Fékk tveggja og hálfs milljarðs króna styrk í fyrstu tilraun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2020 14:30 Erna Sif getur leyft sér að brosa eftir styrkveitinguna til rannsókna hjá Háskólanum í Reykjavík. HR Svefnbyltingin – þverfaglegt og alþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni, sem leitt er af Ernu Sif Arnardóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur fengið vilyrði fyrir tveggja og hálfs milljarða króna (15 milljón evra) styrk til fjögurra ára úr Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Rektor við Háskólann í Reykjavík segir mikið afrek hjá ungum vísindamanni að fá styrk í fyrstu tilraun og það með fullt hús stiga hjá matsnefndinni. Rætt var við Ernu Sif í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í tilkynningu frá HR segir að að rannsóknunum komi vísindamenn við verkfræði-, tölvunarfræði-, sálfræði- og íþróttafræðideildir Háskólans í Reykjavík, íslensku fyrirtækin Nox Medical og Sidekick Health, sem og hátt í 40 samstarfsaðilar í evrópskum háskólum, heilbrigðisstofnunum og fyrirtækjum ásamt áströlskum háskóla. Um helmingur styrksins verði nýttur til rannsókna hér á landi, meðal annars til að byggja upp öruggan gagnagrunn með niðurstöðum úr svefnmælingum á 30.000 einstaklingum sem safnað verður á Íslandi og víðsvegar um Evrópu. „Gögnum verður safnað með fjölbreyttum búnaði sem þróaður verður í verkefninu svo sem með snjallúrum, spurningalistum, svefnmælibúnaði og taugasálfræðiprófum. Þá verður byggður öruggur stafrænn vettvangur til að deila niðurstöðum milli vísindamanna, þátttakenda í rannsóknunum og heilbrigðisstarfsfólks.“ Erna var á meðal þeirra sem tók þátt í málstofu um mikilvægi svefns og áhrif þess á líðan og frammistöðu fyrr á árinu. Málstofuna má sjá að neðan. Mikill heiður Erna Sif er lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideildir HR og forstöðumaður Svefnseturs sem nýlega var sett á fót með styrk frá Innviðasjóði. Hún er einnig formaður Íslenska svefnrannsóknafélagsins og situr í stjórn Evrópska svefnfélagsins (European Sleep Research Society), sem er samstarfsaðili í verkefninu. Hún segir í tilkynningunni að það sé mikill heiður að fá þetta tækifæri til að leiða helstu sérfræðinga Evrópu á sviði svefnrannsókna og nýsköpunar á því sviði. Fram undan eru miklar rannsóknir á svefni í HR.Vísir/Getty „Verkefnið er mjög umfangsmikið, enda er markmiðið að nota þverfaglega nálgun og nýja möguleika í upplýsingatækni og gervigreind til að umbylta því hvernig rannsóknir á kæfisvefni og öðrum svefnháðum öndunartruflunum, svo sem miklum hrotum, eru gerðar og nýttar. Við ætlum einnig að færa áhersluna í greiningu og meðferð þessara sjúkdóma yfir á daglegt líf einstaklinga og stuðla þannig að persónubundinni heilbrigðisþjónustu. Það verður meðal annars gert með því að þeir einstaklingar sem taka þátt í rannsóknunum munu hafa aðgang að sínum gögnum í gegnum mjög notendavæn kerfi sem hvetja notandann til að gera breytingar á hegðun og lífsstíl til að koma í veg fyrir heilsufarsvandamál.“ Mikið afrek hjá ungum vísindamanni Ari Kristinn Jónsson rektor HR segir styrkinn enn eina staðfestingu á sterkri stöðu Háskólans í Reykjavík í alþjóðlegu rannsóknaumhverfi og gæði þeirra rannsókna sem stundaðar séu innan veggja háskólans. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík.Vísir/Vilhelm „Samkeppnin um svona styrki er gríðarlega hörð og mikil. Það er því mikið afrek hjá ungum vísindamanni að fá styrk í fyrstu tilraun og það með fullt hús stiga hjá matsnefndinni. Við erum afskaplega stolt af þessum árangri og hlökkum til áframhaldandi uppbyggingar svefnrannsókna við HR á næstu árum, í góðu samstarfi við innlenda og erlenda samstarfsaðila.“ Erna Sif segir að þær greiningaraðferðir sem notaðar séu í dag til að greina kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir séu úreltar. Greiningin er gerð út frá fjölda öndunarhléa sem standa yfir í ákveðinn tíma, en ekki er tekið tillit til þeirra áhrifa sem öndunarhléin hafa á aðra líkamsstarfsemi. Því fá margir sem eiga við svefnvandamál að glíma aldrei viðeigandi greiningu og meðferð. Aðrir sem telja sig ekki hafa nein einkenni eða neikvæðar afleiðingar kæfisvefns, greinast og fá meðferð, en finna lítinn mun eftir meðferð. Í dag eru svefnmælingar gerðar á heilbrigðisstofnunum eða sjúklingar þurfa að fara heim með takmarkaðan búnað sem notaður er í eina nótt og mælir aðeins öndun, súrefnismettun, púls og hreyfingar, en ekki svefninn sjálfan. Í verkefninu verða notuð lækningatæki frá Nox Medical sem fólk sett á sig sjálft heima og með honum er hægt að fylgjast með raunverulegum svefni fólks í þrjár nætur, auk þess sem hann safnar mun ítarlegri upplýsingum en eldri búnaður. Nox Medical mun í verkefninu vinna að áframhaldandi framþróun lausna fyrirtækisins. Með því að bæta aðferðir og auka sjálfvirkni er einnig ætlunin að auka getu heilbrigðiskerfa til að mæla fleiri einstaklinga sem þurfa á svefnmælingu að halda. Áhrif tveggja meðferða við kæfisvefni sem miða að breytingum á lífsstíl verða könnuð, sem og gildi snjallúra við greiningu og meðferð svefnvandamála. SideKick Health mun vinna að hönnun smáforrits fyrir lífsstílsmeðferð við kæfisvefni. Kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir (obstructive sleep apnea, OSA) eru tengdar margvíslegum heilsufarsvandamálum svo sem hjarta- og æðasjúkdómum og syfju sem getur m.a. leitt til aukinnar slysahættu. Talið er að allt að einn milljarður manna þjáist af kæfisvefni í heiminum og efnahagsleg áhrif hans eru mjög mikil, segir í tilkynningunni frá HR. Svefn Skóla - og menntamál Evrópusambandið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Svefnbyltingin – þverfaglegt og alþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni, sem leitt er af Ernu Sif Arnardóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur fengið vilyrði fyrir tveggja og hálfs milljarða króna (15 milljón evra) styrk til fjögurra ára úr Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Rektor við Háskólann í Reykjavík segir mikið afrek hjá ungum vísindamanni að fá styrk í fyrstu tilraun og það með fullt hús stiga hjá matsnefndinni. Rætt var við Ernu Sif í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í tilkynningu frá HR segir að að rannsóknunum komi vísindamenn við verkfræði-, tölvunarfræði-, sálfræði- og íþróttafræðideildir Háskólans í Reykjavík, íslensku fyrirtækin Nox Medical og Sidekick Health, sem og hátt í 40 samstarfsaðilar í evrópskum háskólum, heilbrigðisstofnunum og fyrirtækjum ásamt áströlskum háskóla. Um helmingur styrksins verði nýttur til rannsókna hér á landi, meðal annars til að byggja upp öruggan gagnagrunn með niðurstöðum úr svefnmælingum á 30.000 einstaklingum sem safnað verður á Íslandi og víðsvegar um Evrópu. „Gögnum verður safnað með fjölbreyttum búnaði sem þróaður verður í verkefninu svo sem með snjallúrum, spurningalistum, svefnmælibúnaði og taugasálfræðiprófum. Þá verður byggður öruggur stafrænn vettvangur til að deila niðurstöðum milli vísindamanna, þátttakenda í rannsóknunum og heilbrigðisstarfsfólks.“ Erna var á meðal þeirra sem tók þátt í málstofu um mikilvægi svefns og áhrif þess á líðan og frammistöðu fyrr á árinu. Málstofuna má sjá að neðan. Mikill heiður Erna Sif er lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideildir HR og forstöðumaður Svefnseturs sem nýlega var sett á fót með styrk frá Innviðasjóði. Hún er einnig formaður Íslenska svefnrannsóknafélagsins og situr í stjórn Evrópska svefnfélagsins (European Sleep Research Society), sem er samstarfsaðili í verkefninu. Hún segir í tilkynningunni að það sé mikill heiður að fá þetta tækifæri til að leiða helstu sérfræðinga Evrópu á sviði svefnrannsókna og nýsköpunar á því sviði. Fram undan eru miklar rannsóknir á svefni í HR.Vísir/Getty „Verkefnið er mjög umfangsmikið, enda er markmiðið að nota þverfaglega nálgun og nýja möguleika í upplýsingatækni og gervigreind til að umbylta því hvernig rannsóknir á kæfisvefni og öðrum svefnháðum öndunartruflunum, svo sem miklum hrotum, eru gerðar og nýttar. Við ætlum einnig að færa áhersluna í greiningu og meðferð þessara sjúkdóma yfir á daglegt líf einstaklinga og stuðla þannig að persónubundinni heilbrigðisþjónustu. Það verður meðal annars gert með því að þeir einstaklingar sem taka þátt í rannsóknunum munu hafa aðgang að sínum gögnum í gegnum mjög notendavæn kerfi sem hvetja notandann til að gera breytingar á hegðun og lífsstíl til að koma í veg fyrir heilsufarsvandamál.“ Mikið afrek hjá ungum vísindamanni Ari Kristinn Jónsson rektor HR segir styrkinn enn eina staðfestingu á sterkri stöðu Háskólans í Reykjavík í alþjóðlegu rannsóknaumhverfi og gæði þeirra rannsókna sem stundaðar séu innan veggja háskólans. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík.Vísir/Vilhelm „Samkeppnin um svona styrki er gríðarlega hörð og mikil. Það er því mikið afrek hjá ungum vísindamanni að fá styrk í fyrstu tilraun og það með fullt hús stiga hjá matsnefndinni. Við erum afskaplega stolt af þessum árangri og hlökkum til áframhaldandi uppbyggingar svefnrannsókna við HR á næstu árum, í góðu samstarfi við innlenda og erlenda samstarfsaðila.“ Erna Sif segir að þær greiningaraðferðir sem notaðar séu í dag til að greina kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir séu úreltar. Greiningin er gerð út frá fjölda öndunarhléa sem standa yfir í ákveðinn tíma, en ekki er tekið tillit til þeirra áhrifa sem öndunarhléin hafa á aðra líkamsstarfsemi. Því fá margir sem eiga við svefnvandamál að glíma aldrei viðeigandi greiningu og meðferð. Aðrir sem telja sig ekki hafa nein einkenni eða neikvæðar afleiðingar kæfisvefns, greinast og fá meðferð, en finna lítinn mun eftir meðferð. Í dag eru svefnmælingar gerðar á heilbrigðisstofnunum eða sjúklingar þurfa að fara heim með takmarkaðan búnað sem notaður er í eina nótt og mælir aðeins öndun, súrefnismettun, púls og hreyfingar, en ekki svefninn sjálfan. Í verkefninu verða notuð lækningatæki frá Nox Medical sem fólk sett á sig sjálft heima og með honum er hægt að fylgjast með raunverulegum svefni fólks í þrjár nætur, auk þess sem hann safnar mun ítarlegri upplýsingum en eldri búnaður. Nox Medical mun í verkefninu vinna að áframhaldandi framþróun lausna fyrirtækisins. Með því að bæta aðferðir og auka sjálfvirkni er einnig ætlunin að auka getu heilbrigðiskerfa til að mæla fleiri einstaklinga sem þurfa á svefnmælingu að halda. Áhrif tveggja meðferða við kæfisvefni sem miða að breytingum á lífsstíl verða könnuð, sem og gildi snjallúra við greiningu og meðferð svefnvandamála. SideKick Health mun vinna að hönnun smáforrits fyrir lífsstílsmeðferð við kæfisvefni. Kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir (obstructive sleep apnea, OSA) eru tengdar margvíslegum heilsufarsvandamálum svo sem hjarta- og æðasjúkdómum og syfju sem getur m.a. leitt til aukinnar slysahættu. Talið er að allt að einn milljarður manna þjáist af kæfisvefni í heiminum og efnahagsleg áhrif hans eru mjög mikil, segir í tilkynningunni frá HR.
Svefn Skóla - og menntamál Evrópusambandið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira