Fótbolti

Fun­heitur eftir að hann kom frá E­ver­ton og Suarez marka­hæstur á Spáni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Suarez fagnar í kvöld. Hann hefur verið heitur í spænska boltanum það sem af er ári.
Suarez fagnar í kvöld. Hann hefur verið heitur í spænska boltanum það sem af er ári. ose Breton/Pics Action/NurPhoto/Getty Images

Moise Kean hefur verið sjóðandi heitur eftir komuna til PSG og hann skoraði eitt marka liðsins í 3-0 sigrinum á Rennes í franska boltanum í kvöld.

Það gekk ekkert hjá Moise hjá Gylfa Sigurðssyni og félögum í Everton en hann hefur raðað inn mörkum eftir komuna til PSG. Hann kom PSG yfir á 11. mínútu og tíu mínútum síðar tvöfaldaði Angel Di Maria forystuna.

Di Maria bætti við þriðja markinu á 73. mínútu og PSG er á toppi deildarinnar með 24 stig, fimm stigum meira en Lille, sem á þó leik til góða. Rennes er í 3. sætinu með átján stig.

Atletico Madrid vann 4-0 sigur á Cadiz í spanska boltanum. Joao Felix kom Atletico yfir á áttundu mínútu og stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði Marcos Llorente forystuna.

Luis Suarez var svo á skotskónum í síðari hálfleik er hann innsiglaði sigur Atletico á 51. mínútu eftir undirbúning Joao Felix og í uppbóartímanum bætti Joao við fjórða markinu.

Lokatölur 4-0 en Atletico er í 2. sætinu með sautján stig, jafn mörg stig og Sociedad, sem er á toppnum. Cadiz er í 6. sætinu með fjórtán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×