Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. október 2020 11:49 Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segist sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hafi þróast. Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. Talsverð reiði hefur birts á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn segist sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hafi þróast. Honum blöskrar myndir og ummæli sem hann hafi séð á samfélagsmiðlum. „Undiraldan í málflutningi er að það sé útbreitt kynþáttahatur innan lögreglunnar sem lögreglumenn eru algjörlega ósammála að sé. Sumt af þessu sem maður hefur séð er afar sorglegt,“ segir Ásgeir Þór. Í gær hafi hann fengið sent til sín skjáskot af mynd af fimm lögreglukonum þar sem búið var að setja á þær hettu sem gefur til kynna að þær tilheyri samtökunum Ku klux klan. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en síðan Íslenskir meistarar deildi henni fyrst. Myndin var fljótlega tekin út af Pírataspjallinu. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en var fljótlega tekin út. Mikil reiði sé meðal lögreglumanna vegna myndarinnar og segir Ásgeir hana svo ljóta að erfitt sé að koma því í nógu sterk orð. „Að sjálfsögðu er reiði vegna þessarar myndar. Sumir myndu nú álíta að þessi afskræming á myndinni félli innan skilgreiningar hatursorðræðu. Svo ljót er þessi mynd,“ segir Ásgeir. Allir hefðu mátt vanda sig betur í viðbrögðum við málinu. Þá tekur hann fram að rasismi sé ekki úrbreiddur innan lögreglunnar. Lögreglumenn hafi fengið mikla menntun um rasisma og fjölmenningu í grunnnáminu og þá hafi ýmsilegt annað verið gert til að fræða lögreglumenn um þessi mál. Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum eftir að málið kom upp. „Ég treysti mer til að fullyrða það ef þú myndir renna niður vestinu hjá hverjum einasta lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu þá finnur þú ekkert merki,“ segir Ásgeir Þór. Lögreglan Tengdar fréttir Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. Talsverð reiði hefur birts á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn segist sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hafi þróast. Honum blöskrar myndir og ummæli sem hann hafi séð á samfélagsmiðlum. „Undiraldan í málflutningi er að það sé útbreitt kynþáttahatur innan lögreglunnar sem lögreglumenn eru algjörlega ósammála að sé. Sumt af þessu sem maður hefur séð er afar sorglegt,“ segir Ásgeir Þór. Í gær hafi hann fengið sent til sín skjáskot af mynd af fimm lögreglukonum þar sem búið var að setja á þær hettu sem gefur til kynna að þær tilheyri samtökunum Ku klux klan. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en síðan Íslenskir meistarar deildi henni fyrst. Myndin var fljótlega tekin út af Pírataspjallinu. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en var fljótlega tekin út. Mikil reiði sé meðal lögreglumanna vegna myndarinnar og segir Ásgeir hana svo ljóta að erfitt sé að koma því í nógu sterk orð. „Að sjálfsögðu er reiði vegna þessarar myndar. Sumir myndu nú álíta að þessi afskræming á myndinni félli innan skilgreiningar hatursorðræðu. Svo ljót er þessi mynd,“ segir Ásgeir. Allir hefðu mátt vanda sig betur í viðbrögðum við málinu. Þá tekur hann fram að rasismi sé ekki úrbreiddur innan lögreglunnar. Lögreglumenn hafi fengið mikla menntun um rasisma og fjölmenningu í grunnnáminu og þá hafi ýmsilegt annað verið gert til að fræða lögreglumenn um þessi mál. Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum eftir að málið kom upp. „Ég treysti mer til að fullyrða það ef þú myndir renna niður vestinu hjá hverjum einasta lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu þá finnur þú ekkert merki,“ segir Ásgeir Þór.
Lögreglan Tengdar fréttir Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35
Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16
Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?