Covid-19 ætti ekki að fæla fólk frá því að sækja sér jólatré Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2020 08:02 Tré sótt í Brynjudal. Mynd/Ragnhildur Freysteinsdóttir „Staðan er nú bara eins og verið hefur; við erum að fá hópa og fella tré og selja í heildsölu. Ég held reyndar að í ár verði fólk kannski að plana með styttri fyrirvara, því ástandið er búið að vera eins og það er. Fólk er kannski ekkert að hugsa fram í tímann fyrr en næstu leiðbeiningar koma.“ Þetta segir Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Skógræktarfélagi Íslands, spurð að því hvernig horfir varðandi aðsókn í Brynjudalsskóg í aðdraganda jóla. Félagið hefur tekið á móti hópum í jólatrjáaleit í mörg ár og að sögn Ragnhildar er ekki útlit fyrir að breyting verði þar á, þrátt fyrir Covid-19 faraldurinn. „Það er ekkert mál að ná sér í tré í skóginum,“ segir hún. „Eini snertipunkturinn er þar sem verið er að pakka trjánum í tromlurnar og þar er fólk með grímur og hanska. Við höfum hvatt fólk til að koma á rútu frekar en hitt en það verður ekki í ár, við gerum ráð fyrir að fólk komi frekar á bílnum.“ Ragnhildur segist ekki sjá mun á fjölda bókana nú frá því í fyrra, nema hvað að fólk hafi verið seinna að stökkva til. Í venjulegu ári séu fyrirtæki og starfsmannahópar farnir að bóka í ágúst en nú sé fólk að sjá til hvernig Covid-19 faraldurinn og sóttvarnaráðstafanir þróast. Tromlurnar og kósýheit í Brynjudal í Hvalfirði.Skógræktarfélag Íslands En nú koma margir hópar á rútum, eins og fyrr segir, og safna trjánum í rúturnar eða jafnvel flutningabíla sem fylgja með. Hvernig sér hún fyrir sér að þetta verði í ár? „Ef fólk er að taka venjuleg stofutré þá eru þau um tveir metrar og þá kemst það í bílinn. Þá er tromlan eini hættupunkturinn. Ég geri ráð fyrir að engir séu að koma á rútum núna, fólk mætir væntanlega á sínum bíl og tekur sitt tré. En ef það er að safna trjánum saman þá þarf að hugsa fyrir því; spritt og grímur.“ Á staðnum er lítið hús þar sem hóparnir hafa gjarnan komið saman og borðað nesti en Ragnhildur segist gera ráð fyrir því að einmitt vegna þess að flestir, ef ekki allir, muni koma á einkabílum þá verði meira rennsli á fólki. „Við höfum í raun gert ráð fyrir að það gildi í kofanum þessar almennu reglur og það sé passað upp á að það séu ekki of mikið í einu,“ segir hún. Þá verði þeir sem verða með veitingar að gera ráðstafanir, hvort sem það sé að útbúa böggla sem fólki sé afhent eða biðja fólk um að koma með eigið nesti. Ragnhildur segist mögulega gera ráð fyrir meiri aðsókn en undanfarin ár. „Fólk er búið að vera að nota skógana til útivistar í kófinu og það er alveg möguleiki að sumir vilji ná sér sjálfir í tré frekar en að fara út í búð. Þetta er opnara og meira loft og auðveldara að halda fjarlægð.“ Skógræktarfélag Reykjavíkur Möglega meiri sala vegna færri ferðalaga Að sögn Trausta Jóhannssonar, skógarvarðar á Selfossi, er óvíst hvort Skógrækt ríkisins mun bjóða upp á það þessi jól að fólk komi og sæki eigið jólatré. „Ef léttir verður mögulega opið,“ segir hann og vísar þar til sóttvarnaaðgerða. „En ég held að almenn sala í búðir breytist ekki mikið, nema maður vonast til að selja meira því að fólk verður minna að fara til útlanda.“ Í Jólaskógi Skógræktar Reyjavíkur á Hólmsheiði verður gætt að sóttvörnum í hvívetna, að sögn Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur, viðburðastjóra. „Þar verður sótthreinsistöð og hver einasta sög sótthreinsuð á milli gesta.“ Guðfinna segir alla starfsmenn mjög meðvitaða um sóttvarnir og að allir viðburðir í desember muni taka mið af gildandi reglum en auk Jólaskógarins stendur Skógrækt Reykjavíkur fyrir jólamarkaði við Elliðavatnsbæ í Heiðmörk allar helgar í aðventu og jólatréssölu á Lækjartorgi í samstarfi við Reykjavíkurborg. „Við hugsum þetta allt á þeim forsendum að fækka öllum mögulegum snertiflötum. Allt okkar starfsfólk er upplýst og meðvitað og í afgreiðslunni mun bara einn og einn, eða ein fjölskylda, koma inn í einu að borga. Það hafa allir mögulegir þættir verið útfærðir útfrá þessu,“ segir Guðfinna um Covid-19 ráðastafanir. Jól Skógrækt og landgræðsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
„Staðan er nú bara eins og verið hefur; við erum að fá hópa og fella tré og selja í heildsölu. Ég held reyndar að í ár verði fólk kannski að plana með styttri fyrirvara, því ástandið er búið að vera eins og það er. Fólk er kannski ekkert að hugsa fram í tímann fyrr en næstu leiðbeiningar koma.“ Þetta segir Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Skógræktarfélagi Íslands, spurð að því hvernig horfir varðandi aðsókn í Brynjudalsskóg í aðdraganda jóla. Félagið hefur tekið á móti hópum í jólatrjáaleit í mörg ár og að sögn Ragnhildar er ekki útlit fyrir að breyting verði þar á, þrátt fyrir Covid-19 faraldurinn. „Það er ekkert mál að ná sér í tré í skóginum,“ segir hún. „Eini snertipunkturinn er þar sem verið er að pakka trjánum í tromlurnar og þar er fólk með grímur og hanska. Við höfum hvatt fólk til að koma á rútu frekar en hitt en það verður ekki í ár, við gerum ráð fyrir að fólk komi frekar á bílnum.“ Ragnhildur segist ekki sjá mun á fjölda bókana nú frá því í fyrra, nema hvað að fólk hafi verið seinna að stökkva til. Í venjulegu ári séu fyrirtæki og starfsmannahópar farnir að bóka í ágúst en nú sé fólk að sjá til hvernig Covid-19 faraldurinn og sóttvarnaráðstafanir þróast. Tromlurnar og kósýheit í Brynjudal í Hvalfirði.Skógræktarfélag Íslands En nú koma margir hópar á rútum, eins og fyrr segir, og safna trjánum í rúturnar eða jafnvel flutningabíla sem fylgja með. Hvernig sér hún fyrir sér að þetta verði í ár? „Ef fólk er að taka venjuleg stofutré þá eru þau um tveir metrar og þá kemst það í bílinn. Þá er tromlan eini hættupunkturinn. Ég geri ráð fyrir að engir séu að koma á rútum núna, fólk mætir væntanlega á sínum bíl og tekur sitt tré. En ef það er að safna trjánum saman þá þarf að hugsa fyrir því; spritt og grímur.“ Á staðnum er lítið hús þar sem hóparnir hafa gjarnan komið saman og borðað nesti en Ragnhildur segist gera ráð fyrir því að einmitt vegna þess að flestir, ef ekki allir, muni koma á einkabílum þá verði meira rennsli á fólki. „Við höfum í raun gert ráð fyrir að það gildi í kofanum þessar almennu reglur og það sé passað upp á að það séu ekki of mikið í einu,“ segir hún. Þá verði þeir sem verða með veitingar að gera ráðstafanir, hvort sem það sé að útbúa böggla sem fólki sé afhent eða biðja fólk um að koma með eigið nesti. Ragnhildur segist mögulega gera ráð fyrir meiri aðsókn en undanfarin ár. „Fólk er búið að vera að nota skógana til útivistar í kófinu og það er alveg möguleiki að sumir vilji ná sér sjálfir í tré frekar en að fara út í búð. Þetta er opnara og meira loft og auðveldara að halda fjarlægð.“ Skógræktarfélag Reykjavíkur Möglega meiri sala vegna færri ferðalaga Að sögn Trausta Jóhannssonar, skógarvarðar á Selfossi, er óvíst hvort Skógrækt ríkisins mun bjóða upp á það þessi jól að fólk komi og sæki eigið jólatré. „Ef léttir verður mögulega opið,“ segir hann og vísar þar til sóttvarnaaðgerða. „En ég held að almenn sala í búðir breytist ekki mikið, nema maður vonast til að selja meira því að fólk verður minna að fara til útlanda.“ Í Jólaskógi Skógræktar Reyjavíkur á Hólmsheiði verður gætt að sóttvörnum í hvívetna, að sögn Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur, viðburðastjóra. „Þar verður sótthreinsistöð og hver einasta sög sótthreinsuð á milli gesta.“ Guðfinna segir alla starfsmenn mjög meðvitaða um sóttvarnir og að allir viðburðir í desember muni taka mið af gildandi reglum en auk Jólaskógarins stendur Skógrækt Reykjavíkur fyrir jólamarkaði við Elliðavatnsbæ í Heiðmörk allar helgar í aðventu og jólatréssölu á Lækjartorgi í samstarfi við Reykjavíkurborg. „Við hugsum þetta allt á þeim forsendum að fækka öllum mögulegum snertiflötum. Allt okkar starfsfólk er upplýst og meðvitað og í afgreiðslunni mun bara einn og einn, eða ein fjölskylda, koma inn í einu að borga. Það hafa allir mögulegir þættir verið útfærðir útfrá þessu,“ segir Guðfinna um Covid-19 ráðastafanir.
Jól Skógrækt og landgræðsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira