Innlent

Hópslags­málin í mið­bænum mögu­lega upp­gjör

Atli Ísleifsson skrifar
Hópslagmálin áttu sér stað á ellefta tímanum á laugardagskvöldið í miðborg Reykjavíkur.
Hópslagmálin áttu sér stað á ellefta tímanum á laugardagskvöldið í miðborg Reykjavíkur. Skjáskot

Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör.

Mbl segir frá þessu og vísar í Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fjórir eru nú með stöðu sakbornings og er líklegt að bætast muni í hópinn eftir því sem rannsókninni miðar áfram. Ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir neinum.

Lögregla hefur komist yfir fjölda myndbanda af slagsmálunum, en alls voru þrír fluttir á sjúkrahús þó að meiðsli þeirra séu ekki talin alvarleg.

Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.

Margeir segir að svo virðist sem að þarna hafi hópar átt í deilum og að rannsókn sem þessi sé ekkert einsdæmi. Áður hafði verið greint frá því að átökin hafi verið á milli íslenskra og erlendra manna og var lögregla með mikinn viðbúnað á staðnum.

„Þetta er það sem við höf­um ótt­ast hvað mest, að þetta sé að fær­ast í auk­ana. Þegar ákveðnir hóp­ar fara að mynd­ast og gera sig heima­komna hérna. Ef við bara horf­um til ná­granna­ríkj­anna hérna, Norður­land­anna, þá hef­ur ým­is­legt gerst þar, sem við erum hrædd­ir um að sé að fær­ast hingað til okk­ar,“ segir Margeir í samtali við mbl.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×