Innlent

„Of mörg sím­töl“ vegna barna sem komist hafa í nikó­tín­púða

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Nikótínpúðar eru orðnir gríðarvinsælir hér á landi.
Nikótínpúðar eru orðnir gríðarvinsælir hér á landi. Stöð 2

Eitrunarmiðstöð Landspítala hvetur fólk til að geyma nikótínpúða þar sem börn ná ekki til. Miðstöðinni hafa borist „of mörg símtöl undanfarið“ vegna barna sem komist hafa í púðana, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Nikótín er MJÖG eitrað efni, sérstaklega litlum börnum, og lítið magn getur valdið mjög alvarlegri eitrun. Geymið allar nikótínvörur þar sem börn hvorki ná til né sjá, helst í læstum hirslum,“ segir í tilkynningu Eitrunarmiðstöðvarinnar á vef Landspítala.

Sprenging hefur orðið í vinsældum nikótínpúða síðustu misseri. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í byrjun september að daglega seljist um átta þúsund dósir af púðunum, samkvæmt markaðsáætlun stærsta innflytjandans. Landlæknisembættið lýsti yfir áhyggjum af notkun púðanna meðal ungs fólk í umfjöllun Stöðvar 2.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×