Innlent

Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Mynd frá umfangsmiklum lögregluaðgerðum vegna árásanna í Vín í kvöld.
Mynd frá umfangsmiklum lögregluaðgerðum vegna árásanna í Vín í kvöld. EPA/CHRISTIAN BRUNA

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. Íslendingar í Vín eru hvattir til að nýta samfélagsmiðla til að láta vita af sér eða hafa samband við aðstandendur ef þeir eru öruggir.

Þá eru þeir sem þurfa aðstoð hvattir til að hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónustunnar. „Virðið lokanir og tilmæli yfirvalda og fylgist með staðbundnum fjölmiðlum,“ segir í færslu á Facebook-síðu utanríkisráðuneytisins.

Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. Íslendingar í borginni segja aðgerðir lögreglu greinilegar á svæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×