63 ára ákærður fyrir að þukla á átján ára stúlku á Þjóðhátíð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2020 20:01 Frá Þjóðhátíð í Herjólfsdal. Vísir/Sigurjón 63 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa laugardagskvöldið 4. ágúst 2018 strokið kynfæri stúlku utan klæða. Stúlkan sem þá var átján ára gat litla mótspyrnu veitt sökum ölvunar. Málið er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Í ákærunni kemur fram að meint brot átti sér stað á hringtorginu í Herjólfsdal. Farið er fram á eina milljón króna í miskabætur fyrir hönd stúlkunnar sem er tvítug í dag. Lögreglan í Vestmannaeyjum greindi sjálf frá brotinu í færslu sunnudaginn 5. ágúst 2018. „[Maðurinn] áreitti unga konu á bílastæði í dalnum kynferðislega með því að þukla á henni. Vitni voru að atvikinu og var hinn grunaði handtekinn. Ekki liggur fyrir kæra í málinu,“ sagði í færslu lögreglunnar. Stúlkan kærði hins vegar atvikið til lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu á ákærði ekki sakaferil að baki. Gæslumenn í Herjólfsdal höfðu hins vegar haft augu með ákærða í dalnum og gengu fram á hann liggjandi yfir stúlkunni á hringtorginu. Brot mannsins varða 199. grein almennra hegningarlaga. Hámarksrefsing við brotinu nemur fangelsi allt að tveimur árum. Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Dómsmál Vestmannaeyjar Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
63 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa laugardagskvöldið 4. ágúst 2018 strokið kynfæri stúlku utan klæða. Stúlkan sem þá var átján ára gat litla mótspyrnu veitt sökum ölvunar. Málið er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Í ákærunni kemur fram að meint brot átti sér stað á hringtorginu í Herjólfsdal. Farið er fram á eina milljón króna í miskabætur fyrir hönd stúlkunnar sem er tvítug í dag. Lögreglan í Vestmannaeyjum greindi sjálf frá brotinu í færslu sunnudaginn 5. ágúst 2018. „[Maðurinn] áreitti unga konu á bílastæði í dalnum kynferðislega með því að þukla á henni. Vitni voru að atvikinu og var hinn grunaði handtekinn. Ekki liggur fyrir kæra í málinu,“ sagði í færslu lögreglunnar. Stúlkan kærði hins vegar atvikið til lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu á ákærði ekki sakaferil að baki. Gæslumenn í Herjólfsdal höfðu hins vegar haft augu með ákærða í dalnum og gengu fram á hann liggjandi yfir stúlkunni á hringtorginu. Brot mannsins varða 199. grein almennra hegningarlaga. Hámarksrefsing við brotinu nemur fangelsi allt að tveimur árum.
Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Dómsmál Vestmannaeyjar Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira