Hefur heyrt óþægilega margar sögur af ósveigjanleika skólastjórnenda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 12:13 Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga, var gestur á upplýsingafundi dagsins. Almannavarnir Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga, segist hafa heyrt óþægilegar margar sögur af samskiptum við skólastjórnendur þar sem þeir sýna lítinn sveigjanleika í því að koma til móts við nemendur vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa hjá mörgu ungu fólki vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli Unu á upplýsingafundi almannavarna- og landlæknis í dag en hún var gestur fundarins ásamt Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Una kvaðst á fundinum vera stolt af unga fólkinu sem hefði lagt sig allt fram við að fylgja sóttvarnareglum. „Jafnvel þótt það sé mikil gremja sem fylgi því að geta ekki hitt vinina og upplifa eins og það sé að missa af stórum hluta tímans sem því hefur reglulega verið sagt að séu bestu ár lífsins. Samkomutakmarkanir og aðrar sóttvarnaaðgerðir sem við höfum þurft að grípa til á síðustu sex mánuðum hafa reynt töluvert á andlega heilsu ungs fólks sem finnst ofboðslega erfitt að horfa bjartsýnt til framtíðar,“ sagði Una og bætti við að félagsleg einangrunin hefði reynst sérstaklega erfið fyrir ungt fólk í námi og þau sem búa ein. Þá væri sérstaklega erfitt að horfa upp á ungt fólk sem væri fast í erfiðum heimilisaðstæðum og liði eins og það kæmist hvergi í skjól. Hún benti þeim og öllum öðrum sem líður á netspjall Neyðarlínunnar og hjálparsíma og netspjall Rauða krossins, 1717. Síðustu mánuðir hafi sýnt fram á mikilvægi stúdentahreyfinga Una sagði síðustu mánuði hafa sýnt fram á mikilvægi stúdentahreyfinga og annarra hagsmunasamtaka sem berjast fyrir réttindum ungs fólks. Þessar hreyfingar hafi barist fyrir aðstæðum og aðgerðum í þágu ungs fólks í kjölfar faraldursins og brýndi Una það fyrir stjórnvöldum og skólastjórnendum að bregðast við kröfum þeirra. „Og hafa samráð við nemendur eða fulltrúa þeirra við skipulagningu náms. Nú ríkir mikil óánægja með framkvæmd lokaprófa í framhalds- og háskólum og hafa margir nemendur lýst takmörkuðum samstarfsvilja eða sveigjanleika í samskiptum sínum við skólayfirvöld þrátt fyrir þær fordæmalausu aðstæður sem nú eru uppi,“ sagði Una sem var svo spurð nánar út í áhyggjur nemenda af lokaprófum og í hverju ósveigjanleiki skólanna væri fólginn. „Það sem ég heyri mest af eru nemendur sem treysta sér ekki til að mæta og taka próf á staðnum. Þeir teysta sér ekki sökum ástandsins og bara andlegrar heilsu eða eru kannski með fjölskyldumeðlim sem er í áhættuhóp og vill ekki taka áhættuna. Það hefur verið sagt og það gefið út að margir skólar ætla að halda staðpróf og það er mikil óánægja með það,“ sagði Una. Fá ekki þá aðstoð og þann skilning sem þau telja sig þurfa Hvað ósveigjanleika í skólunum varðar þá sagði Una nemendur upplifa að það erfitt væri að fá aðstoð og skilning frá skólastjórnendum og kennurum. „Þegar ungu fólki líður illa, það er kvíðið, það er mikil vanlíðan og það á erfitt með að sinna skólanum eins og það myndi annars gera eða kannski hentar þetta fyrirkomulag á netinu þeim illa, að þegar það óskar eftir einhverjum sveigjanleika hjá skólastjórnendum eða kennurum þá er svolítið erfitt að fá þá aðstoð sem því finnst það þurfa að fá og þann skilning sem það þarf sökum ástandsins,“ sagði Una. Hún tók sem dæmi að í september, þegar það var enn í boði að sækja tíma í skólunum, fengu nemendur í áhættuhópum undanþágu frá því að mæta í skólann. Ekki var komið til móts á sama hátt við nemendur sem bjuggu með einhverjum inni á heimilinu sem var í áhættuhóp, það er þeir nemendur þurftu að mæta í skólann. „Það er svolítið þessi sveigjanleiki sem er vissulega ólíkur eftir skólum og skólastjórnendum en ég hef heyrt óþægilega margar sögur af slíkum samskiptum við skólastjórnendur,“ sagði Una og bætti við að hagsmunasamtök nemenda hefðu sömu sögu að segja í þessum efnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Hagsmunir stúdenta Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga, segist hafa heyrt óþægilegar margar sögur af samskiptum við skólastjórnendur þar sem þeir sýna lítinn sveigjanleika í því að koma til móts við nemendur vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa hjá mörgu ungu fólki vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli Unu á upplýsingafundi almannavarna- og landlæknis í dag en hún var gestur fundarins ásamt Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Una kvaðst á fundinum vera stolt af unga fólkinu sem hefði lagt sig allt fram við að fylgja sóttvarnareglum. „Jafnvel þótt það sé mikil gremja sem fylgi því að geta ekki hitt vinina og upplifa eins og það sé að missa af stórum hluta tímans sem því hefur reglulega verið sagt að séu bestu ár lífsins. Samkomutakmarkanir og aðrar sóttvarnaaðgerðir sem við höfum þurft að grípa til á síðustu sex mánuðum hafa reynt töluvert á andlega heilsu ungs fólks sem finnst ofboðslega erfitt að horfa bjartsýnt til framtíðar,“ sagði Una og bætti við að félagsleg einangrunin hefði reynst sérstaklega erfið fyrir ungt fólk í námi og þau sem búa ein. Þá væri sérstaklega erfitt að horfa upp á ungt fólk sem væri fast í erfiðum heimilisaðstæðum og liði eins og það kæmist hvergi í skjól. Hún benti þeim og öllum öðrum sem líður á netspjall Neyðarlínunnar og hjálparsíma og netspjall Rauða krossins, 1717. Síðustu mánuðir hafi sýnt fram á mikilvægi stúdentahreyfinga Una sagði síðustu mánuði hafa sýnt fram á mikilvægi stúdentahreyfinga og annarra hagsmunasamtaka sem berjast fyrir réttindum ungs fólks. Þessar hreyfingar hafi barist fyrir aðstæðum og aðgerðum í þágu ungs fólks í kjölfar faraldursins og brýndi Una það fyrir stjórnvöldum og skólastjórnendum að bregðast við kröfum þeirra. „Og hafa samráð við nemendur eða fulltrúa þeirra við skipulagningu náms. Nú ríkir mikil óánægja með framkvæmd lokaprófa í framhalds- og háskólum og hafa margir nemendur lýst takmörkuðum samstarfsvilja eða sveigjanleika í samskiptum sínum við skólayfirvöld þrátt fyrir þær fordæmalausu aðstæður sem nú eru uppi,“ sagði Una sem var svo spurð nánar út í áhyggjur nemenda af lokaprófum og í hverju ósveigjanleiki skólanna væri fólginn. „Það sem ég heyri mest af eru nemendur sem treysta sér ekki til að mæta og taka próf á staðnum. Þeir teysta sér ekki sökum ástandsins og bara andlegrar heilsu eða eru kannski með fjölskyldumeðlim sem er í áhættuhóp og vill ekki taka áhættuna. Það hefur verið sagt og það gefið út að margir skólar ætla að halda staðpróf og það er mikil óánægja með það,“ sagði Una. Fá ekki þá aðstoð og þann skilning sem þau telja sig þurfa Hvað ósveigjanleika í skólunum varðar þá sagði Una nemendur upplifa að það erfitt væri að fá aðstoð og skilning frá skólastjórnendum og kennurum. „Þegar ungu fólki líður illa, það er kvíðið, það er mikil vanlíðan og það á erfitt með að sinna skólanum eins og það myndi annars gera eða kannski hentar þetta fyrirkomulag á netinu þeim illa, að þegar það óskar eftir einhverjum sveigjanleika hjá skólastjórnendum eða kennurum þá er svolítið erfitt að fá þá aðstoð sem því finnst það þurfa að fá og þann skilning sem það þarf sökum ástandsins,“ sagði Una. Hún tók sem dæmi að í september, þegar það var enn í boði að sækja tíma í skólunum, fengu nemendur í áhættuhópum undanþágu frá því að mæta í skólann. Ekki var komið til móts á sama hátt við nemendur sem bjuggu með einhverjum inni á heimilinu sem var í áhættuhóp, það er þeir nemendur þurftu að mæta í skólann. „Það er svolítið þessi sveigjanleiki sem er vissulega ólíkur eftir skólum og skólastjórnendum en ég hef heyrt óþægilega margar sögur af slíkum samskiptum við skólastjórnendur,“ sagði Una og bætti við að hagsmunasamtök nemenda hefðu sömu sögu að segja í þessum efnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Hagsmunir stúdenta Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira