Viðskipti innlent

Vin­sældir nikó­tín­púða taldar hafa á­hrif á sölu nef­tóbaks

Sylvía Hall skrifar
Vinsældir nikótínpúða hafa líklega haft áhrif á neftóbakssölu.
Vinsældir nikótínpúða hafa líklega haft áhrif á neftóbakssölu. Vísir/Getty

Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra, að því er fram kemur í svari ÁTVR við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið. 

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, telur innkomu nikótínpúða á íslenskan markað geta útskýrt þennan samdrátt.

Tóbakslausir nikótínpúðar hafa notið mikilla vinsælda eftir að þeir fóru í sölu hér á landi á síðasta ári. Eru þeir mun ódýrari en íslenska neftóbakið sem hefur hækkað um nokkur hundruð prósent í verði síðasta áratug og hafa verið áberandi á ýmsum sölustöðum.

Að sögn Sigrúnar varð áberandi minnkun í sölu neftóbaksins þegar púðarnir urðu fáanlegir hér á landi, en þar sem þeir falla ekki undir reglugerð um bann við sölu á munntóbaki og fínkornóttu neftóbaki er heimilt að selja þá í verslunum.

Þá er haft eftir Sigrúnu að ein skýring á minni sölu gæti verið hrun í farþegaflugi milli landa vegna kórónuveirufaraldursins þar sem sala fór einnig fram í Fríhöfninni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,5
2
359
MAREL
1,72
43
880.689
ORIGO
1,18
7
175.398
HAGA
0,93
14
268.846
ARION
0,8
26
736.369

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-0,95
4
33.525
KVIKA
-0,92
25
320.352
EIM
-0,67
3
15.351
ICEAIR
-0,61
81
102.831
REITIR
-0,57
11
151.147
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.