Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2020 16:31 Jóhann Berg Guðmundsson spilaði leikinn mikilvæga við Rúmeníu fyrr í þessum mánuði þegar Ísland fagnaði 2-1 sigri. vísir/Hulda Margrét Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. Jóhann meiddist í hné í byrjun þessarar leiktíðar og hefur aðeins leikið þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur, eftir að hafa sömuleiðis misst af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna kálfameiðsla. Jóhann náði þó að spila með íslenska landsliðinu í leiknum mikilvæga við Rúmeníu fyrr í þessum mánuði, og stóð fyrir sínu. Hann lék svo með Burnley gegn WBA 19. október og gegn Tottenham á mánudagskvöld, og var í byrjunarliðinu í báðum leikjum. Á blaðamannafundi í dag greindi knattspyrnustjórinn Sean Dychy hins vegar frá því að kálfinn angraði Jóhann og að það yrði að koma í ljós á morgun eða á leikdegi hvort að hinn nýþrítugi kantmaður gæti spilað heimaleikinn gegn Chelsea á laugardaginn. Til hamingju með daginn Jói! Hann fagnar þrítugsafmæli sínu í dag! Happy 30th birthday to our Jóhann Berg Guðmundsson!#fyririsland pic.twitter.com/MVHb9f8UNR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 27, 2020 Burnley á svo eftir að spila við Brighton 7. nóvember áður en íslenski landsliðshópurinn kemur saman í Búdapest mánudagskvöldið 9. nóvember, til stutts undirbúnings fyrir leikinn sem ræður því hvort Ísland eða Ungverjaland spilar á EM næsta sumar. Eftir leikinn við Ungverja spilar Ísland svo útileiki við Danmörku og England, sína síðustu leiki í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira
Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. Jóhann meiddist í hné í byrjun þessarar leiktíðar og hefur aðeins leikið þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur, eftir að hafa sömuleiðis misst af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna kálfameiðsla. Jóhann náði þó að spila með íslenska landsliðinu í leiknum mikilvæga við Rúmeníu fyrr í þessum mánuði, og stóð fyrir sínu. Hann lék svo með Burnley gegn WBA 19. október og gegn Tottenham á mánudagskvöld, og var í byrjunarliðinu í báðum leikjum. Á blaðamannafundi í dag greindi knattspyrnustjórinn Sean Dychy hins vegar frá því að kálfinn angraði Jóhann og að það yrði að koma í ljós á morgun eða á leikdegi hvort að hinn nýþrítugi kantmaður gæti spilað heimaleikinn gegn Chelsea á laugardaginn. Til hamingju með daginn Jói! Hann fagnar þrítugsafmæli sínu í dag! Happy 30th birthday to our Jóhann Berg Guðmundsson!#fyririsland pic.twitter.com/MVHb9f8UNR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 27, 2020 Burnley á svo eftir að spila við Brighton 7. nóvember áður en íslenski landsliðshópurinn kemur saman í Búdapest mánudagskvöldið 9. nóvember, til stutts undirbúnings fyrir leikinn sem ræður því hvort Ísland eða Ungverjaland spilar á EM næsta sumar. Eftir leikinn við Ungverja spilar Ísland svo útileiki við Danmörku og England, sína síðustu leiki í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira