Fótbolti

Byrjaði á bekknum en svaraði með stæl: Sjáðu mörkin og snilldar „stoð­sendingu“ Messi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi byrjaði á bekknum í dag. Hér glottir hann við tönn.
Messi byrjaði á bekknum í dag. Hér glottir hann við tönn. Eric Alonso/Getty Images

Lionel Messi byrjaði á bekknum hjá Barcelona í dag en var skipt inn á í hálfleik er Barcelona mætti Real Betis í dag.

Það kom mörgum á óvart sem kíktu á byrjunarlið Börsunga í dag er þeir sáu argentínska snillinginn á bekknum.

Staðan var 1-1 í hálfleik þegar hann var kallaður á vettvang og hann átti þátt í öðru markinu sem Antoine Griezmann skoraði.

Hann skoraði svo þriðja markið úr vítaspyrnu og fjórða markið úr opnum leik. Öll mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×