„Erfiðast að horfa á þessar mæður sem hafa þurft að gefa börnin sín frá sér vegna fátæktar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2020 10:00 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir mætir aftur á skjáinn í byrjun næsta árs í þáttunum Leitin að upprunanum. vísir/vilhelm Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Einnig hefur hún slegið í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Sigrún Ósk er gestur vikunnar í Einkalífinu. „Ég hef oft sagt að það sé erfiðara fyrir viðmælendur en mig en ég get játað að þetta rífur oft í,“ segir Sigrún um þættina Leitin að upprunanum sem hafa heldur betur slegið í gegn hjá landanum síðustu ár og hefur Sigrún fengið tvenn Edduverðlaun fyrir þættina og einnig blaðamannaverðlaun. „Þetta er mjög stressandi og mikið langhlaup og mikil fjarvera frá heimili. Þetta er einhver tilfinningasúpa, þótt að maður standi bara á hliðarlínunni. Bara að verða vitni að þessum endurfundum. Mér hefur fundist erfiðast að horfa á þessar mæður sem hafa þurft að gefa börnin sín frá sér vegna fátæktar. Auðvitað eru börn gefin af alls konar ástæðum en mér finnst það sárasta tilhugsunin því maður setur sig í þessi spor, svona óhjákvæmilega, og líka ég held að það sé allt annað að gefa barn og vita hvað varð af því, vita að það hefur það gott, en að vera bara í myrkrinu hvað það varðar held ég að sé bara ógeðslegt.“ Stóð varla upprétt, hún grét svo mikið Hún segir að það sé fallegt að verða vitni af þessum endurfundum en oft erfitt þegar börnin fara síðan aftur frá þeim og heim til Íslands. „Það eru oft takmarkaðir möguleikar að hafa aftur samband, bæði takmarkaður aðgangur að neti og tungumálið er allt annað. Ég man að einu sinni úti í Sri Lanka var ein sem stóð varla upprétt, hún grét svo mikið og ég hélt henni svona hálfpartinn upp. Þetta rífur í,“ segir Sigrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum sjálf brostið í grát þegar verið sé að taka upp þættina. Í janúar er stefnt á það að byrja með nýja þáttaröð af Leitinni að upprunanum á Stöð 2. Þá mun Sigrún ræða við fólk sem hefur nú þegar verið til umfjöllunar í þáttunum og fær að sjá hvernig samskiptin ganga við blóðforeldra þeirra. Einnig hafa Íslendingar farið sjálfir í leit að uppruna sínum og fá áhorfendur Stöðvar 2 að sjá innsýn inn á þá leit og mun Sigrún einnig ræða við það fólk. Nú eru allir alltaf með símann á lofti og því er til nóg af efni. Einkalífið Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30 Sindri fékk að fylgjast með þegar Sigrún Ósk tók eldhúsið í gegn Í lokaþætti Heimsóknar í bili var fylgst með því þegar dagskrágerðarkonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tók eldhúsið í gegn í húsi sínu upp á Akranesi. 19. mars 2020 14:32 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Einnig hefur hún slegið í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Sigrún Ósk er gestur vikunnar í Einkalífinu. „Ég hef oft sagt að það sé erfiðara fyrir viðmælendur en mig en ég get játað að þetta rífur oft í,“ segir Sigrún um þættina Leitin að upprunanum sem hafa heldur betur slegið í gegn hjá landanum síðustu ár og hefur Sigrún fengið tvenn Edduverðlaun fyrir þættina og einnig blaðamannaverðlaun. „Þetta er mjög stressandi og mikið langhlaup og mikil fjarvera frá heimili. Þetta er einhver tilfinningasúpa, þótt að maður standi bara á hliðarlínunni. Bara að verða vitni að þessum endurfundum. Mér hefur fundist erfiðast að horfa á þessar mæður sem hafa þurft að gefa börnin sín frá sér vegna fátæktar. Auðvitað eru börn gefin af alls konar ástæðum en mér finnst það sárasta tilhugsunin því maður setur sig í þessi spor, svona óhjákvæmilega, og líka ég held að það sé allt annað að gefa barn og vita hvað varð af því, vita að það hefur það gott, en að vera bara í myrkrinu hvað það varðar held ég að sé bara ógeðslegt.“ Stóð varla upprétt, hún grét svo mikið Hún segir að það sé fallegt að verða vitni af þessum endurfundum en oft erfitt þegar börnin fara síðan aftur frá þeim og heim til Íslands. „Það eru oft takmarkaðir möguleikar að hafa aftur samband, bæði takmarkaður aðgangur að neti og tungumálið er allt annað. Ég man að einu sinni úti í Sri Lanka var ein sem stóð varla upprétt, hún grét svo mikið og ég hélt henni svona hálfpartinn upp. Þetta rífur í,“ segir Sigrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum sjálf brostið í grát þegar verið sé að taka upp þættina. Í janúar er stefnt á það að byrja með nýja þáttaröð af Leitinni að upprunanum á Stöð 2. Þá mun Sigrún ræða við fólk sem hefur nú þegar verið til umfjöllunar í þáttunum og fær að sjá hvernig samskiptin ganga við blóðforeldra þeirra. Einnig hafa Íslendingar farið sjálfir í leit að uppruna sínum og fá áhorfendur Stöðvar 2 að sjá innsýn inn á þá leit og mun Sigrún einnig ræða við það fólk. Nú eru allir alltaf með símann á lofti og því er til nóg af efni.
Einkalífið Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30 Sindri fékk að fylgjast með þegar Sigrún Ósk tók eldhúsið í gegn Í lokaþætti Heimsóknar í bili var fylgst með því þegar dagskrágerðarkonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tók eldhúsið í gegn í húsi sínu upp á Akranesi. 19. mars 2020 14:32 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira
Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30
Sindri fékk að fylgjast með þegar Sigrún Ósk tók eldhúsið í gegn Í lokaþætti Heimsóknar í bili var fylgst með því þegar dagskrágerðarkonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tók eldhúsið í gegn í húsi sínu upp á Akranesi. 19. mars 2020 14:32