Miðar ruku út á úrslitaleik Íslands og Ungverjalands Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2020 15:31 Ísland komst í úrslitaleikinn með því að vinna Rúmeníu í undanúrslitum snemma í þessum mánuði. Ungverjaland vann Búlgaríu á sama tíma. vísir/vilhelm Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleiknum um sæti á EM, í Búdapest eftir 13 daga. Á fyrsta klukkutímanum eftir að miðasala opnaði seldust 6.000 miðar, samkvæmt ungverska knattspyrnusambandinu. Miðasalan er aðeins opin fyrir meðlimi í stuðningsmannafélagi landsliðsins og aðeins hægt að kaupa miða sem gildir á alla þrjá leikina sem framundan eru hjá Ungverjum. Eftir leikinn við Ísland mæta þeir Serbíu og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Á mánudaginn hefst almenn miðasala, ef ekki verður þegar orðið uppselt í þau 20 þúsund sæti sem í boði eru á Puskás Arena að þessu sinni. Þá verður hægt að kaupa miða á staka leiki. Uppselt er nú þegar í þau sæti sem ódýrust eru á vellinum. Engir miðar fyrir íslenska stuðningsmenn UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, tilkynnti fyrir mánuði síðan að áhorfendabanni á landsleikjum hefði verið aflétt að hluta. Bannið var sett á vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt nýju reglunum má selja miða í þriðjung þess sætafjölda sem er á hverjum leikvangi, en Puskás Arena rúmar yfir 60 þúsund manns. Samkvæmt sömu reglum fá stuðningsmenn gestaliðs ekki úthlutað miðum á leiki, en vanalega hafa gestaþjóðir fengið að kaupa 10% þeirra miða sem í boði eru á landsleikjum. „Við sjáum á áhuganum og eftirspurninni að stuðningsmennirnir vilja ólmir hjálpa landsliðinu í þessum heimaleikjum. Stuðningsmennirnir vilja vera á staðnum og vonast til að saman tryggjum við okkur sæti á EM,“ sagði Jeno Sipos talsmaður ungverska knattspyrnusambandsins. Liðið sem vinnur leikinn mun leika tvo leiki á Puskás Arena næsta sumar, í lokakeppni EM, gegn Portúgal og Frakklandi. Síðasti leikurinn í riðlinum verður gegn Þýskalandi í München. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. 29. október 2020 16:31 Ungverska ungstirnið sem Íslendingar mæta með draumamark í gær Íslendingar þurfa að hafa góðar gætur á Dominik Szoboszlai í leiknum gegn Ungverjum um sæti á EM 12. nóvember. 22. október 2020 16:00 Þjálfari Ungverja er ekki hræddur við leikinn gegn Íslandi Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið engu betra en Serbíu eða Rússland. Tvö lönd sem Ungverjar mættu í æfingaleikjum nýverið. 17. október 2020 12:31 Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleiknum um sæti á EM, í Búdapest eftir 13 daga. Á fyrsta klukkutímanum eftir að miðasala opnaði seldust 6.000 miðar, samkvæmt ungverska knattspyrnusambandinu. Miðasalan er aðeins opin fyrir meðlimi í stuðningsmannafélagi landsliðsins og aðeins hægt að kaupa miða sem gildir á alla þrjá leikina sem framundan eru hjá Ungverjum. Eftir leikinn við Ísland mæta þeir Serbíu og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Á mánudaginn hefst almenn miðasala, ef ekki verður þegar orðið uppselt í þau 20 þúsund sæti sem í boði eru á Puskás Arena að þessu sinni. Þá verður hægt að kaupa miða á staka leiki. Uppselt er nú þegar í þau sæti sem ódýrust eru á vellinum. Engir miðar fyrir íslenska stuðningsmenn UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, tilkynnti fyrir mánuði síðan að áhorfendabanni á landsleikjum hefði verið aflétt að hluta. Bannið var sett á vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt nýju reglunum má selja miða í þriðjung þess sætafjölda sem er á hverjum leikvangi, en Puskás Arena rúmar yfir 60 þúsund manns. Samkvæmt sömu reglum fá stuðningsmenn gestaliðs ekki úthlutað miðum á leiki, en vanalega hafa gestaþjóðir fengið að kaupa 10% þeirra miða sem í boði eru á landsleikjum. „Við sjáum á áhuganum og eftirspurninni að stuðningsmennirnir vilja ólmir hjálpa landsliðinu í þessum heimaleikjum. Stuðningsmennirnir vilja vera á staðnum og vonast til að saman tryggjum við okkur sæti á EM,“ sagði Jeno Sipos talsmaður ungverska knattspyrnusambandsins. Liðið sem vinnur leikinn mun leika tvo leiki á Puskás Arena næsta sumar, í lokakeppni EM, gegn Portúgal og Frakklandi. Síðasti leikurinn í riðlinum verður gegn Þýskalandi í München. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. 29. október 2020 16:31 Ungverska ungstirnið sem Íslendingar mæta með draumamark í gær Íslendingar þurfa að hafa góðar gætur á Dominik Szoboszlai í leiknum gegn Ungverjum um sæti á EM 12. nóvember. 22. október 2020 16:00 Þjálfari Ungverja er ekki hræddur við leikinn gegn Íslandi Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið engu betra en Serbíu eða Rússland. Tvö lönd sem Ungverjar mættu í æfingaleikjum nýverið. 17. október 2020 12:31 Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. 29. október 2020 16:31
Ungverska ungstirnið sem Íslendingar mæta með draumamark í gær Íslendingar þurfa að hafa góðar gætur á Dominik Szoboszlai í leiknum gegn Ungverjum um sæti á EM 12. nóvember. 22. október 2020 16:00
Þjálfari Ungverja er ekki hræddur við leikinn gegn Íslandi Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið engu betra en Serbíu eða Rússland. Tvö lönd sem Ungverjar mættu í æfingaleikjum nýverið. 17. október 2020 12:31
Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn