Hafa áttað sig á atburðarásinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. október 2020 15:30 Skjáskot úr myndbandi af slagsmálunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áttað sig nokkurn veginn á atburðarás hópslagsmála í miðbæ Reykjavíkur í lok ágúst. Faraldur kórónuveirunnar og áhrif hans á samfélagið hafa þó tafið fyrir rannsókn málsins. Talsvert var fjallað um hópslagsmálin, sem rannsökuð hafa verið sem tvær líkamsárásir, í fjölmiðlum. Slagsmálin brutust út neðst á Laugavegi laugardagskvöldið 29. ágúst síðastliðið. Lögregla hefur sagt ýmislegt benda til þess að tveir hópar hafi komið þar saman. Ólík sjónarhorn stríðandi hópa Annar hópurinn virðist hafa verið skipaður karlmönnum að uppruna úr karabíska hafinu en hinn Albanir sem sumir hverjir hafa starfað við dyravörslu í miðbænum. Margir úr báðum hópum hafa verið búsettir á Íslandi í lengri tíma. Ólík sjónarhorn aðila málsins hafa komið fram í fjölmiðlum. Þannig hefur maður sem slasaðist í annarri árásinni haldið því fram að Albanahópurinn hefði áður ráðist á hann og hann kært þá fyrir líkamsárás. Árásin í lok ágúst hefði snerist um að hann drægi kæruna til baka, auk þess sem hann taldi það eiga hlut að máli að hann væri dökkur á hörund. Einn Albananna sem tók þátt í slagsmálunum hefur hins vegar hafnað því að þeir hafi átt upptök að slagsmálunum. Vísir fjallaði ítarlega um málið í september. Umfjöllunina má sjá hér fyrir neðan. Fjórir eru enn með stöðu sakbornings og ekki hefur því orðið breyting þar á síðan í september. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að ekki hafi farið fram frekari skýrslutökur á sakborningum. Hann segir málið enn í rannsókn og verið sé að reyna að ná utan um það. Þannig standi enn yfir gagnaöflun, einkum úr öryggismyndavélum á svæðinu, auk þess sem rætt hefur verið við vitni. Inntur eftir því hvort komið sé í ljós hvað sé satt og rétt í frásögn málsaðila, og hvort atburðarásin liggi skýrt fyrir, segir Margeir svo vera. „Já, við erum alveg að átta okkur á þessu. En ég ætla ekki að fara út í það neitt frekar eins og staðan er núna.“ Kórónuveirufaraldurinn og áhrif hans á samfélagið hafi tafið rannsókn málsins. „Þetta er rosalega eltingarleikur við það að fá fólk til að koma og standa við uppgefinn tíma. Það er allur gangur á þessu. Og svo náttúrulega þetta ástand í þjóðfélaginu, þetta tefur allt saman,“ segir Margeir. Hér að neðan má horfa á viðtal við Sigrúnu Helgu Lund, tölfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu, sem varð vitni að slagsmálunum laugardagskvöldið í ágúst. Hún flýtti sér út af barnum þar sem hún sat og skakkaði leikinn. Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Miðborgin yfirleitt „komin í dúnalogn“ um miðnætti Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. september 2020 12:48 Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05 Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áttað sig nokkurn veginn á atburðarás hópslagsmála í miðbæ Reykjavíkur í lok ágúst. Faraldur kórónuveirunnar og áhrif hans á samfélagið hafa þó tafið fyrir rannsókn málsins. Talsvert var fjallað um hópslagsmálin, sem rannsökuð hafa verið sem tvær líkamsárásir, í fjölmiðlum. Slagsmálin brutust út neðst á Laugavegi laugardagskvöldið 29. ágúst síðastliðið. Lögregla hefur sagt ýmislegt benda til þess að tveir hópar hafi komið þar saman. Ólík sjónarhorn stríðandi hópa Annar hópurinn virðist hafa verið skipaður karlmönnum að uppruna úr karabíska hafinu en hinn Albanir sem sumir hverjir hafa starfað við dyravörslu í miðbænum. Margir úr báðum hópum hafa verið búsettir á Íslandi í lengri tíma. Ólík sjónarhorn aðila málsins hafa komið fram í fjölmiðlum. Þannig hefur maður sem slasaðist í annarri árásinni haldið því fram að Albanahópurinn hefði áður ráðist á hann og hann kært þá fyrir líkamsárás. Árásin í lok ágúst hefði snerist um að hann drægi kæruna til baka, auk þess sem hann taldi það eiga hlut að máli að hann væri dökkur á hörund. Einn Albananna sem tók þátt í slagsmálunum hefur hins vegar hafnað því að þeir hafi átt upptök að slagsmálunum. Vísir fjallaði ítarlega um málið í september. Umfjöllunina má sjá hér fyrir neðan. Fjórir eru enn með stöðu sakbornings og ekki hefur því orðið breyting þar á síðan í september. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að ekki hafi farið fram frekari skýrslutökur á sakborningum. Hann segir málið enn í rannsókn og verið sé að reyna að ná utan um það. Þannig standi enn yfir gagnaöflun, einkum úr öryggismyndavélum á svæðinu, auk þess sem rætt hefur verið við vitni. Inntur eftir því hvort komið sé í ljós hvað sé satt og rétt í frásögn málsaðila, og hvort atburðarásin liggi skýrt fyrir, segir Margeir svo vera. „Já, við erum alveg að átta okkur á þessu. En ég ætla ekki að fara út í það neitt frekar eins og staðan er núna.“ Kórónuveirufaraldurinn og áhrif hans á samfélagið hafi tafið rannsókn málsins. „Þetta er rosalega eltingarleikur við það að fá fólk til að koma og standa við uppgefinn tíma. Það er allur gangur á þessu. Og svo náttúrulega þetta ástand í þjóðfélaginu, þetta tefur allt saman,“ segir Margeir. Hér að neðan má horfa á viðtal við Sigrúnu Helgu Lund, tölfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu, sem varð vitni að slagsmálunum laugardagskvöldið í ágúst. Hún flýtti sér út af barnum þar sem hún sat og skakkaði leikinn.
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Miðborgin yfirleitt „komin í dúnalogn“ um miðnætti Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. september 2020 12:48 Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05 Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Miðborgin yfirleitt „komin í dúnalogn“ um miðnætti Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. september 2020 12:48
Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05
Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55