósið og óski eftir stuðning einum degi eftir krabbameinsgreininguna. „Strákar þurfa að vera betri við sjálfa sig og þekkja betur sjálfa sig, ég helt að það vanti stundum,“ bætir Gísli við. Eftir að fara áfram á hörkunni í byrjun, uppgötvaði Gísli seinna hversu marga kosti það hefði að vinna úr tilfinningunum og fá stuðning. „Þú lærir náttúrulega ótrúlega vel á sjálfan þig, þú getur valið betur út hvað þú vilt, þú ert jákvæðari, þú verður tengdur öllu á ákveðinn hátt.“ Hægt er að hlusta á viðtal Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur við þá Matta og Gísla í spilaranum hér ofar í fréttinni. Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fannst hann bregðast með því að vera ekki kistuberi Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína, Þóru Ragnarsdóttir, í apríl á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein. Hann þurfti að horfa á jarðaförina í beinni útsendingu í tölvunni, heima hjá sér í Þýskalandi. 22. október 2020 20:00 Sorgin fer ekki heldur lifir með manni Séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Ína Ólöf Sigurðardóttir frá Sorgarmiðstöð ræða um krabbamein og sorgarferlið. Kraftur gefur út hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein og þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. 17. september 2020 10:01 „Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið“ Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein, innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. 15. október 2020 08:15 Greindist með krabbamein í miðju sorgarferlinu Á þremur árum missti Ása Magnúsdóttir báða foreldra sína úr krabbameini og greindist sjálf með krabbamein. Hún nýtir nú þessa erfiðu reynslu til þess að hjálpa fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum krabbameinsgreindra. 1. október 2020 08:30 Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira
„Ef maður vinnur ekki jafnt og þétt í gegnum þetta og byrjar að fá aðstoð eins fljótt og hægt er, að þá tekur maður það bara út mun erfiðara og verra, sjokkið sem kemur eftir á,“ segir Gísli Álfgeirsson. Olga eiginkona Gísla greindist með brjóstakrabbamein árið 2013 og barðist í sjö ár. Hún lést í júlí á síðasta ári. Gísli kynntist því starfi Ljóssins og Krafts fyrst sem aðstandandi en í dag hjálpar hann öðrum í sömu stöðu. Hann sjálfur ákvað frá byrjun veikinda Olgu að fara þetta á hörkunni, en endaði á að lenda á vegg eftir að hún greindist aftur, eftir að hafa lokið krabbameinsmeðferð, aðgerð og geislum. „Þá bara brotna ég, þá var ég búinn að fara á hnefanum of lengi og brotnaði bara algjörlega. Þá byrjaði ég að fá stuðning og fara í gegnum sálfræðinga og fékk jafningjastuðning og annað.“ Gísli ræddi karlmenn og krabbamein ásamt Matta Ósvald markþjálfa hjá Ljósinu, í nýjasta þætti af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem birtist hér á Vísi og öllum helstu efnisveitum í dag. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Gísli og Matti Missir framtíðarsýn „Maður verður að sýna tilfinningar og hvernig manni líður,“ segir Gísli í viðtalinu. „Maður missir alveg ótrúlega mikið, maður horfir á framtíðina öðrum augum og missir einhverja framtíðarsýn.“ Gísli segir að sorgin hafi verið mikil og því hafi verið mikilvægt fyrir hann að fá stuðning. Gísli er nú sjálfur hluti af stuðningsneti Krafts og aðstoðar þannig með jafningjastuðning aðra sem eru að ganga í gegnum svona miklar og flóknar tilfinningar. Hann hvetur karlmenn til að skoða hvaða möguleikar eru í boði. „Það er dýrmætt að geta hlustað á einhvern, að það þurfi ekki að finna upp hjólið í hvert skipti. Ég sem stuðningsaðili þarf lítið að tala í mínum samtölum, það er meira bara að hlusta.“ Matti Ósvald markþjálfi hefur starfað fyrir Ljósið í tíu ár og segir hann í þættinum að það hafi verið bæði gefandi og lærdómsríkt að sjá um karlastarfið þar. „Samtalið, spurningarnar, reynslan og að heyra í þeim og hvað þeir þurfa er búið að vera ómetanlegt í rauninni.“ Bíða oft í marga mánuði Matti segir að það sé algengt að karlar reyni að tækla veikindi sín eða aðstandanda, á hnefanum líkt og Gísli gerði. Fyrir því séu margar aðstæður, meðal annars tengt samfélaginu og uppeldinu. Karlar og konur tækla að hans mati áföll á ólíkan hátt. Algengt er að konur leiti fyrr í stuðningsnet eða stuðningshópa. „Oft eru þetta einn, tveir, þrír og jafnvel upp í átján mánuðir áður en þeir eru tilbúnir að ræða við einhvern,“ segir Matti um karlmenn, en bendir á að auðvitað séu undantekningar og sumir karlmenn mæti í Ljósið og óski eftir stuðning einum degi eftir krabbameinsgreininguna. „Strákar þurfa að vera betri við sjálfa sig og þekkja betur sjálfa sig, ég helt að það vanti stundum,“ bætir Gísli við. Eftir að fara áfram á hörkunni í byrjun, uppgötvaði Gísli seinna hversu marga kosti það hefði að vinna úr tilfinningunum og fá stuðning. „Þú lærir náttúrulega ótrúlega vel á sjálfan þig, þú getur valið betur út hvað þú vilt, þú ert jákvæðari, þú verður tengdur öllu á ákveðinn hátt.“ Hægt er að hlusta á viðtal Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur við þá Matta og Gísla í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fannst hann bregðast með því að vera ekki kistuberi Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína, Þóru Ragnarsdóttir, í apríl á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein. Hann þurfti að horfa á jarðaförina í beinni útsendingu í tölvunni, heima hjá sér í Þýskalandi. 22. október 2020 20:00 Sorgin fer ekki heldur lifir með manni Séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Ína Ólöf Sigurðardóttir frá Sorgarmiðstöð ræða um krabbamein og sorgarferlið. Kraftur gefur út hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein og þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. 17. september 2020 10:01 „Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið“ Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein, innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. 15. október 2020 08:15 Greindist með krabbamein í miðju sorgarferlinu Á þremur árum missti Ása Magnúsdóttir báða foreldra sína úr krabbameini og greindist sjálf með krabbamein. Hún nýtir nú þessa erfiðu reynslu til þess að hjálpa fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum krabbameinsgreindra. 1. október 2020 08:30 Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira
Fannst hann bregðast með því að vera ekki kistuberi Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína, Þóru Ragnarsdóttir, í apríl á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein. Hann þurfti að horfa á jarðaförina í beinni útsendingu í tölvunni, heima hjá sér í Þýskalandi. 22. október 2020 20:00
Sorgin fer ekki heldur lifir með manni Séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Ína Ólöf Sigurðardóttir frá Sorgarmiðstöð ræða um krabbamein og sorgarferlið. Kraftur gefur út hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein og þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. 17. september 2020 10:01
„Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið“ Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein, innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. 15. október 2020 08:15
Greindist með krabbamein í miðju sorgarferlinu Á þremur árum missti Ása Magnúsdóttir báða foreldra sína úr krabbameini og greindist sjálf með krabbamein. Hún nýtir nú þessa erfiðu reynslu til þess að hjálpa fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum krabbameinsgreindra. 1. október 2020 08:30