Forstjóri SAk á von á fleiri innlögnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 16:16 Forstjórinn segir tölfræðina gefa til kynna að fleiri þurfi að leggjast inn á sjúkrahúsið á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum. Nú eru 95 í einangrun vegna kórónuveirusýkingar á Norðurlandi eystra og 574 eru í sóttkví. Ástandið hefur versnað mjög á síðustu tveimur vikum eða svo. Bjarni Smári Jónasson er forstjóri Sjúkrahússins á AkureyriSjúkrahúsið á Akureyri Bjarni Smári Jónasson er forstjóri sjúkrahússins á Akureyri. „Eins og staðan er núna þá liggja hjá okkur fjórir einstaklingar og þeir eru á almennri deild og enginn er á gjörgæslu. Þeim heilsast eftir atvikum.“ Hann segir að tölfræðin sýni að fleiri muni þurfi á innlögn að halda á næstu dögum eða vikum. „Hún segir okkur að við getum átt von á að fleiri komi til með að þurfa að leggjast inn hjá okkur á næstu dögum en hvað verður, verður tíminn að leiða í ljós.“ Bjarni var spurður hvað spítalinn getur tekið á móti mörgum Covid-19 sjúklingum. „Við getum tekið við allt upp í 24-34 einstaklinga eftir því hversu umfangið verður mikið en með góðu móti getum við sinnt á bilinu átta til fimmtán einstaklingum en ef þarf að leggja fleiri sjúklinga inn þá kallar það á meiri aðgerðir en það er hægt.“ Bjarni biðlar til bæjarbúa að huga vel að persónulegum sóttvörnum og fara að sóttvarnareglum. „Þannig tryggjum við best að við komumst í gegnum þetta tímabil eins áfallalítið og unnt er.“ Akureyri Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Akureyringar boða einnig skipulagsdag Skipulagsdagur verður í leik- og grunnskólum á Akureyri sem og í tónlistarskólum og frístundastarfi á morgun. 1. nóvember 2020 17:29 Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 30. október 2020 12:07 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum. Nú eru 95 í einangrun vegna kórónuveirusýkingar á Norðurlandi eystra og 574 eru í sóttkví. Ástandið hefur versnað mjög á síðustu tveimur vikum eða svo. Bjarni Smári Jónasson er forstjóri Sjúkrahússins á AkureyriSjúkrahúsið á Akureyri Bjarni Smári Jónasson er forstjóri sjúkrahússins á Akureyri. „Eins og staðan er núna þá liggja hjá okkur fjórir einstaklingar og þeir eru á almennri deild og enginn er á gjörgæslu. Þeim heilsast eftir atvikum.“ Hann segir að tölfræðin sýni að fleiri muni þurfi á innlögn að halda á næstu dögum eða vikum. „Hún segir okkur að við getum átt von á að fleiri komi til með að þurfa að leggjast inn hjá okkur á næstu dögum en hvað verður, verður tíminn að leiða í ljós.“ Bjarni var spurður hvað spítalinn getur tekið á móti mörgum Covid-19 sjúklingum. „Við getum tekið við allt upp í 24-34 einstaklinga eftir því hversu umfangið verður mikið en með góðu móti getum við sinnt á bilinu átta til fimmtán einstaklingum en ef þarf að leggja fleiri sjúklinga inn þá kallar það á meiri aðgerðir en það er hægt.“ Bjarni biðlar til bæjarbúa að huga vel að persónulegum sóttvörnum og fara að sóttvarnareglum. „Þannig tryggjum við best að við komumst í gegnum þetta tímabil eins áfallalítið og unnt er.“
Akureyri Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Akureyringar boða einnig skipulagsdag Skipulagsdagur verður í leik- og grunnskólum á Akureyri sem og í tónlistarskólum og frístundastarfi á morgun. 1. nóvember 2020 17:29 Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 30. október 2020 12:07 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Akureyringar boða einnig skipulagsdag Skipulagsdagur verður í leik- og grunnskólum á Akureyri sem og í tónlistarskólum og frístundastarfi á morgun. 1. nóvember 2020 17:29
Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 30. október 2020 12:07