Danir missa sjö úr og Ísland gæti misst fjóra Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2020 08:15 Pierre-Emile Højbjerg var með Dönum gegn Íslendingum á Laugardalsvelli í október en verður ekki með á sunnudaginn, og ólíklegt verður að teljast að Gylfi Þór Sigurðsson verði með. vísir/vilhelm Alexander Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, er á meðal níu leikmanna sem kallaðir hafa verið inn í danska landsliðshópinn í fótbolta fyrir komandi leiki við Svíþjóð, Ísland og Belgíu. Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana, þarf að spjara sig án sjö leikmanna sem spila með breskum liðum. Ástæðan er sóttvarnareglur sem tóku gildi í Bretlandi um helgina sem skylda alla sem koma frá Danmörku til að fara í sóttkví, eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar greindist í dönskum minkum. Gylfi og Jóhann heim eftir Ungverjaleik? Danmörk og Ísland mætast í Kaupmannahöfn í Þjóðadeildinni næsta sunnudag. Ljóst er að afar ólíklegt er að þeir Íslendingar sem spila með enskum liðum verði með þar. Það eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson. Allir eru þeir í hópnum sem mætir Ungverjalandi í Búdapest á fimmtudaginn. Ísland mætir svo Danmörku og ætti svo að mæta Englandi á Wembley 18. nóvember, en hugsanlega þarf að færa þann leik á hlutlausan völl vegna nýju sóttvarnareglanna í Bretlandi. FIFA gaf félagsliðum tímabundið leyfi í haust til að hafna því að leikmenn þeirra fari í landsliðsverkefni hafi það í för með sér að þeir verði að fara í fimm daga sóttkví við komu til landsins sem spilað er í, eða við heimkomu. Við komu til Englands frá Danmörku þarf að fara í 14 daga sóttkví. Schmeichel, Christensen og Højbjerg ekki með Dönsku leikmennirnir sem skipt hefur verið út eru þeir Kasper Schmeichel úr Leicester, Jonas Lössl úr Everton, Andreas Christensen úr Chelsea, Jannik Vestergaard úr Southampton, Henrik Dalsgaard úr Brentford, Mathias Jensen úr Brentford, og Pierre-Emile Højbjerg úr Tottenham. Hjulmand hefur kallað inn níu leikmenn í sinn hóp og þar á meðal er eins og fyrr segir Alexander Scholz, sem gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik. Scholz leikur í dag með dönsku meisturunum í Midtjylland en þessi 28 ára miðvörður lék með Stjörnunni árið 2012. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Alexander Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, er á meðal níu leikmanna sem kallaðir hafa verið inn í danska landsliðshópinn í fótbolta fyrir komandi leiki við Svíþjóð, Ísland og Belgíu. Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana, þarf að spjara sig án sjö leikmanna sem spila með breskum liðum. Ástæðan er sóttvarnareglur sem tóku gildi í Bretlandi um helgina sem skylda alla sem koma frá Danmörku til að fara í sóttkví, eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar greindist í dönskum minkum. Gylfi og Jóhann heim eftir Ungverjaleik? Danmörk og Ísland mætast í Kaupmannahöfn í Þjóðadeildinni næsta sunnudag. Ljóst er að afar ólíklegt er að þeir Íslendingar sem spila með enskum liðum verði með þar. Það eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson. Allir eru þeir í hópnum sem mætir Ungverjalandi í Búdapest á fimmtudaginn. Ísland mætir svo Danmörku og ætti svo að mæta Englandi á Wembley 18. nóvember, en hugsanlega þarf að færa þann leik á hlutlausan völl vegna nýju sóttvarnareglanna í Bretlandi. FIFA gaf félagsliðum tímabundið leyfi í haust til að hafna því að leikmenn þeirra fari í landsliðsverkefni hafi það í för með sér að þeir verði að fara í fimm daga sóttkví við komu til landsins sem spilað er í, eða við heimkomu. Við komu til Englands frá Danmörku þarf að fara í 14 daga sóttkví. Schmeichel, Christensen og Højbjerg ekki með Dönsku leikmennirnir sem skipt hefur verið út eru þeir Kasper Schmeichel úr Leicester, Jonas Lössl úr Everton, Andreas Christensen úr Chelsea, Jannik Vestergaard úr Southampton, Henrik Dalsgaard úr Brentford, Mathias Jensen úr Brentford, og Pierre-Emile Højbjerg úr Tottenham. Hjulmand hefur kallað inn níu leikmenn í sinn hóp og þar á meðal er eins og fyrr segir Alexander Scholz, sem gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik. Scholz leikur í dag með dönsku meisturunum í Midtjylland en þessi 28 ára miðvörður lék með Stjörnunni árið 2012.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira