„Langt tímabil en endar vonandi á því að við tryggjum farseðilinn á EM“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. október 2020 20:12 Hallbera Guðný í fyrri viðureign liðanna á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm „Þetta er eiginlega drullufúlt,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, við Vísi eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð ytra í kvöld. Leikurinn var úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins en íslenska liðið tapaði einfaldlega gegn betra liði í kvöld. „Við komumst ekki almennilega í hápressuna sem við ætluðum í. Við vorum svolítið í eltingarleik stóran part af leiknum. Það tekur svakalega orku frá manni að vera elta. Heilt yfir held ég að Svíarnir hafi átt sigurinn skilið.“ Nokkur heppnisstimpill var yfir fyrsta marki Svíþjóðar og kom það á tíma þar sem íslenska liðið hafði komist ágætlega inn í leikinn. „Það var algjör óþarfi. Það var misskilningur og við skölluðum hann inn í teig og kláruðu þær vel. Þær sköpuðu sér ekkert mikið af dauðafærum en við vorum í töluverðum eltingarleik.“ „Við ætluðum að ná pressu á þær en þær náðu að halda sér inn á okkar vallarhelmingi. Þetta var einn af þessum dögum. Við náðum ekki alveg að framkvæma leikskipulagið. Við þurfum að skoða það og lærum af þessum leik.“ „Það eru leikmenn sem fá reynslu eftir þetta. Við þurfum að taka næstu tvo leiki og vona að það skili okkur beint inn á EM.“' Það eru fróðlegir dagar sem bíða Hallberu og fleiri leikmanna landsliðsins. Valsstúlkur spila Evrópuleik í byrjun næsta mánaðar og þær vona einnig að Íslandsmótið verði klárað. „Við erum að fara heim núna í sóttkví og svo beint í Evrópuleik. Svo skilst mér að það eigi að klára Pepsi Max deildina. Við vonumst til að ná að sprikla eitthvað áður en við spilum þessa leiki sem eru í byrjun desember.“ „Þetta er langt tímabil en vonandi endar það á því að við tryggjum farseðilinn á EM,“ sagði Hallbera að lokum. Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49 „Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
„Þetta er eiginlega drullufúlt,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, við Vísi eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð ytra í kvöld. Leikurinn var úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins en íslenska liðið tapaði einfaldlega gegn betra liði í kvöld. „Við komumst ekki almennilega í hápressuna sem við ætluðum í. Við vorum svolítið í eltingarleik stóran part af leiknum. Það tekur svakalega orku frá manni að vera elta. Heilt yfir held ég að Svíarnir hafi átt sigurinn skilið.“ Nokkur heppnisstimpill var yfir fyrsta marki Svíþjóðar og kom það á tíma þar sem íslenska liðið hafði komist ágætlega inn í leikinn. „Það var algjör óþarfi. Það var misskilningur og við skölluðum hann inn í teig og kláruðu þær vel. Þær sköpuðu sér ekkert mikið af dauðafærum en við vorum í töluverðum eltingarleik.“ „Við ætluðum að ná pressu á þær en þær náðu að halda sér inn á okkar vallarhelmingi. Þetta var einn af þessum dögum. Við náðum ekki alveg að framkvæma leikskipulagið. Við þurfum að skoða það og lærum af þessum leik.“ „Það eru leikmenn sem fá reynslu eftir þetta. Við þurfum að taka næstu tvo leiki og vona að það skili okkur beint inn á EM.“' Það eru fróðlegir dagar sem bíða Hallberu og fleiri leikmanna landsliðsins. Valsstúlkur spila Evrópuleik í byrjun næsta mánaðar og þær vona einnig að Íslandsmótið verði klárað. „Við erum að fara heim núna í sóttkví og svo beint í Evrópuleik. Svo skilst mér að það eigi að klára Pepsi Max deildina. Við vonumst til að ná að sprikla eitthvað áður en við spilum þessa leiki sem eru í byrjun desember.“ „Þetta er langt tímabil en vonandi endar það á því að við tryggjum farseðilinn á EM,“ sagði Hallbera að lokum.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49 „Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49
„Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37
Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32