Stofnuðu félag til að berjast gegn einelti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2020 16:09 Krakkarnir sem stofnuðu Einelti er ógeðslegt (frá aftari röð frá vinstri): Vilhjálmur Árni, Hilmar Ingi, Eydís Anna, Sara Fanný og Óðinn Kári. Aðsend Nemendur í sjöunda bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi hafa stofnað félagið Einelti er ógeðslegt og ætla þau að senda frá sér fræðslumyndbönd sem fjalla um einelti og vináttu. Þá ætla þau að hittast rafrænt, fara í leiki og spjalla. Fimm nemendur standa að verkefninu og er markmið þeirra, samkvæmt tilkynningu sem þau sendu frá sér, að fræðast um einelti með það að leiðarljósi að útrýma því, hjálpa þeim sem líður illa og skemmta sér saman. Fyrsti hittingur krakkanna verður á morgun, sunnudag, og verður hittingurinn haldinn í gegn um Google Meet frá tólf á hádegi til eitt. Hægt er að nálgast hittinginn hér. „Markmiðið er að hafa stað fyrir krakka sem kannski líður ekki vel eða vilja bara fá félagsskap og koma saman. Hugsunin var að hafa klúbbinn og leyfa krökkum að koma og vera með leiki en þau ætla að gera þetta rafrænt,“ segir Birta Rún Jóhannsdóttir umsjónarkennari krakkanna. Hún segir þetta sérstaklega mikilvægt nú á tímum Covid þegar krakkar eru mikið heima og félagsleg einangrun er farin að kræla á sér. Tilgangurinn að hjálpa eins mörgum krökkum og hægt er Krakkarnir sem stofnuðu félagið, þau Hilmar Ingi Bernharðsson, Óðinn Kári Stefánsson, Eydís Anna Ingimarsdóttir, Sara Fanný Ingimarsdóttir og Vilhjálmur Árni Sigurðsson segjast vonast til að sem flestir krakkar gangi í félagið. Allir séu velkomnir, sama úr hvaða skóla þau komi. Krakkarnir segjast vona að sem flestir mæti á hittinginn sem haldinn verður í gegn um fjarfundabúnað á hádegi á morgun.Aðsend „Það er hugmynd sem ég fékk þegar ég sat heima hjá mér og hefði ekki getað þetta án vina minna,“ segir Hilmar Ingi. Þau segjast mjög spennt fyrir fyrsta hittingnum, sem verður á morgun eins og áður segir, og vonast til að margir komi á hann. Tilgangurinn sé að hjálpa eins mörgum krökkum og hægt er og reyna að „láta þau gleyma þessum leiðindum sem þau lentu í.“ Þegar blaðamaður hringdi í hópinn voru þeir Hilmar, Vilhjálmur og Óðinn saman í símanum en stelpurnar gátu ekki stokkið til með svo stuttum fyrirvara sögðu þeir. „Ég skil vel hvernig þeim líður“ Vilhjálmur, Hilmar og Óðinn segja ekki mikið um einelti í sínum skóla en nokkuð sé samt um stríðni. „Það er ekkert afar mikið um einelti í okkar skóla en það er mikið um stríðni, stríðni inn á við. Það var mjög mikið,“ segir Vilhjálmur. Strákarnir segjast allir þrír hafa lent í einelti á skólagöngu sinni en þeim dögum sé nú lokið. „Ekki jafn slæmt [einelti] og margir aðrir hafa lent í en ég skil mjög vel hvernig þeim líður,“ segir Hilmar. Birta fræðslumyndbönd sem þau gera sjálf Krakkarnir eru byrjaðir að birta fræðslumyndbönd um einelti á YouTube-rás sem þau stofnuðu fyrir félagið. Þau taka myndböndin sjálf upp, þó þeim hafi boðist hjálp frá foreldrum. Þau geti gert þetta hjálparlaust. „Við erum að taka þau upp, Óðinn er að hjálpa okkur og við erum sjálf að leika í þeim,“ segir Hilmar. „Við byrjuðum fyrir svona tveimur, þremur dögum á YouTube, þannig að þau eru ekki afar mörg en þau eru nokkur,“ segir Óðinn. Þau eru búin að undirbúa hittinginn á morgun, leiki og fjör. „Eydís og Sara eru komnar með nokkra leiki sem hægt er að leika í gegn um tölvu, þær eru hinir félagarnir okkar. Við hefðum ekki getað þetta án þeirra,“ segir Óðinn. Þeir segjast vonast til þess að geta kynnst fleiri krökkum úr öðrum skólum. „Ég held að við komumst alveg langt,“ segir Óðinn. „Við ætluðum að reyna að byrja með klúbbinn í okkar skóla og svo reyna að ná til annarra skóla. Með YouTube-rásinni og Google Meets erum við að reyna að ná til annarra skóla. „Allavega einn“ skrái sig í félagið Þegar þarna var komið sögu bættust stelpurnar, þær Eydís og Sara, í hópinn. Vilhjálmur kallaði í símann: „Bíddu! Stelpurnar eru komnar, viltu ekki spyrja þær einhverra spurninga?“ Blaðamaður sló ekki hendinni við því tækifæri og stelpurnar sögðu frá hvaða leiki verði farið í á morgun. „Við ætluðum fyrst að tala saman og síðan ætlum við að fara í nafnaleik og síðan bara kannski Frúna í Hamborg,,“ segir Eydís. „Og fullt af leikjum sem er hægt að fara í í gegn um tölvu,“ skýtur Hilmar inn í. Hvað haldi þið að margir krakkar vilji taka þátt í félaginu? „Við erum ekki viss en ég held að það muni alveg vera nokkuð margir,“ segir Eydís. „Allavega einn!“ kallar Sara. „Ég held að það verði fjórir af því að kennararnir okkar ætla að mæta. En ég vona að það verði margir,“ segir Vilhjálmur. Þau vonast samt til að sem flestir krakkar gangi í félagið. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Kópavogur Krakkar Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Nemendur í sjöunda bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi hafa stofnað félagið Einelti er ógeðslegt og ætla þau að senda frá sér fræðslumyndbönd sem fjalla um einelti og vináttu. Þá ætla þau að hittast rafrænt, fara í leiki og spjalla. Fimm nemendur standa að verkefninu og er markmið þeirra, samkvæmt tilkynningu sem þau sendu frá sér, að fræðast um einelti með það að leiðarljósi að útrýma því, hjálpa þeim sem líður illa og skemmta sér saman. Fyrsti hittingur krakkanna verður á morgun, sunnudag, og verður hittingurinn haldinn í gegn um Google Meet frá tólf á hádegi til eitt. Hægt er að nálgast hittinginn hér. „Markmiðið er að hafa stað fyrir krakka sem kannski líður ekki vel eða vilja bara fá félagsskap og koma saman. Hugsunin var að hafa klúbbinn og leyfa krökkum að koma og vera með leiki en þau ætla að gera þetta rafrænt,“ segir Birta Rún Jóhannsdóttir umsjónarkennari krakkanna. Hún segir þetta sérstaklega mikilvægt nú á tímum Covid þegar krakkar eru mikið heima og félagsleg einangrun er farin að kræla á sér. Tilgangurinn að hjálpa eins mörgum krökkum og hægt er Krakkarnir sem stofnuðu félagið, þau Hilmar Ingi Bernharðsson, Óðinn Kári Stefánsson, Eydís Anna Ingimarsdóttir, Sara Fanný Ingimarsdóttir og Vilhjálmur Árni Sigurðsson segjast vonast til að sem flestir krakkar gangi í félagið. Allir séu velkomnir, sama úr hvaða skóla þau komi. Krakkarnir segjast vona að sem flestir mæti á hittinginn sem haldinn verður í gegn um fjarfundabúnað á hádegi á morgun.Aðsend „Það er hugmynd sem ég fékk þegar ég sat heima hjá mér og hefði ekki getað þetta án vina minna,“ segir Hilmar Ingi. Þau segjast mjög spennt fyrir fyrsta hittingnum, sem verður á morgun eins og áður segir, og vonast til að margir komi á hann. Tilgangurinn sé að hjálpa eins mörgum krökkum og hægt er og reyna að „láta þau gleyma þessum leiðindum sem þau lentu í.“ Þegar blaðamaður hringdi í hópinn voru þeir Hilmar, Vilhjálmur og Óðinn saman í símanum en stelpurnar gátu ekki stokkið til með svo stuttum fyrirvara sögðu þeir. „Ég skil vel hvernig þeim líður“ Vilhjálmur, Hilmar og Óðinn segja ekki mikið um einelti í sínum skóla en nokkuð sé samt um stríðni. „Það er ekkert afar mikið um einelti í okkar skóla en það er mikið um stríðni, stríðni inn á við. Það var mjög mikið,“ segir Vilhjálmur. Strákarnir segjast allir þrír hafa lent í einelti á skólagöngu sinni en þeim dögum sé nú lokið. „Ekki jafn slæmt [einelti] og margir aðrir hafa lent í en ég skil mjög vel hvernig þeim líður,“ segir Hilmar. Birta fræðslumyndbönd sem þau gera sjálf Krakkarnir eru byrjaðir að birta fræðslumyndbönd um einelti á YouTube-rás sem þau stofnuðu fyrir félagið. Þau taka myndböndin sjálf upp, þó þeim hafi boðist hjálp frá foreldrum. Þau geti gert þetta hjálparlaust. „Við erum að taka þau upp, Óðinn er að hjálpa okkur og við erum sjálf að leika í þeim,“ segir Hilmar. „Við byrjuðum fyrir svona tveimur, þremur dögum á YouTube, þannig að þau eru ekki afar mörg en þau eru nokkur,“ segir Óðinn. Þau eru búin að undirbúa hittinginn á morgun, leiki og fjör. „Eydís og Sara eru komnar með nokkra leiki sem hægt er að leika í gegn um tölvu, þær eru hinir félagarnir okkar. Við hefðum ekki getað þetta án þeirra,“ segir Óðinn. Þeir segjast vonast til þess að geta kynnst fleiri krökkum úr öðrum skólum. „Ég held að við komumst alveg langt,“ segir Óðinn. „Við ætluðum að reyna að byrja með klúbbinn í okkar skóla og svo reyna að ná til annarra skóla. Með YouTube-rásinni og Google Meets erum við að reyna að ná til annarra skóla. „Allavega einn“ skrái sig í félagið Þegar þarna var komið sögu bættust stelpurnar, þær Eydís og Sara, í hópinn. Vilhjálmur kallaði í símann: „Bíddu! Stelpurnar eru komnar, viltu ekki spyrja þær einhverra spurninga?“ Blaðamaður sló ekki hendinni við því tækifæri og stelpurnar sögðu frá hvaða leiki verði farið í á morgun. „Við ætluðum fyrst að tala saman og síðan ætlum við að fara í nafnaleik og síðan bara kannski Frúna í Hamborg,,“ segir Eydís. „Og fullt af leikjum sem er hægt að fara í í gegn um tölvu,“ skýtur Hilmar inn í. Hvað haldi þið að margir krakkar vilji taka þátt í félaginu? „Við erum ekki viss en ég held að það muni alveg vera nokkuð margir,“ segir Eydís. „Allavega einn!“ kallar Sara. „Ég held að það verði fjórir af því að kennararnir okkar ætla að mæta. En ég vona að það verði margir,“ segir Vilhjálmur. Þau vonast samt til að sem flestir krakkar gangi í félagið.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Kópavogur Krakkar Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira