Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2020 18:16 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Fyrirmæli hafa verið send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata sem hann segir stimpla alla lögreglumenn sem kynþáttahatara. Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. „Það er mikilvægt að lögreglan sé ekki merkt með neinum hætti sem gefur eitthvað til kynna að þau séu ekki til þjónustu fyrir alla þá sem hér búa. Og það er mikilvægt að við fylgjum því eftir og það verður gert, hvort sem þörf er á aukinni fræðslu eða menntun eða annað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar. „En þetta hefur kannski opnað augu margra fyrir hvað tákn merkja, hvaða skilaboð þau gefa og hvað þau þýða fyrir annað fólk sem lögreglan er að þjóna,“ segir Áslaug. Tákn sem þessi hafi ekki verið mikið til umræðu hérlendis en með fjölbreyttara samfélagi þurfi að taka tillit til mismunandi túlkanna. En finnst þér umræðan hafa verið óvægin? „Já auðvitað tel ég ekki að það sé grasserandi kynþáttahyggja innan lögreglunnar hér á landi en ég tel aftur á móti að við þurfum alltaf að læra af þessu því við munum alltaf fordæma hvers konar haturstákn eða orðræðu sem upp kemur og við getum lært af þessu og skilið hvernig fólk upplifir þessi tákn og hvað þau merkja,“ segir Áslaug. Lögreglan Kynþáttafordómar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. 22. október 2020 15:15 Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Fyrirmæli hafa verið send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata sem hann segir stimpla alla lögreglumenn sem kynþáttahatara. Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. „Það er mikilvægt að lögreglan sé ekki merkt með neinum hætti sem gefur eitthvað til kynna að þau séu ekki til þjónustu fyrir alla þá sem hér búa. Og það er mikilvægt að við fylgjum því eftir og það verður gert, hvort sem þörf er á aukinni fræðslu eða menntun eða annað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar. „En þetta hefur kannski opnað augu margra fyrir hvað tákn merkja, hvaða skilaboð þau gefa og hvað þau þýða fyrir annað fólk sem lögreglan er að þjóna,“ segir Áslaug. Tákn sem þessi hafi ekki verið mikið til umræðu hérlendis en með fjölbreyttara samfélagi þurfi að taka tillit til mismunandi túlkanna. En finnst þér umræðan hafa verið óvægin? „Já auðvitað tel ég ekki að það sé grasserandi kynþáttahyggja innan lögreglunnar hér á landi en ég tel aftur á móti að við þurfum alltaf að læra af þessu því við munum alltaf fordæma hvers konar haturstákn eða orðræðu sem upp kemur og við getum lært af þessu og skilið hvernig fólk upplifir þessi tákn og hvað þau merkja,“ segir Áslaug.
Lögreglan Kynþáttafordómar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. 22. október 2020 15:15 Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. 22. október 2020 15:15
Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58