Dæmdur fyrir líkamsárás eftir deilur um tóbak í tönnum Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2020 08:14 Frá Selfossi. Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið í júní 2018. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann vegna líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi í júní 2018. Dómurinn telur að fresta beri ákvörðun refsingar og verði hún látin niður falla haldi ákærði almennt skilorð næstu tvö árin. Var þar meðal annars litið til þess að talið væri að brotaþoli hafi átt upptök að atburðarásinni sem endaði með því að ákærði sló manninn ítrekað í höfuð og andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut heilahristing, opið sár á vanga, nefbrot, auk fleiri áverka sem tíundaðir eru í ákæru. Maðurinn skuli þó greiða brotaþola 150 þúsund króna í miskabætur, auk þess að greiða máls- og sakarkostnað, alls tæpa milljón króna. Tennurnar skítugar vegna tóbaks Í dómnum kemur fram að ákærða og brotaþola beri ekki saman um aðdraganda árásarinnar. Þar segir þó að brotaþoli kannist við að hafa átt orðaskipti við ákærða og sagt honum að þrífa í sér tennurnar sem hafi verið útbíaðar í munntóbaki. Til rifrildis hafi komið og sagðist brotaþolinn kannast við það að hafa sagt ákærða að hann ætti að fara að taka til í tanngarðinum á sér þar sem hann hafi verið með skítugar tennur vegna tóbaks. Hann kannaðist þó ekki við hafa kallað ákærða „skítugan smurolíukarl“ og að hafa manað ákærða til að slá sig, líkt og ákærði hélt sjálfur fram við skýrslutöku. Framburður ákærða trúverðugur Ennfremur segir að vitni hafi ekki getað staðfest hvað hafi farið á milli ákærða og brotaþola að þessu leyti, en þó hefur komið fram staðfesting á athugasemdum brotaþola við tóbak í munni ákærða. Þá verður af framburði vitnanna dregin sú ályktun að samtal þeirra hafi fremur verið á óvinsamlegum nótum. „Að mati dómsins er framburður ákærða um þetta trúverðugur, en hann hefur verið mjög eindreginn í þessum framburði sínum allt frá upphafi, ekki orðið missaga um þetta og hefur þessum framburði ákærða ekki verið hnekkt og verður hann látinn njóta alls vafa um þetta. Samkvæmt framansögðu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og sem er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Hefur ákærði unnið sér til refsingar,“ segir í dómnum. Ákvörðun refsingar frestað Þá segir að við ákvörðun refsingar beri hins vegar að líta til þess að samkvæmt framlögðu sakavottorði hafi ákærði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað sem máli getur skipt við ákvörðun refsingar hans nú. Þá beri einnig að líta til þess að brotaþoli hafi átt upptök að þeirri atburðarás, sem endaði með umræddum höggum. Sé því rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi ákærði almennt skilorð. Með háttseminni hafi ákærði þó bakað sér bótaábyrgð og eru hæfilegar miskabætur taldar 150 þúsund krónur. Árborg Dómsmál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann vegna líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi í júní 2018. Dómurinn telur að fresta beri ákvörðun refsingar og verði hún látin niður falla haldi ákærði almennt skilorð næstu tvö árin. Var þar meðal annars litið til þess að talið væri að brotaþoli hafi átt upptök að atburðarásinni sem endaði með því að ákærði sló manninn ítrekað í höfuð og andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut heilahristing, opið sár á vanga, nefbrot, auk fleiri áverka sem tíundaðir eru í ákæru. Maðurinn skuli þó greiða brotaþola 150 þúsund króna í miskabætur, auk þess að greiða máls- og sakarkostnað, alls tæpa milljón króna. Tennurnar skítugar vegna tóbaks Í dómnum kemur fram að ákærða og brotaþola beri ekki saman um aðdraganda árásarinnar. Þar segir þó að brotaþoli kannist við að hafa átt orðaskipti við ákærða og sagt honum að þrífa í sér tennurnar sem hafi verið útbíaðar í munntóbaki. Til rifrildis hafi komið og sagðist brotaþolinn kannast við það að hafa sagt ákærða að hann ætti að fara að taka til í tanngarðinum á sér þar sem hann hafi verið með skítugar tennur vegna tóbaks. Hann kannaðist þó ekki við hafa kallað ákærða „skítugan smurolíukarl“ og að hafa manað ákærða til að slá sig, líkt og ákærði hélt sjálfur fram við skýrslutöku. Framburður ákærða trúverðugur Ennfremur segir að vitni hafi ekki getað staðfest hvað hafi farið á milli ákærða og brotaþola að þessu leyti, en þó hefur komið fram staðfesting á athugasemdum brotaþola við tóbak í munni ákærða. Þá verður af framburði vitnanna dregin sú ályktun að samtal þeirra hafi fremur verið á óvinsamlegum nótum. „Að mati dómsins er framburður ákærða um þetta trúverðugur, en hann hefur verið mjög eindreginn í þessum framburði sínum allt frá upphafi, ekki orðið missaga um þetta og hefur þessum framburði ákærða ekki verið hnekkt og verður hann látinn njóta alls vafa um þetta. Samkvæmt framansögðu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og sem er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Hefur ákærði unnið sér til refsingar,“ segir í dómnum. Ákvörðun refsingar frestað Þá segir að við ákvörðun refsingar beri hins vegar að líta til þess að samkvæmt framlögðu sakavottorði hafi ákærði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað sem máli getur skipt við ákvörðun refsingar hans nú. Þá beri einnig að líta til þess að brotaþoli hafi átt upptök að þeirri atburðarás, sem endaði með umræddum höggum. Sé því rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi ákærði almennt skilorð. Með háttseminni hafi ákærði þó bakað sér bótaábyrgð og eru hæfilegar miskabætur taldar 150 þúsund krónur.
Árborg Dómsmál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira