Steingrímur hættir í pólitík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2020 14:35 Steingrímur J. Sigfússon ætlar ekki að gefa kost á sér til að leiða framboð Vinstri grænna í alþingiskosningum á næsta ári. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna til margra ára forseti Alþingis, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári. Steingrímur greindi frá þessu á fundi kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá Vinstri grænum. „Steingrímur sagðist hætta sáttur og mjög stoltur af árangri hreyfingarinnar. Þá kvaðst hann vera bjartsýnn á framtíð VG í landsmálunum, hún hefði verið til góðs fyrir samfélagið og þannig yrði það áfram,“ segir í tilkynningunni sem sjá má í heild sinni hér að neðan: „Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fyrrverandi fjármálaráðherra og lengst af formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hyggst ekki gefa kost á sér til að leiða framboð VG í alþingiskosningunum á næsta ári. Þetta kom fram í máli Steingríms á fundi kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis nú rétt í þessu. Steingrímur sagðist hætta sáttur og mjög stoltur af árangri hreyfingarinnar. Þá kvaðst hann vera bjartsýnn á framtíð VG í landsmálunum, hún hefði verið til góðs fyrir samfélagið og þannig yrði það áfram. Katrín Jakobsdóttir klappaði fyrir Steingrími og sagðist miður að geta ekki heiðrað hann í eigin persónu heldur á fjarfundi.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður VG sagðist aldrei hafa haft eins mikla löngun til að vera á staðfundi en ekki fjarfundi, til að geta staðið upp og klappað fyrir Steingrími. Þegar hún þakkaði honum fyrir samstarfið og þau fjölmörgu störf sem hann hefur gegnt í stjórnmálunum. Steingrímur er fæddur á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 4. ágúst 1955, hefur setið á Alþingi fyrir Norðurlandskjördæmi eystra og síðan Norðausturkjördæmi frá því 1983 og er með lengsta þingreynslu allra núverandi þingmanna. Hann hefur leitt framboðslista í síðustu 11 alþingiskosningum og verið í framboði í öllum kosningum síðan 1978. Nærmynd af Steingrími úr Íslandi í dag árið 2009 má sjá að neðan. Hann sat fyrst á þingi fyrir Alþýðubandalagið, var formaður þingflokks Alþýðubandalagsins um tíma. Vatnaskil urðu 1999 þegar Steingrímur stofnaði Vinstri Græn ásamt fleiri félögum. Steingrímur hefur á sínum langa þingferli verið landbúnaðar- og samgönguráðherra, fjármála, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, efnahags og viðskiptaráðherra og atvinnuvega og nýsköpunarráðherra. Steingrímur hætti sem formaður VG árið 2013 eftir fjórtán ár í formannsstól. Þá hefur Steingrímur verið leiðandi í norrænu samstarfi bæði í Norðurlandaráði og Vestnorræna ráðinu. Hann hefur verið forseti Alþingis, fyrst í stuttan tíma 2016 og fram í janúar 2017 og síðan aftur frá því eftir kosningar 2017 og er enn. Lesa má um feril Steingríms J. Sigfússonar í bókinni Saga VG sem kom út á 20 ára afmæli hreyfingarinnar og í bókum sem hann hefur sjálfur skrifað,“ segir í tilkynningunni. Steingrímur er áhugamaður um bíla eins og sást í þessu innslagi í Íslandi í dag árið 2008 þar sem Volvo hans var til skoðunar. Steingrímur svaraði spurningum í hitaklefanum á FM 957 árið 2013. Aðeins öðruvísi spurningar en Steingrímur er vanur að fá. Dagskrárliðinn má sjá á 16. mínútu í klippunni. Alþingi Vinstri græn Tímamót Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna til margra ára forseti Alþingis, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári. Steingrímur greindi frá þessu á fundi kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá Vinstri grænum. „Steingrímur sagðist hætta sáttur og mjög stoltur af árangri hreyfingarinnar. Þá kvaðst hann vera bjartsýnn á framtíð VG í landsmálunum, hún hefði verið til góðs fyrir samfélagið og þannig yrði það áfram,“ segir í tilkynningunni sem sjá má í heild sinni hér að neðan: „Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fyrrverandi fjármálaráðherra og lengst af formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hyggst ekki gefa kost á sér til að leiða framboð VG í alþingiskosningunum á næsta ári. Þetta kom fram í máli Steingríms á fundi kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis nú rétt í þessu. Steingrímur sagðist hætta sáttur og mjög stoltur af árangri hreyfingarinnar. Þá kvaðst hann vera bjartsýnn á framtíð VG í landsmálunum, hún hefði verið til góðs fyrir samfélagið og þannig yrði það áfram. Katrín Jakobsdóttir klappaði fyrir Steingrími og sagðist miður að geta ekki heiðrað hann í eigin persónu heldur á fjarfundi.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður VG sagðist aldrei hafa haft eins mikla löngun til að vera á staðfundi en ekki fjarfundi, til að geta staðið upp og klappað fyrir Steingrími. Þegar hún þakkaði honum fyrir samstarfið og þau fjölmörgu störf sem hann hefur gegnt í stjórnmálunum. Steingrímur er fæddur á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 4. ágúst 1955, hefur setið á Alþingi fyrir Norðurlandskjördæmi eystra og síðan Norðausturkjördæmi frá því 1983 og er með lengsta þingreynslu allra núverandi þingmanna. Hann hefur leitt framboðslista í síðustu 11 alþingiskosningum og verið í framboði í öllum kosningum síðan 1978. Nærmynd af Steingrími úr Íslandi í dag árið 2009 má sjá að neðan. Hann sat fyrst á þingi fyrir Alþýðubandalagið, var formaður þingflokks Alþýðubandalagsins um tíma. Vatnaskil urðu 1999 þegar Steingrímur stofnaði Vinstri Græn ásamt fleiri félögum. Steingrímur hefur á sínum langa þingferli verið landbúnaðar- og samgönguráðherra, fjármála, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, efnahags og viðskiptaráðherra og atvinnuvega og nýsköpunarráðherra. Steingrímur hætti sem formaður VG árið 2013 eftir fjórtán ár í formannsstól. Þá hefur Steingrímur verið leiðandi í norrænu samstarfi bæði í Norðurlandaráði og Vestnorræna ráðinu. Hann hefur verið forseti Alþingis, fyrst í stuttan tíma 2016 og fram í janúar 2017 og síðan aftur frá því eftir kosningar 2017 og er enn. Lesa má um feril Steingríms J. Sigfússonar í bókinni Saga VG sem kom út á 20 ára afmæli hreyfingarinnar og í bókum sem hann hefur sjálfur skrifað,“ segir í tilkynningunni. Steingrímur er áhugamaður um bíla eins og sást í þessu innslagi í Íslandi í dag árið 2008 þar sem Volvo hans var til skoðunar. Steingrímur svaraði spurningum í hitaklefanum á FM 957 árið 2013. Aðeins öðruvísi spurningar en Steingrímur er vanur að fá. Dagskrárliðinn má sjá á 16. mínútu í klippunni.
Alþingi Vinstri græn Tímamót Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira