Mikilvægt að efla sameiginlegar norrænar almannavarnir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2020 11:29 Oddný Harðardóttir er varaforseti Norðurlandaráðs. Vísir/Vilhelm Til stóð að setja stærsta pólitíska fund ársins á Norðurlöndunum í Hörpu í dag. Hátt í eitt þúsund þingmenn, ráðherrar og aðrir gestir voru væntanlegir til landsins á þing Norðurlandaráðs en dagskráin verður heldur umfangsminni sökum faraldursins. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaforseti ráðsins, segir að fundirnir verðir rafrænir í ár og hefur fimmtán manna forsætisnefnd verið falið að afgreiða praktísk mál, líkt og að skipa forseta ráðsins fyrir næsta ár. Stærsti viðburður þingsins verða opnar umræður með Atonio Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna. Fundurinn, sem hefst klukkan sex á morgun, fer fram í gegnum netið og taka forsætisráðherrar Norðurlandanna og forsætisnefndin meðal annars þátt. Að sögn Oddnýjar stendur einna helst til að ræða heimsfaraldurinn og loftslagsmál. Þá verða verðlaun Norðurlandaráðs einnig afhent í Hörpu í morgun. Ekki verða gestir í salnum en afhendingunni verður sjónvarpað. Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna.Vísir/EPA Oddný segir almannavarnir rauða þráðinn á fundinum í ár og hafa ráðherrar sem sjá um þann málaflokk í hverju ríki verið boðaðir á fundi. „Við ætlum að ræða hvernig við hefðum mátt starfa betur saman. Við samþykktum í fyrra stefnu í samfélagsöryggismálum og það var ekki búið að innleiða hana þegar heimsfaraldurinn skellur á. Þannig við munum tala mjög ákveðið fyrir henni,“ segir Oddný. „Það er mjög mikilvægt norrænu ríkin standi saman þegar hætta steðjar að og að við séum tilbúin með ferla um hvernig eigi að bregðast við henni. Þar má nefnda netógnir, matvælaöryggi, ofsafengna veðráttu og náttúruhamfarir.“ Hér að neðan má lesa stefnu Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi sem samþykkt var í fyrra: Alþingi Utanríkismál Almannavarnir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Til stóð að setja stærsta pólitíska fund ársins á Norðurlöndunum í Hörpu í dag. Hátt í eitt þúsund þingmenn, ráðherrar og aðrir gestir voru væntanlegir til landsins á þing Norðurlandaráðs en dagskráin verður heldur umfangsminni sökum faraldursins. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaforseti ráðsins, segir að fundirnir verðir rafrænir í ár og hefur fimmtán manna forsætisnefnd verið falið að afgreiða praktísk mál, líkt og að skipa forseta ráðsins fyrir næsta ár. Stærsti viðburður þingsins verða opnar umræður með Atonio Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna. Fundurinn, sem hefst klukkan sex á morgun, fer fram í gegnum netið og taka forsætisráðherrar Norðurlandanna og forsætisnefndin meðal annars þátt. Að sögn Oddnýjar stendur einna helst til að ræða heimsfaraldurinn og loftslagsmál. Þá verða verðlaun Norðurlandaráðs einnig afhent í Hörpu í morgun. Ekki verða gestir í salnum en afhendingunni verður sjónvarpað. Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna.Vísir/EPA Oddný segir almannavarnir rauða þráðinn á fundinum í ár og hafa ráðherrar sem sjá um þann málaflokk í hverju ríki verið boðaðir á fundi. „Við ætlum að ræða hvernig við hefðum mátt starfa betur saman. Við samþykktum í fyrra stefnu í samfélagsöryggismálum og það var ekki búið að innleiða hana þegar heimsfaraldurinn skellur á. Þannig við munum tala mjög ákveðið fyrir henni,“ segir Oddný. „Það er mjög mikilvægt norrænu ríkin standi saman þegar hætta steðjar að og að við séum tilbúin með ferla um hvernig eigi að bregðast við henni. Þar má nefnda netógnir, matvælaöryggi, ofsafengna veðráttu og náttúruhamfarir.“ Hér að neðan má lesa stefnu Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi sem samþykkt var í fyrra:
Alþingi Utanríkismál Almannavarnir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira