Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 11:38 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann byrjaði fundinn á því að fara yfir stöðuna almennt. Hann minnti meðal annars á að Landspítalinn væri enn á neyðarstigi og að þar væri því enn mikið álag. 25 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þá liggja enn 71 á sjúkrahúsi samkvæmt upplýsingum á covid.is. Þar af eru fjórir á gjörgæslu. Víðir sagði að komið vær að ákveðinni ögurstundu í þessari bylgju faraldursins og í því ljósi væri fólk hvatt til þess að vera heima um helgina. „Um síðustu helgi sendum við ábendingu frá okkur þar sem rjúpnaveiðimenn voru beðnir um að vera heima og fresta veiðum á meðan við gengum í gegnum erfiðasta hjallann. Þær ábendingar fóru frekar seint frá okkur og Skotvís fékk ekki tækifæri til að bregðast við því,“ sagði Víðir. Fundað hafi verið með fulltrúm Skotvís í gær þar sem borðið var hreinsað og farið yfir hlutina, eins og hann orðaði það. „Félagið hefur kynnt sóttvarnir til skotveiðimanna sem eru góðar. Við vitum að rjúpnaveiði er auðvitað holl og góð hreyfing og það er lítil smithætta í veiðinni sem slíkri en við erum að hafa áhyggjur af ferðalögum á milli landshluta og almennt ferðalögum í ljósi álagsins á heilbrigðiskerfinu og þess vegna mælumst við eindregið til þess um helgina að allir ferðist innanhúss, ekki bara rjúpnaveiðimenn, taki því mjög rólega,“ sagði Víðir. Þetta er ekki í fyrsta skipti í faraldrinum sem þjóðin er hvött til þess að ferðast innanhúss. Það sama gerðu yfirvöld fyrir páskana í apríl og af því tilefni var gefið út samnefnt lag og myndband sem sjá má hér fyrir neðan. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á fundinum í dag að það væri ánægjulegt að af þeim 25 sem greindust með veiruna í gær hafi einungis fimm verið utan sóttkvíar. Þá hefði verið tekið töluvert af sýnum í gær og hlutfall jákvæðra sýna færi lækkandi. Það væru því góð teikn á lofti um að faraldurinn væri á niðurleið en hins vegar mætti lítið út af bregða til þess að aftur kæmi upp hópsýking. Þórólfur skoraði á alla til þess að fara eftir leiðbeiningum og þeim reglum sem í gildi eru. „Þannig að í sameiningu munum við sveigja þessa kúrvu niður,“ sagði Þórólfur og bætti við að ef vel gangi næstu eina og hálfu vikuna verði vonandi hægt að slaka á hörðum samkomutakmörkunum þann 18. nóvember en núverandi reglur gilda til 17. nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann byrjaði fundinn á því að fara yfir stöðuna almennt. Hann minnti meðal annars á að Landspítalinn væri enn á neyðarstigi og að þar væri því enn mikið álag. 25 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þá liggja enn 71 á sjúkrahúsi samkvæmt upplýsingum á covid.is. Þar af eru fjórir á gjörgæslu. Víðir sagði að komið vær að ákveðinni ögurstundu í þessari bylgju faraldursins og í því ljósi væri fólk hvatt til þess að vera heima um helgina. „Um síðustu helgi sendum við ábendingu frá okkur þar sem rjúpnaveiðimenn voru beðnir um að vera heima og fresta veiðum á meðan við gengum í gegnum erfiðasta hjallann. Þær ábendingar fóru frekar seint frá okkur og Skotvís fékk ekki tækifæri til að bregðast við því,“ sagði Víðir. Fundað hafi verið með fulltrúm Skotvís í gær þar sem borðið var hreinsað og farið yfir hlutina, eins og hann orðaði það. „Félagið hefur kynnt sóttvarnir til skotveiðimanna sem eru góðar. Við vitum að rjúpnaveiði er auðvitað holl og góð hreyfing og það er lítil smithætta í veiðinni sem slíkri en við erum að hafa áhyggjur af ferðalögum á milli landshluta og almennt ferðalögum í ljósi álagsins á heilbrigðiskerfinu og þess vegna mælumst við eindregið til þess um helgina að allir ferðist innanhúss, ekki bara rjúpnaveiðimenn, taki því mjög rólega,“ sagði Víðir. Þetta er ekki í fyrsta skipti í faraldrinum sem þjóðin er hvött til þess að ferðast innanhúss. Það sama gerðu yfirvöld fyrir páskana í apríl og af því tilefni var gefið út samnefnt lag og myndband sem sjá má hér fyrir neðan. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á fundinum í dag að það væri ánægjulegt að af þeim 25 sem greindust með veiruna í gær hafi einungis fimm verið utan sóttkvíar. Þá hefði verið tekið töluvert af sýnum í gær og hlutfall jákvæðra sýna færi lækkandi. Það væru því góð teikn á lofti um að faraldurinn væri á niðurleið en hins vegar mætti lítið út af bregða til þess að aftur kæmi upp hópsýking. Þórólfur skoraði á alla til þess að fara eftir leiðbeiningum og þeim reglum sem í gildi eru. „Þannig að í sameiningu munum við sveigja þessa kúrvu niður,“ sagði Þórólfur og bætti við að ef vel gangi næstu eina og hálfu vikuna verði vonandi hægt að slaka á hörðum samkomutakmörkunum þann 18. nóvember en núverandi reglur gilda til 17. nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira