Börsungar kvarta yfir dómaranum í El Clásico sem á að hafa fengið Real Madrid-uppeldi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2020 13:30 Juan Martínez Munuera bendir á vítapunktinn eftir að hafa ráðfært sig við myndbandsdómara. getty/Alex Caparros Börsungar eru afar ósáttir við vítaspyrnuna sem Real Madrid fékk í El Clásico á Nývangi á laugardaginn. Uppi eru getgátur um að dómari leiksins, Juan Martínez Munuera, hafi verið hliðhollur Real Madrid sem vann leikinn, 1-3. Sergio Ramos kom Real Madrid í 1-2 eftir rúmlega klukkutíma leik með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Clement Lenglet fyrir að brjóta á Ramos sjálfum. Martínez Munuera sá ekki brotið en dæmdi víti eftir að hafa ráðfært sig við myndbandsdómara. Í spænska blaðinu SPORT, sem er hliðhollt Barcelona, er greint frá því að faðir Martínez Munuera, Juan Ramon, sé stuðningsmaður Real Madrid. Ekki nóg með það heldur hafi hann stofnað stuðningsmannafélag Real Madrid á Benidorm. Martínez Munuera hefur verið dómari í ellefu ár. Meðfram dómgæslunni starfar hann sem laganna vörður á Alicante. Bróðir hans, Miguel Martínez, var aðstoðardómari í El Clásico um helgina. Barcelona hefur sent inn kvörtun til spænska knattspyrnusambandsins vegna frammistöðu dómranna í El Clásico. Auk þess að fá á sig umdeilda vítaspyrnu vildu Börsungar sjálfir fá tvö víti í leiknum. Eftir leikinn kvartaði Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, sáran og sagði að myndbandsdómgæsla væri bara notuð til að dæma gegn Börsungum. „Það er alltaf svona peysutog í gangi í teignum og mér fannst Ramos brjóta fyrst á Lenglet. Það var vissulega peysutog en ekki svo mikið að hann þyrfti að falla í jörðina eins og hann gerði. Að mínu mati þá var þetta ekki vítaspyrna,“ sagði Koeman. „Við erum búnir að spila fimm leiki og VAR hefur bara verið notað gegn okkur. Það hefur aldrei neitt fallið með okkur.“ Eftir fimm leiki er Barcelona í 12. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig. Real Madrid er í 2. sæti með þrettán stig eftir sex leiki. Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronald Koeman um VAR: Bara notað til að dæma gegn Barcelona Myndbandadómgæsla hefur ekki hjálpað Barcelona mikið til þess á tímabilinu og enn eitt dæmið um það var í El Clasico um helgina. 26. október 2020 10:31 Sjáðu vítaspyrnu Ramos, markið hjá ungstirninu og hin mörkin úr El Clasico Real Madrid gerði góða ferð til Katalóníu í gær er liðið vann 3-1 sigur á Barcelona í einum stærsta leik ársins á Spáni; El Clasico. 25. október 2020 08:02 Madridingar sóttu þrjú stig á Nou Camp Real Madrid hafði betur í stórveldaslagnum á Spáni. 24. október 2020 15:59 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Börsungar eru afar ósáttir við vítaspyrnuna sem Real Madrid fékk í El Clásico á Nývangi á laugardaginn. Uppi eru getgátur um að dómari leiksins, Juan Martínez Munuera, hafi verið hliðhollur Real Madrid sem vann leikinn, 1-3. Sergio Ramos kom Real Madrid í 1-2 eftir rúmlega klukkutíma leik með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Clement Lenglet fyrir að brjóta á Ramos sjálfum. Martínez Munuera sá ekki brotið en dæmdi víti eftir að hafa ráðfært sig við myndbandsdómara. Í spænska blaðinu SPORT, sem er hliðhollt Barcelona, er greint frá því að faðir Martínez Munuera, Juan Ramon, sé stuðningsmaður Real Madrid. Ekki nóg með það heldur hafi hann stofnað stuðningsmannafélag Real Madrid á Benidorm. Martínez Munuera hefur verið dómari í ellefu ár. Meðfram dómgæslunni starfar hann sem laganna vörður á Alicante. Bróðir hans, Miguel Martínez, var aðstoðardómari í El Clásico um helgina. Barcelona hefur sent inn kvörtun til spænska knattspyrnusambandsins vegna frammistöðu dómranna í El Clásico. Auk þess að fá á sig umdeilda vítaspyrnu vildu Börsungar sjálfir fá tvö víti í leiknum. Eftir leikinn kvartaði Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, sáran og sagði að myndbandsdómgæsla væri bara notuð til að dæma gegn Börsungum. „Það er alltaf svona peysutog í gangi í teignum og mér fannst Ramos brjóta fyrst á Lenglet. Það var vissulega peysutog en ekki svo mikið að hann þyrfti að falla í jörðina eins og hann gerði. Að mínu mati þá var þetta ekki vítaspyrna,“ sagði Koeman. „Við erum búnir að spila fimm leiki og VAR hefur bara verið notað gegn okkur. Það hefur aldrei neitt fallið með okkur.“ Eftir fimm leiki er Barcelona í 12. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig. Real Madrid er í 2. sæti með þrettán stig eftir sex leiki.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronald Koeman um VAR: Bara notað til að dæma gegn Barcelona Myndbandadómgæsla hefur ekki hjálpað Barcelona mikið til þess á tímabilinu og enn eitt dæmið um það var í El Clasico um helgina. 26. október 2020 10:31 Sjáðu vítaspyrnu Ramos, markið hjá ungstirninu og hin mörkin úr El Clasico Real Madrid gerði góða ferð til Katalóníu í gær er liðið vann 3-1 sigur á Barcelona í einum stærsta leik ársins á Spáni; El Clasico. 25. október 2020 08:02 Madridingar sóttu þrjú stig á Nou Camp Real Madrid hafði betur í stórveldaslagnum á Spáni. 24. október 2020 15:59 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Ronald Koeman um VAR: Bara notað til að dæma gegn Barcelona Myndbandadómgæsla hefur ekki hjálpað Barcelona mikið til þess á tímabilinu og enn eitt dæmið um það var í El Clasico um helgina. 26. október 2020 10:31
Sjáðu vítaspyrnu Ramos, markið hjá ungstirninu og hin mörkin úr El Clasico Real Madrid gerði góða ferð til Katalóníu í gær er liðið vann 3-1 sigur á Barcelona í einum stærsta leik ársins á Spáni; El Clasico. 25. október 2020 08:02
Madridingar sóttu þrjú stig á Nou Camp Real Madrid hafði betur í stórveldaslagnum á Spáni. 24. október 2020 15:59