Rökuðu hárið af manni með hrossaklippum en brotið fyrnt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2020 20:47 Lýsingarnar í ákærunni þóttu hrottalegar. Getty Fimm manna hópur var í dag sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af því að hafa ruðst inn á heimili manns og rakað af honum mest allt hár á höfði hans og framan af augnabrúnum með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél. Héraðsdómur taldi sannað að minnst fjórir úr hópnum hafi ruðst inn á heimili mannsins og hárið hafi verið rakað af manninu. Dómurinn taldi brotin hins vegar fyrnd. Fimmenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa þann 11. ágúst 2016 ráðist inn á heimili mannsins, veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Fjórum var gefið að sök að hafa haldið honum nauðugum á meðan sá fimmti rakaði rakaði mest allt hárið af höfði hans og framan af augabrúnum, með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél sem ákærðu höfðu meðferðis. Hópurinn samanstóð af fjórum konum og einum karlmanni. Neituðu sök og könnuðust ekki við að hafa beitt manninn ofbeldi Þau voru einnig ákærð fyrir ólögmæta nauðung og kynferðislega áreitni gegn manninum. Var þremur af þeim gefið að sök að hafa haldið manninum niðri á meðan sá fjórði dró buxur hans niður fyrir rass og tróð rakvélinni á milli rasskinna mannsins, að endaþarmsopi hans, þar sem hún var skilin eftir í gangi. Maðurinn sem ráðist var á hlaut hrufl og nokkur grunn sár í hársverði á nokkrum stöðum, grunn sár og bólgu á enni, mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði, stirðleika í hálsi, eymsli við endaþarm auk þess sem að hann missti nærri allt hárið af höfði sér. Málið má rekja til ósættis sem varð eftir að maðurinn hafi eytt nóttinni með 18 ára gamalli stúlku, eins og það er orðað í dóminum. Var það sagt hafa lagst illa í vinkonur hennar og samtarfskonur. Hálfum mánuði síðar sagðist hann hafa vaknað við það að átta manns voru komnir inn í svefnherbergi til hans með umræddum afleiðingum. Taldi hann þá fimm sem ákærðir voru hafa verið að verki. Fimmenningarnir neituðu allir sök og könnuðust þeir ekki við að einhvers konar handalögmál hafi átt sér stað eða að hár hafi verið rakað af manninum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að telja verði sannað að minnst fjórir af þeim fimm sem voru ákærðir í málinu hafi ráðist inn til mannsins umrætt kvöld. Þá sé óumdeilanlegt að hárið hafi verið rakað af manninum og að telja verði að engum öðrum sé til að dreifa sem þar hafi getað átt hlut að máli nema fjórum af þeim fimm sem ákærðir voru. Brotin fyrnd og kynferðisleg áreitni ósönnuð Dómurinn taldi þessi brot þó vera fyrnd þar sem fjögur ár hafi liðið frá því að þau voru framin en ákæra var gefin út í fyrra. Þá þótti héraðsdómi ósannað að fimmenningarnir hafi gert sekir um kynferðsilega áreitni gegn manninum. Var hópurinn því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í málinu. Dómsmál Tengdar fréttir Hrottalegar lýsingar í sakamáli á Suðurlandi Fjórar konur og einn karlmaður hafa verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns og veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Grófu ofbeldi er lýst í ákærunni. 25. september 2020 09:56 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Fimm manna hópur var í dag sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af því að hafa ruðst inn á heimili manns og rakað af honum mest allt hár á höfði hans og framan af augnabrúnum með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél. Héraðsdómur taldi sannað að minnst fjórir úr hópnum hafi ruðst inn á heimili mannsins og hárið hafi verið rakað af manninu. Dómurinn taldi brotin hins vegar fyrnd. Fimmenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa þann 11. ágúst 2016 ráðist inn á heimili mannsins, veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Fjórum var gefið að sök að hafa haldið honum nauðugum á meðan sá fimmti rakaði rakaði mest allt hárið af höfði hans og framan af augabrúnum, með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél sem ákærðu höfðu meðferðis. Hópurinn samanstóð af fjórum konum og einum karlmanni. Neituðu sök og könnuðust ekki við að hafa beitt manninn ofbeldi Þau voru einnig ákærð fyrir ólögmæta nauðung og kynferðislega áreitni gegn manninum. Var þremur af þeim gefið að sök að hafa haldið manninum niðri á meðan sá fjórði dró buxur hans niður fyrir rass og tróð rakvélinni á milli rasskinna mannsins, að endaþarmsopi hans, þar sem hún var skilin eftir í gangi. Maðurinn sem ráðist var á hlaut hrufl og nokkur grunn sár í hársverði á nokkrum stöðum, grunn sár og bólgu á enni, mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði, stirðleika í hálsi, eymsli við endaþarm auk þess sem að hann missti nærri allt hárið af höfði sér. Málið má rekja til ósættis sem varð eftir að maðurinn hafi eytt nóttinni með 18 ára gamalli stúlku, eins og það er orðað í dóminum. Var það sagt hafa lagst illa í vinkonur hennar og samtarfskonur. Hálfum mánuði síðar sagðist hann hafa vaknað við það að átta manns voru komnir inn í svefnherbergi til hans með umræddum afleiðingum. Taldi hann þá fimm sem ákærðir voru hafa verið að verki. Fimmenningarnir neituðu allir sök og könnuðust þeir ekki við að einhvers konar handalögmál hafi átt sér stað eða að hár hafi verið rakað af manninum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að telja verði sannað að minnst fjórir af þeim fimm sem voru ákærðir í málinu hafi ráðist inn til mannsins umrætt kvöld. Þá sé óumdeilanlegt að hárið hafi verið rakað af manninum og að telja verði að engum öðrum sé til að dreifa sem þar hafi getað átt hlut að máli nema fjórum af þeim fimm sem ákærðir voru. Brotin fyrnd og kynferðisleg áreitni ósönnuð Dómurinn taldi þessi brot þó vera fyrnd þar sem fjögur ár hafi liðið frá því að þau voru framin en ákæra var gefin út í fyrra. Þá þótti héraðsdómi ósannað að fimmenningarnir hafi gert sekir um kynferðsilega áreitni gegn manninum. Var hópurinn því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í málinu.
Dómsmál Tengdar fréttir Hrottalegar lýsingar í sakamáli á Suðurlandi Fjórar konur og einn karlmaður hafa verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns og veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Grófu ofbeldi er lýst í ákærunni. 25. september 2020 09:56 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Hrottalegar lýsingar í sakamáli á Suðurlandi Fjórar konur og einn karlmaður hafa verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns og veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Grófu ofbeldi er lýst í ákærunni. 25. september 2020 09:56