Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2020 14:00 Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og minkabóndi að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Skagafjörður/AP Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda telur viðbrögð danskra stjórnvalda vegna kórónuveirusmita í minkum þar í landi yfirdrifin og að nær hefði verið að beina frekar sjónum að þeim búum þar sem smit höfðu raunverulega komið upp. Hann segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. Kom flatt upp á íslenska loðdýrabændur Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og bóndi að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann segir fréttirnar frá Danmörku hafa komið svakalega flatt upp á loðdýrabændur hér heima. „Þetta kemur svakalega á óvart að þeir skuli fara í svona miklar aðgerðir þó að það hafi komið upp Covid í svolitlum hluta minkabúanna í Danmörku. Það eru rúmlega 1.100 minkabú í landinu og smit hafa komið upp í um tvö hundruð þeirra. Að þeir skuli fara í þær aðgerðir að drepa niður á öllum búunum það finnst mér mjög langt gengið. Ég held að það hefði verið skynsamlegri leið að taka eingöngu þau bú sem voru smituð og reyna að bjarga atvinnugreininni. Svo er ljóst að það voru fjöldi búa þar sem minkarnir voru búnir að mynda mótefni. Þeir gera það á mjög skömmum tíma,“ segir Einar. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Erfitt að meta stöðuna fyrir íslenska loðdýrarækt Aðspurður um hvaða áhrif svona hefur á minkaræktina á Íslandi segir Einar að það sé mjög erfitt að meta stöðuna. Hægt sé að draga upp margar sviðsmyndir, þar sem ein sé sú að þetta geti verið upphafið að endalokum minkaræktar í Evrópu. Önnur sé að þetta muni hafa þau áhrif að skinnaverðið muni hækka til muna sem gæti þá tryggt reksturinn á þeim minkabúum í álfunni sem eftir séu, þar á meðal á Íslandi. Hann segir erfitt að meta hvort að Dönunum takist að snúa aftur eftir svona. Innviðirnir – hús, búr, tæki til ræktunar – séu þó sannarlega til staðar í Danmörku enda hafi verið búið að fjárfesta fyrir miklar fjárhæðir. Umfangið yrði þó framvegis alltaf minna en verið hefur. Níu minkabú á Íslandi Einar segir að á Íslandi séu nú níu minkabú og að samtals sé verið að framleiða um 60 þúsund skinn á ári. Hann segir ekkert kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum – hvorki í dýrum né í fólki sem búunum tengist á nokkurn hátt. Náið sé fylgst með umræðunni í Danmörku og lærdómur dreginn af því sem þar hefur gerst. „Það liggur þó fyrir að minkarnir eru mjög viðkvæmir fyrir Covid-smiti. Þeir smitast mjög auðveldlega, en það gera hundar og kettir líka,“ segir Einar. Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda telur viðbrögð danskra stjórnvalda vegna kórónuveirusmita í minkum þar í landi yfirdrifin og að nær hefði verið að beina frekar sjónum að þeim búum þar sem smit höfðu raunverulega komið upp. Hann segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. Kom flatt upp á íslenska loðdýrabændur Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og bóndi að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann segir fréttirnar frá Danmörku hafa komið svakalega flatt upp á loðdýrabændur hér heima. „Þetta kemur svakalega á óvart að þeir skuli fara í svona miklar aðgerðir þó að það hafi komið upp Covid í svolitlum hluta minkabúanna í Danmörku. Það eru rúmlega 1.100 minkabú í landinu og smit hafa komið upp í um tvö hundruð þeirra. Að þeir skuli fara í þær aðgerðir að drepa niður á öllum búunum það finnst mér mjög langt gengið. Ég held að það hefði verið skynsamlegri leið að taka eingöngu þau bú sem voru smituð og reyna að bjarga atvinnugreininni. Svo er ljóst að það voru fjöldi búa þar sem minkarnir voru búnir að mynda mótefni. Þeir gera það á mjög skömmum tíma,“ segir Einar. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Erfitt að meta stöðuna fyrir íslenska loðdýrarækt Aðspurður um hvaða áhrif svona hefur á minkaræktina á Íslandi segir Einar að það sé mjög erfitt að meta stöðuna. Hægt sé að draga upp margar sviðsmyndir, þar sem ein sé sú að þetta geti verið upphafið að endalokum minkaræktar í Evrópu. Önnur sé að þetta muni hafa þau áhrif að skinnaverðið muni hækka til muna sem gæti þá tryggt reksturinn á þeim minkabúum í álfunni sem eftir séu, þar á meðal á Íslandi. Hann segir erfitt að meta hvort að Dönunum takist að snúa aftur eftir svona. Innviðirnir – hús, búr, tæki til ræktunar – séu þó sannarlega til staðar í Danmörku enda hafi verið búið að fjárfesta fyrir miklar fjárhæðir. Umfangið yrði þó framvegis alltaf minna en verið hefur. Níu minkabú á Íslandi Einar segir að á Íslandi séu nú níu minkabú og að samtals sé verið að framleiða um 60 þúsund skinn á ári. Hann segir ekkert kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum – hvorki í dýrum né í fólki sem búunum tengist á nokkurn hátt. Náið sé fylgst með umræðunni í Danmörku og lærdómur dreginn af því sem þar hefur gerst. „Það liggur þó fyrir að minkarnir eru mjög viðkvæmir fyrir Covid-smiti. Þeir smitast mjög auðveldlega, en það gera hundar og kettir líka,“ segir Einar.
Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent