Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Forskot Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Pennsylvaníu heldur áfram að minnka eftir því sem lokaatkvæðin eru talin. Það sama gerist í Georgíu en í Arizona hallar undan fæti hjá Joe Biden. Fjallað verður áfram um kosningarnar í Bandaríkjunum, eða öllu heldur kosningaúrslitin sem allir bíða eftir, í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verður rætt við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við manninn.

Þá hyggst Matvælastofnun hefja skimun á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku, þar sem fyrirskipað hefur verið um aflífun allra minka landsins.

Rætt verður að auki við verkefnastjóra Hjálpasíma Rauða krossins sem segir börn allt niður í tólf ára fá sjálfsvígshugsanir eftir að nektarmynd af þeim fer í dreifingu á netinu. Mörg hafi samband við 1717.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×