Erlent

„Pylsukóngurinn“ myrtur með lásboga í gufubaði

Kjartan Kjartansson skrifar
Marúgov var myrtur með lásboga á heimili sínu. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Marúgov var myrtur með lásboga á heimili sínu. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Getty

Óþekktir menn brutust inn á heimili auðjöfurs í kjötvinnslu og skutu hann til bana með lásboga í gufubaði skammt frá Moskvu í nótt. Mennirnir eru sagðir hafa reynt að kúga fé út úr húsráðandanum sem var þekktur sem „Pylsukóngurinn“ í Rússlandi.

Rússneska rannsóknalögreglan hefur ekki greint frá nafni þess myrta en þarlendir fjölmiðlar halda því fram að það sé Vladímír Marúgov, eigandi Ozorskí-pylsna og Kjötveldisins, tveggja pylsuverksmiðja, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Árásarmennirnir eru sagðir hafa hneppt Marúgov og konu í gíslingu, bundið þau og krafið hann um fé. Konunni hafi tekist að flýja og gera lögreglu viðvart. Þegar lögreglumenn bar að garði var Marúgov látinn.

Lögreglan segist hafa fundið lásbogann sem var notaður til að myrða auðkýfinginn og flóttabíl morðingja hans í þorpi vestur af Moskvu þar sem margir vel stæðir Rússar eiga sveitasetur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×