Kvenfélagskonur ganga á milli þriggja félagsheimila Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. október 2020 12:25 Hópurinn sem lagði af stað í áheitagöngu dagsins frá Félagslundi í morgun. Allir áhugasamir mega slást í för í gönguna en áætlað er að henni ljúki um klukkan 16:00 í dag. Aðsent Kvenfélagskonur á öllum aldri úr Flóanum taka nú þátt í áheitagöngu á milli þriggja félagsheimila í sveitinni. Gangan hófst klukkan tíu í morgun. Trúss fylgir konunum. Kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps gengur áheitagöngu fyrir hálfum mánuði og söfnuðu þá einni og hálfri milljón króna. Þær gengu Sólheimahringinn, sem er um 24 kílómetra. Kvenfélagskonur í kvenfélögum Hraungerðis og Villingaholtshrepps í Flóanum fannst hugmyndin svo sniðug að þær ákváðu að herma eftir og hófst þeirra ganga í morgun, alls um tuttugu og tveggja kílómetra leið. Þær safna fyrir Sjóðinn góða eins og konurnar í Grímsnesinu gerðu en það er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. Ósk Unnarsdóttir er formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps og er ein af þeim, sem stýrir göngu dagsins. „Þetta eru 22 kílómetrar og félagsheimilin, sem við göngum á milli eru Félagslundur, Þjórsárver og Þingborg, sem eru í gömlu hreppunum þremur, sem sameinuðust í Flóahrepp. Það er frábært að geta látið gott af sér leiða með svona göngu enda er það megin markmið kvenfélaga að sinna góðgerðarmálum og það hafa verið mjög fá tækifæri til fjáraflanna á árinu út af samfélagslegum aðstæðum eins og við öll þekkjum. Þetta er tækifæri sem við getum nýtt, vera úti í náttúrunni og þá er auðvelt að halda fjarlægð og hafa allar smitvarnir í góðu lagi,“ segir Ósk Unnarsdóttir, formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps. Allur ágóði af göngu dagsins rennur til Sjóðsins góða í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum.Aðsent Ósk verður á trússbílnum, sem mun fylgja kvenfélagskonunum. „Trússinn ætlar að passa að vera með auka endurskinsvesti í bílnum, vera með spritt og hanska og bjóða konunum að koma upp í þegar þær vilja hvíla sig eða eitthvað þannig,“ bætir Ósk við. Áheit er hægt að leggja inn á reikning Kvenfélags Hraungerðishrepps 0152-05-262213 kt. 590592-2349 og skrifa "áheit" sem skýringu. Hægt er að leggja inn á söfnunarreikningin til 31.október. Framlög eru frjáls. Flóahreppur Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Kvenfélagskonur á öllum aldri úr Flóanum taka nú þátt í áheitagöngu á milli þriggja félagsheimila í sveitinni. Gangan hófst klukkan tíu í morgun. Trúss fylgir konunum. Kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps gengur áheitagöngu fyrir hálfum mánuði og söfnuðu þá einni og hálfri milljón króna. Þær gengu Sólheimahringinn, sem er um 24 kílómetra. Kvenfélagskonur í kvenfélögum Hraungerðis og Villingaholtshrepps í Flóanum fannst hugmyndin svo sniðug að þær ákváðu að herma eftir og hófst þeirra ganga í morgun, alls um tuttugu og tveggja kílómetra leið. Þær safna fyrir Sjóðinn góða eins og konurnar í Grímsnesinu gerðu en það er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. Ósk Unnarsdóttir er formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps og er ein af þeim, sem stýrir göngu dagsins. „Þetta eru 22 kílómetrar og félagsheimilin, sem við göngum á milli eru Félagslundur, Þjórsárver og Þingborg, sem eru í gömlu hreppunum þremur, sem sameinuðust í Flóahrepp. Það er frábært að geta látið gott af sér leiða með svona göngu enda er það megin markmið kvenfélaga að sinna góðgerðarmálum og það hafa verið mjög fá tækifæri til fjáraflanna á árinu út af samfélagslegum aðstæðum eins og við öll þekkjum. Þetta er tækifæri sem við getum nýtt, vera úti í náttúrunni og þá er auðvelt að halda fjarlægð og hafa allar smitvarnir í góðu lagi,“ segir Ósk Unnarsdóttir, formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps. Allur ágóði af göngu dagsins rennur til Sjóðsins góða í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum.Aðsent Ósk verður á trússbílnum, sem mun fylgja kvenfélagskonunum. „Trússinn ætlar að passa að vera með auka endurskinsvesti í bílnum, vera með spritt og hanska og bjóða konunum að koma upp í þegar þær vilja hvíla sig eða eitthvað þannig,“ bætir Ósk við. Áheit er hægt að leggja inn á reikning Kvenfélags Hraungerðishrepps 0152-05-262213 kt. 590592-2349 og skrifa "áheit" sem skýringu. Hægt er að leggja inn á söfnunarreikningin til 31.október. Framlög eru frjáls.
Flóahreppur Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira