Lífið

Venjulegt allsbert íslenskt fólk í umtalaðri auglýsingu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Auglýsingin hefur vakið mikla athygli eftir að hún var frumsýnd í kvöld.
Auglýsingin hefur vakið mikla athygli eftir að hún var frumsýnd í kvöld.

Óhætt er að segja að auglýsing sem Brandenburg gerði fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova og var frumsýnd í kvöld hafi vakið mikla athygli. Þar má sjá venjulega Íslendinga, ef svo mætti kalla, á Adams- og Evuklæðum einum saman. Enginn filter, enginn glamúr.

Í skýringu með auglýsingunni, sem ætlað er að hvetja fólk til að nota úr með appi og hvíla símann, segir að fyrirtækið vilji vekja athygli á mikilvægi geðræktar og hvernig sé hægt að bæta andlega líðan.

„Við þurfum að tala aðeins um líkamsvirðingu. Við erum allavega, allskonar og af öllum mögulegum stærðum og gerðum. Hér er nýja auglýsingin okkar í allri sinni dýrð. Ekkert að fela. Ekkert til að skammast sín fyrir. Allir úr.“

Umræða hefur skapast um auglýsinguna á samfélagsmiðlum. Helgi Seljan slær meðal annars á létta strengi við færslu Braga Valdimars, kollega á RÚV og starfsmanns Brandenburg, og segir um að ræða tónlistarmyndband við lagið Það bera sig allir vel með Helga Björns.

Ragnheiður Júlíusdóttir, landsliðskona í handbolta, sá auglýsinguna á RÚV í kvöld fyrir landsleik Íslands og Litháen í handbolta karla.

Fleiri tjáðu sig um auglýsinguna


Fleiri fréttir

Sjá meira


×