„Gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2020 11:29 Emilía stendur á eigin fótum í dag og gengur lífið vel. Í fyrsta þætti, í fyrstu þáttaröð af Fósturbörnum, hitti Sindri Sindrason Emilíu Maidland sem þá nálgaðist átján ára aldurinn. Hún hafði flakkað á milli fósturheimila og kveið þess að þurfa að standa á eigin fótum í lífinu. Seinna fór hún í það að lesa skjöl barnaverndarnefndar um hennar mál og var reið, reið yfir örlögum sínum og erfiðri byrjun í lífinu. Í síðasta þætti af Fósturbörnum hitti Sindri síðan Emilíu rúmlega þremur árum eftir að þau hittust fyrst. Í dag á hún tveggja ára dreng og hefur lífið gengið einstaklega vel síðustu ár. Hún er ekki eins reið út í foreldra sína og segist í raun vera ánægð með allt sem hún hafi upplifað í sínu lífi, það hafi mótað hana sem manneskju. Hún er til að mynda í samskiptum við móður sína í dag. „Samskiptin eru góð. Ég held að eftir að ég varð móðir hafi ég áttað mig svolítið á því hvernig henni líður. Í dag eru samskiptin mín við hana og aðra fjölskyldumeðlima mikið betri og líka bara út frá mínum þroska að ég geti lagt ákveðna hluti á hilluna út af því að lífið er núna,“ segir Emilía. Hún segist skilja móður sína betur í dag, eða að einhverju leyti. Betur eftir að hún eignaðist barn sjálf. „Núna hugsa ég bara að ég geti ekki ímyndað mér hvernig henni leið, að missa öll börnin sín. Ég gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt. Það sem ég innleiði í mitt uppeldi er öryggi og það er númer eitt, tvö og þrjú. Hann hefur þak, mat og gott fólk í kringum sig, það eina sem hann þarf er bara öryggi. Það er eitthvað sem mig vantaði í æsku og ég sé önnur fósturbörn vanta og það mótar einstakling mjög mikið.“ Klippa: Gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt Fósturbörn Börn og uppeldi Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Í fyrsta þætti, í fyrstu þáttaröð af Fósturbörnum, hitti Sindri Sindrason Emilíu Maidland sem þá nálgaðist átján ára aldurinn. Hún hafði flakkað á milli fósturheimila og kveið þess að þurfa að standa á eigin fótum í lífinu. Seinna fór hún í það að lesa skjöl barnaverndarnefndar um hennar mál og var reið, reið yfir örlögum sínum og erfiðri byrjun í lífinu. Í síðasta þætti af Fósturbörnum hitti Sindri síðan Emilíu rúmlega þremur árum eftir að þau hittust fyrst. Í dag á hún tveggja ára dreng og hefur lífið gengið einstaklega vel síðustu ár. Hún er ekki eins reið út í foreldra sína og segist í raun vera ánægð með allt sem hún hafi upplifað í sínu lífi, það hafi mótað hana sem manneskju. Hún er til að mynda í samskiptum við móður sína í dag. „Samskiptin eru góð. Ég held að eftir að ég varð móðir hafi ég áttað mig svolítið á því hvernig henni líður. Í dag eru samskiptin mín við hana og aðra fjölskyldumeðlima mikið betri og líka bara út frá mínum þroska að ég geti lagt ákveðna hluti á hilluna út af því að lífið er núna,“ segir Emilía. Hún segist skilja móður sína betur í dag, eða að einhverju leyti. Betur eftir að hún eignaðist barn sjálf. „Núna hugsa ég bara að ég geti ekki ímyndað mér hvernig henni leið, að missa öll börnin sín. Ég gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt. Það sem ég innleiði í mitt uppeldi er öryggi og það er númer eitt, tvö og þrjú. Hann hefur þak, mat og gott fólk í kringum sig, það eina sem hann þarf er bara öryggi. Það er eitthvað sem mig vantaði í æsku og ég sé önnur fósturbörn vanta og það mótar einstakling mjög mikið.“ Klippa: Gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt
Fósturbörn Börn og uppeldi Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira