Flokkarnir fá tæpa þrjá milljarða úr ríkissjóði til eigin reksturs Jakob Bjarnar skrifar 2. nóvember 2020 12:12 Þingmenn hafa ákveðið að framlög til flokka sinna verði á næsta ári 728 milljónir króna. visir/vilhelm Þeir stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi, átta talsins, fá 728 milljónir úr ríkissjóði til að reka sig og sitt batterí á næsta ári. Á þessu kjörtímabili er það fé sem rennur beint til flokkanna tæpir þrír milljaðrar. Þetta kemur fram í Kjarnanum. „Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári,“ segir þar. Samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi munu flokkarnir skipta með sér rúmum 728 milljónum króna á árinu 2021, síðasta ári kjörtímabilsins en næstu alþingiskosningar eru í september að ári. Meintar andlýðræðislegar gripdeildir „Það er sama upphæð og áætlað er að stjórnmálaflokkarnir fái úr ríkissjóði í ár. Árið 2018, sem var fyrsta heila ár kjörtímabilsins, fengu þeir 648 milljónir króna og árið 2019 hæsta framlag sitt frá upphafi, 744 milljónir króna.“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans bendir á að þingmenn rifi hvergi seglin þegar framlög til þeirra sjálfra er um að ræða. Gunnar Smári segir að þetta sé andlýðræðislegt, mismunun sem stuðli að því að halda kerfinu lokuðu. Gunnar Smári Egilsson félagi í Sósíalistaflokknum, sem samkvæmt síðustu skoðanakönnun MMR er líklegt til að koma að fólki á þing eftir næstu kosningar segir þá sem þar skammta sér sjálfir fé spari sig ekki hvergi. „Þessar gripdeildir úr ríkissjóði eru framdir í nafni lýðræðis en eru í raun andlýðræðislegar. Framlög úr ríkissjóði styrkja stöðu elítunnar sem nær völdum í hverjum flokki, hún er ekki lengur háð félagsgjöldum eða framlögum almennra félaga. Og þingflokkarnir mæta til kosninga með fullar kistur fjár, fjölda fólks á launum, þeim framboðum sem vilja fella elítustjórnmálin.“ Versnandi staða ríkissjóðs skiptir engu máli Að sögn Gunnars Smára, en þessa skoðun tjáir hann á Facebook, hafa flokkarnir að auki komið því svo fyrir að ríkið borgar formönnum flokka laun og skaffar þeim aðstoðarmenn fyrir utan það aðstoðarfólk sem þingflokkar ráða. „Hvernig þeir fundu það út að það væri almennings að borga formönnum í stjórnmálaflokkum laun, það er ofar mannlegum skilningi.“ Eins og fram kemur í ítarlegri frétt Kjarnans um þetta mál var það svo að sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. „Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða. Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þeir stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi, átta talsins, fá 728 milljónir úr ríkissjóði til að reka sig og sitt batterí á næsta ári. Á þessu kjörtímabili er það fé sem rennur beint til flokkanna tæpir þrír milljaðrar. Þetta kemur fram í Kjarnanum. „Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári,“ segir þar. Samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi munu flokkarnir skipta með sér rúmum 728 milljónum króna á árinu 2021, síðasta ári kjörtímabilsins en næstu alþingiskosningar eru í september að ári. Meintar andlýðræðislegar gripdeildir „Það er sama upphæð og áætlað er að stjórnmálaflokkarnir fái úr ríkissjóði í ár. Árið 2018, sem var fyrsta heila ár kjörtímabilsins, fengu þeir 648 milljónir króna og árið 2019 hæsta framlag sitt frá upphafi, 744 milljónir króna.“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans bendir á að þingmenn rifi hvergi seglin þegar framlög til þeirra sjálfra er um að ræða. Gunnar Smári segir að þetta sé andlýðræðislegt, mismunun sem stuðli að því að halda kerfinu lokuðu. Gunnar Smári Egilsson félagi í Sósíalistaflokknum, sem samkvæmt síðustu skoðanakönnun MMR er líklegt til að koma að fólki á þing eftir næstu kosningar segir þá sem þar skammta sér sjálfir fé spari sig ekki hvergi. „Þessar gripdeildir úr ríkissjóði eru framdir í nafni lýðræðis en eru í raun andlýðræðislegar. Framlög úr ríkissjóði styrkja stöðu elítunnar sem nær völdum í hverjum flokki, hún er ekki lengur háð félagsgjöldum eða framlögum almennra félaga. Og þingflokkarnir mæta til kosninga með fullar kistur fjár, fjölda fólks á launum, þeim framboðum sem vilja fella elítustjórnmálin.“ Versnandi staða ríkissjóðs skiptir engu máli Að sögn Gunnars Smára, en þessa skoðun tjáir hann á Facebook, hafa flokkarnir að auki komið því svo fyrir að ríkið borgar formönnum flokka laun og skaffar þeim aðstoðarmenn fyrir utan það aðstoðarfólk sem þingflokkar ráða. „Hvernig þeir fundu það út að það væri almennings að borga formönnum í stjórnmálaflokkum laun, það er ofar mannlegum skilningi.“ Eins og fram kemur í ítarlegri frétt Kjarnans um þetta mál var það svo að sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. „Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða. Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda