Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2020 17:51 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur talsverðar líkur á að bóluefni Pfizer verði tekið til notkunar um áramótin. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ segir Kári. Greint hefur verið frá því að Pfizer muni sækjast eftir neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Pfizer ráðgerðir að framleiða 50 milljónir skammta fyrir árslok og 1,3 milljarða skammta á næsta ári. „Sem er myndarleg framleiðsla. En fyrst og fremst horfi ég til þess að þetta bóluefni virðist afskaplega gott. Það ver 90 prósent þeirra sem eru bólusettir fyrir því að sýkjast, sem þykir mjög gott þegar kemur að bóluefni,“ segir Kári. Frostið auðleysanlegt vandamál Pfizer þróar svokallað RNA-bóluefni sem er viðkvæmt fyrir hita og þarf að geymast við áttatíu gráðu frost. Kári segir það gera vinnuna við að koma bóluefninu til fjöldans meiri. „En það er vandamál sem er auðvelt að leysa. Við geymum fullt af hlutum við 80 gráðu frost.“ Kári segir annan þröskuld við bóluefnið vera að gefa þarf tvo skammta af því með tveggja vikna millibili. „En það er ekki hár prís að borga fyrir mjög gott bóluefni.“ Aðgerðir fram undir mitt næsta ár Þó svo að bólusetningar hefjist á fyrri hluta næsta árs telur Kári að Íslendingar þurfi að búa við sóttvarnaaðgerðir fram undir mitt næsta ár. „Við þurfum að nálgast bóluefni til að bólusetja íslenska þjóð. Það mun taka okkur fram eftir vori.“ Ísland mun hafa aðgang að bóluefnum frá þeim framleiðendum sem Evrópusambandið hefur samið við. Ísland fær þann aðgang með samstarfi við Svía. ESB hefur samið við fimm framleiðendur, þar á meðal Astrazenica og Moderna, en ekki Pfizer. Þær viðræður standa yfir og eru langt komnar. Kári segist ekki vita hvers vegna Evrópusambandið gekk ekki strax til samninga við Pfizer. Hann telur þó að þeir sem sjá um samningagerðina geri það eftir bestu upplýsingum á hverjum tíma. Astrazenica bóluefnið, sem þróað er í samstarfi við Oxford-háskóla, var lengi vel talið fremst en setja þurfti þróun þess í bið vegna vandamála sem komu upp vegna eins sjálfboðaliða. Von er á niðurstöðum frá Astrazenica á næstu vikum. „Að því sögðu þá vildi ég að við hefðum samið við Pfizer.“ Gæti orðið með kraftmeiri og öruggari bóluefnum RNA-bóluefni hefur aldrei fengið leyfi áður. Kári sér ekki ástæðu til að óttast það. „Ég veit ekki hverjar áhyggjurnar ættu að vera, ef þetta virkar svona vel. Það er búið að prófa efnið á fjörutíu þúsund manns. Það veitir góða vörn og hefur ekki valdið neinum aukaverkunum í þeim hópi. Ég hugsa að það endi á því að verða með kraftmeiri og öruggari bóluefnum sem búin hafa verið til.“ Hann telur enga ástæðu til að óttast að Ísland verði skilið út undan þegar kemur að vali á bóluefni. „Ég held að við munum hafa allt það frelsi sem við viljum til að semja. Við verðum ekki skilin út undan.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Lyf Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur talsverðar líkur á að bóluefni Pfizer verði tekið til notkunar um áramótin. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ segir Kári. Greint hefur verið frá því að Pfizer muni sækjast eftir neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Pfizer ráðgerðir að framleiða 50 milljónir skammta fyrir árslok og 1,3 milljarða skammta á næsta ári. „Sem er myndarleg framleiðsla. En fyrst og fremst horfi ég til þess að þetta bóluefni virðist afskaplega gott. Það ver 90 prósent þeirra sem eru bólusettir fyrir því að sýkjast, sem þykir mjög gott þegar kemur að bóluefni,“ segir Kári. Frostið auðleysanlegt vandamál Pfizer þróar svokallað RNA-bóluefni sem er viðkvæmt fyrir hita og þarf að geymast við áttatíu gráðu frost. Kári segir það gera vinnuna við að koma bóluefninu til fjöldans meiri. „En það er vandamál sem er auðvelt að leysa. Við geymum fullt af hlutum við 80 gráðu frost.“ Kári segir annan þröskuld við bóluefnið vera að gefa þarf tvo skammta af því með tveggja vikna millibili. „En það er ekki hár prís að borga fyrir mjög gott bóluefni.“ Aðgerðir fram undir mitt næsta ár Þó svo að bólusetningar hefjist á fyrri hluta næsta árs telur Kári að Íslendingar þurfi að búa við sóttvarnaaðgerðir fram undir mitt næsta ár. „Við þurfum að nálgast bóluefni til að bólusetja íslenska þjóð. Það mun taka okkur fram eftir vori.“ Ísland mun hafa aðgang að bóluefnum frá þeim framleiðendum sem Evrópusambandið hefur samið við. Ísland fær þann aðgang með samstarfi við Svía. ESB hefur samið við fimm framleiðendur, þar á meðal Astrazenica og Moderna, en ekki Pfizer. Þær viðræður standa yfir og eru langt komnar. Kári segist ekki vita hvers vegna Evrópusambandið gekk ekki strax til samninga við Pfizer. Hann telur þó að þeir sem sjá um samningagerðina geri það eftir bestu upplýsingum á hverjum tíma. Astrazenica bóluefnið, sem þróað er í samstarfi við Oxford-háskóla, var lengi vel talið fremst en setja þurfti þróun þess í bið vegna vandamála sem komu upp vegna eins sjálfboðaliða. Von er á niðurstöðum frá Astrazenica á næstu vikum. „Að því sögðu þá vildi ég að við hefðum samið við Pfizer.“ Gæti orðið með kraftmeiri og öruggari bóluefnum RNA-bóluefni hefur aldrei fengið leyfi áður. Kári sér ekki ástæðu til að óttast það. „Ég veit ekki hverjar áhyggjurnar ættu að vera, ef þetta virkar svona vel. Það er búið að prófa efnið á fjörutíu þúsund manns. Það veitir góða vörn og hefur ekki valdið neinum aukaverkunum í þeim hópi. Ég hugsa að það endi á því að verða með kraftmeiri og öruggari bóluefnum sem búin hafa verið til.“ Hann telur enga ástæðu til að óttast að Ísland verði skilið út undan þegar kemur að vali á bóluefni. „Ég held að við munum hafa allt það frelsi sem við viljum til að semja. Við verðum ekki skilin út undan.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Lyf Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?