Fótbolti

Piqu­e sagði breytingarnar nauð­syn­legar því ástandið hafi versnað með hverju árinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pique messar yfir Frenkie De Jong.
Pique messar yfir Frenkie De Jong. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images

Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, segir að breytingarnar á stjórn Barcelona hafi verið nauðsynlegar en forsetinn sem og stjórn félagsins sagði af sér á dögunum.

Síðustu mánuðir í Barcelona hafa verð afar viðburðaríkir en mikið fjaðrafok hefur verið bæði í kringum stjórn félagsins sem og stórstjörnuna Lionel Messi.

Spyr maður varnarmanninn Gerard Pique segir hann að mikilvægt hafi verið að skipta um stjórn og vegferð því árangur liðsins hafi orðið verri með hverju árinu.

„Félagið er eins og það er. Það er í gangi vinna með mörgum breytingum og mér finnst breytingarnar hafa verið nauðsynlegar,“ sagði Pique og hélt áfram.

„Við neyddumst til að breyta hlutunum. Það var klárt að við vorum á niðurleið og vorum aðeins hverri með hverju árinu. Í Barcelona verður maður alltaf að vinna.“

„Nú er það forsetakosningar og það kemur ný stjórn svo við sjáum vonandi einhverjar breytingar á næstu mánuðum,“ sagði Pique í samtali við Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×