Erlent

Á­tján létust í árás á skóla

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Minnst átján létust í árásinni.
Minnst átján létust í árásinni. Getty/Sayed Khodaiberdi Sadat

Minnst átján létust og 57 eru særðir eftir að sjálfsvígsárás var gerð á menntasetur í miðborg Kabúl, höfuðborgar Afganistan, í dag. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp fyrir utan skólann seinni partinn í dag.

Hundruð nemenda læra við skólann en hann er staðsettur í hverfi þar sem flestir íbúa eru shía múslimar. Talíbanar neituðu fyrr í dag að hafa borið ábyrgð á árásinni en hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki sögðust síðar bera ábyrgð á árásinni. Það hefur þó ekki fengist staðfest.

Talið er að tala látinna muni hækka en samkvæmt frétt AP voru flest fórnarlambanna unglingar.

Ali Reza, íbúi á svæðinu, sagði í samtali við fréttaveituna AFP að þeir sem hafi látist og særst í árásinni hafi verið nemendur sem biðu þess að geta farið inn í húsnæði skólans.

„Ég stóð um 100 metrum frá skólanum þegar sprengingin átti sér stað og lét mig falla til jarðar,“ sagði hann.


Tengdar fréttir

Friðar­við­ræður Afgan­istan og Talí­bana hafnar

Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er nú á leið til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna.

Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum

Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. ÍAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.