Nýjar sprungur í Krýsuvíkurbjargi eftir jarðskjálftann stóra Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2020 14:00 Sprunga í brún Krýsuvíkurbjargs eftir jarðskjálftann. Sævar Óskarsson landvörður tók myndina miðvikudaginn 21. október. Viðvörunarlínum var bætt við til að halda fólki frá brúninni í gær. Óskar Sævarsson Berg hrundi úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur mynduðust í það í jarðskjálftanum stóra sem átti upptök sín skammt frá Krýsuvík á þriðjudag. Landvörður segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til að bæta öryggi við bjargið. Jarðfræðingur telur að næsta stóra óveður eigi eftir að hreinsa út laust efni úr bjarginu. Stóri jarðskjálftinn á þriðjudag mældist 5,6 að stærð og var sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaga frá árinu 2003. Upptök hans voru um 6,8 kílómetra vestan við Kleifarvatn. Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst síðan þá. Veðurstofan sagði á miðvikudag að vísbendingar væru um að sprungur við Krýsuvíkurbjarg hefðu gliðnað og nýjar myndast. Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi, segir bergið í Krýsuvíkurbjargi sprungið eftir áralangar jarðhræringar á svæðinu. Síðast í ágúst hafi verið skjálfti upp á fjóra að stærð í Krýsuvík sem olli grjóthruni úr bjarginu. „Það sem er sýnilegt núna og nýtt er í þessum jarðvegi sem liggur ofan á berginu. Þar sést greinilega að það eru að myndast sprungur undir. Svo eru þarna fyrir náttúrulega gamlar sprungur sem hafa verið að gliðna núna á hverju ári síðustu tíu árin,“ segir Óskar í samtali við Vísi. Nýjar sprungur mynduðust og eldri gliðnuðu frekar í jarðskjálftanum sem reið yfir á þriðjudag.Dagur Jónsson Eftir jarðskjálftann í vikunni segist Óskar hafa séð hrúgur eftir berghrun á fjórum til fimm stöðum í fjörunni fyrir neðan bjargað. Það sé með því mesta sem hann hafi séð. Berghrunið til þessa hafi þó yfirleitt verið í minna lagi. Sumar nýju sprungnanna liggi talsvert inn fyrir bjargbrúnina sjálfa, allt að tugi metra inn í land. „Það sést best þar sem jarðvegsþekja er að rofna. Það má alveg sjá það núna að það hefur gliðnað og jafnvel opnast göt ofan í það. Þá erum við að tala um gríðarlega stór stykki úr bjarginu,“ segir hann. Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi.Vísir/Stöð 2 Þarfnast frekari aðgerða Krýsuvíkurbjarg er á meðal þeirra staða í Reykjanesfólkvangi þar sem ferðamenn staldra við. Óskar segir nokkuð augljósa hættu á að bjargbrúnin geti gefið sig á sumum stöðum. Þrátt fyrir það hafi hann orðið vitni að því að ferðafólk sitji eða liggi hálft fram af brúninni. Stór viðvörunarskilti um hættu á brúninni eru við veginn sem liggur að bjarginu. Þá er um tvö hundruð metra langur kafli afmarkaður svo að fólk fari ekki fram á bjargbrúnina. Bjargbrúnin allt er þó í kringum sjö kílómetra löng. Ráðist var í aðgerðir til þess að bæta öryggi við Krýsuvíkurbjarg í kjölfar tíðra slysa í Reynisfjöru fyrir þremur árum. Óskar segir að sem betur fer hafi bjargið verið laust við manntjón og slys til þessa og þakkar það meðal annars skilmerkilegu viðvörunarskiltum. Óskar telur þó að atburðir vikunnar kalli á frekari aðgerðir. Þegar sé búið að framlengja viðvörunargirðingu við bjargbrúnina og gerðar voru ráðstafanir í gær til að tryggja að fólk færi ekki um nýju sprungurnar sem mynduðust. Ekki fara þó margir þar um þessa dagana, bæði vegna veðurs og hruns í ferðamannastraumi vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er alveg ljóst að ef þetta heldur áfram og eins og staðan er núna þarf að bregðast við því með einhverjum hætti,“ segir hann og bendir á að Hafnarfjarðarbær vinni nú að deiliskipulagi fyrir bjargið sem áningar- og ferðamannastað. Óskar vonast til að þar verði lagðar til hugmyndir til að tryggja öryggi. Ármann Höskuldsson, jarðfræðingur.Vísir/Vilhelm Stefna sprungnanna skiptir máli Ármann Höskuldsson, jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands, segir afar óæskilegt að fólk sé á ferð í bröttum hlíðum eða við bjargbrúnir eins og í Krýsuvík á meðan jarðskjálftahrina sem þessi gengur yfir. Hann hefur ekki komist sjálfur til að skoða svæðið eftir jarðskjálftann ennþá. „Við erum á mjög brothættu svæði. Að standa þar fram á björgum er ekki mjög æskilegt á meðan hrinan gengur yfir. Svo þyrftum við helst að fá eitt gott óveður inn í Krýsuvík, þá hreinsar aldan björgin sem eru orðin laus,“ segir hann. Bjargið er smám saman að hrynja út í sjó og segir Ármann sprungurnar veikja bjargið enn frekar. Stefna þeirra hefur áhrif á hættuna á frekara hruni úr bjarginu. „Ef þær eru beinar inn til lands þá hafa þær bara áhrif í bjargbrúninni sjálfri en ef þær sveigjast með bjargbrúninni er meiri hætta á að stórar spildur fari út í sjó. Þá er þetta náttúrulega orðið miklu hættulegra hvað varðar ferðamenn og fólk sem er í göngutúr,“ segir hann. Svipaðar aðstæður segir Ármann við Valahnúk á Reykjanesi. „Þar erum við með sveigsprungur eftir bjargbrúninni sem segja okkur það að fjallið allt er að fara niður. Það er náttúrulega óþægilegt að standa röngu megin við þannig sveigsprungu þegar það fer af stað því þá ferðu bara með,“ segir hann. Sprunga samhliða bjargbrúninni í Krýsuvíkurbjargi.DagurNýjar sprungur mynduðust og eldri gliðnuðu frekar í jarðskjálftanum sem reið yfir á þriðjudag.DagurSprunga við Krýsuvíkurbjarg.Dagur JónssonGrjóthrun úr Krýsuvíkurbjargi eftir jarðskjálfta 20. október 2020.Dagur JónssonSprunga við Krýsuvíkurbjarg eftir jarðskjálfta 20. október 2020.Dagur JónssonSprungur í brún Krýsuvíkurbjargs eftir jarðskjálfta 20. október 2020.Dagur JónssonSprungur í brún Krýsuvíkurbjargs eftir jarðskjálfta 20. október 2020.Dagur JónssonSprunga við brún Krýsuvíkurbjargs eftir jarðskjálfta 20. október 2020.Dagur Jónsson Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líkur á frekari jarðskjálftum nær höfuðborgarsvæðinu Líkur eru á frekari jarðskjálftum á suðvesturhorninu á næstu árum og þá sérstaklega jarðskjálfta með upptök við Brennisteinsfjöll, sem er töluvert nær höfuðborgarsvæðinu en skjálftinn sem varð í gær. 21. október 2020 18:43 Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52 Hundrað eftirskjálftar frá miðnætti Rúmlega 2000 eftirskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá því að stór jarðskjálfti reið þar yfir skömmu eftir hádegi á þriðjudag. 22. október 2020 06:28 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Berg hrundi úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur mynduðust í það í jarðskjálftanum stóra sem átti upptök sín skammt frá Krýsuvík á þriðjudag. Landvörður segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til að bæta öryggi við bjargið. Jarðfræðingur telur að næsta stóra óveður eigi eftir að hreinsa út laust efni úr bjarginu. Stóri jarðskjálftinn á þriðjudag mældist 5,6 að stærð og var sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaga frá árinu 2003. Upptök hans voru um 6,8 kílómetra vestan við Kleifarvatn. Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst síðan þá. Veðurstofan sagði á miðvikudag að vísbendingar væru um að sprungur við Krýsuvíkurbjarg hefðu gliðnað og nýjar myndast. Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi, segir bergið í Krýsuvíkurbjargi sprungið eftir áralangar jarðhræringar á svæðinu. Síðast í ágúst hafi verið skjálfti upp á fjóra að stærð í Krýsuvík sem olli grjóthruni úr bjarginu. „Það sem er sýnilegt núna og nýtt er í þessum jarðvegi sem liggur ofan á berginu. Þar sést greinilega að það eru að myndast sprungur undir. Svo eru þarna fyrir náttúrulega gamlar sprungur sem hafa verið að gliðna núna á hverju ári síðustu tíu árin,“ segir Óskar í samtali við Vísi. Nýjar sprungur mynduðust og eldri gliðnuðu frekar í jarðskjálftanum sem reið yfir á þriðjudag.Dagur Jónsson Eftir jarðskjálftann í vikunni segist Óskar hafa séð hrúgur eftir berghrun á fjórum til fimm stöðum í fjörunni fyrir neðan bjargað. Það sé með því mesta sem hann hafi séð. Berghrunið til þessa hafi þó yfirleitt verið í minna lagi. Sumar nýju sprungnanna liggi talsvert inn fyrir bjargbrúnina sjálfa, allt að tugi metra inn í land. „Það sést best þar sem jarðvegsþekja er að rofna. Það má alveg sjá það núna að það hefur gliðnað og jafnvel opnast göt ofan í það. Þá erum við að tala um gríðarlega stór stykki úr bjarginu,“ segir hann. Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi.Vísir/Stöð 2 Þarfnast frekari aðgerða Krýsuvíkurbjarg er á meðal þeirra staða í Reykjanesfólkvangi þar sem ferðamenn staldra við. Óskar segir nokkuð augljósa hættu á að bjargbrúnin geti gefið sig á sumum stöðum. Þrátt fyrir það hafi hann orðið vitni að því að ferðafólk sitji eða liggi hálft fram af brúninni. Stór viðvörunarskilti um hættu á brúninni eru við veginn sem liggur að bjarginu. Þá er um tvö hundruð metra langur kafli afmarkaður svo að fólk fari ekki fram á bjargbrúnina. Bjargbrúnin allt er þó í kringum sjö kílómetra löng. Ráðist var í aðgerðir til þess að bæta öryggi við Krýsuvíkurbjarg í kjölfar tíðra slysa í Reynisfjöru fyrir þremur árum. Óskar segir að sem betur fer hafi bjargið verið laust við manntjón og slys til þessa og þakkar það meðal annars skilmerkilegu viðvörunarskiltum. Óskar telur þó að atburðir vikunnar kalli á frekari aðgerðir. Þegar sé búið að framlengja viðvörunargirðingu við bjargbrúnina og gerðar voru ráðstafanir í gær til að tryggja að fólk færi ekki um nýju sprungurnar sem mynduðust. Ekki fara þó margir þar um þessa dagana, bæði vegna veðurs og hruns í ferðamannastraumi vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er alveg ljóst að ef þetta heldur áfram og eins og staðan er núna þarf að bregðast við því með einhverjum hætti,“ segir hann og bendir á að Hafnarfjarðarbær vinni nú að deiliskipulagi fyrir bjargið sem áningar- og ferðamannastað. Óskar vonast til að þar verði lagðar til hugmyndir til að tryggja öryggi. Ármann Höskuldsson, jarðfræðingur.Vísir/Vilhelm Stefna sprungnanna skiptir máli Ármann Höskuldsson, jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands, segir afar óæskilegt að fólk sé á ferð í bröttum hlíðum eða við bjargbrúnir eins og í Krýsuvík á meðan jarðskjálftahrina sem þessi gengur yfir. Hann hefur ekki komist sjálfur til að skoða svæðið eftir jarðskjálftann ennþá. „Við erum á mjög brothættu svæði. Að standa þar fram á björgum er ekki mjög æskilegt á meðan hrinan gengur yfir. Svo þyrftum við helst að fá eitt gott óveður inn í Krýsuvík, þá hreinsar aldan björgin sem eru orðin laus,“ segir hann. Bjargið er smám saman að hrynja út í sjó og segir Ármann sprungurnar veikja bjargið enn frekar. Stefna þeirra hefur áhrif á hættuna á frekara hruni úr bjarginu. „Ef þær eru beinar inn til lands þá hafa þær bara áhrif í bjargbrúninni sjálfri en ef þær sveigjast með bjargbrúninni er meiri hætta á að stórar spildur fari út í sjó. Þá er þetta náttúrulega orðið miklu hættulegra hvað varðar ferðamenn og fólk sem er í göngutúr,“ segir hann. Svipaðar aðstæður segir Ármann við Valahnúk á Reykjanesi. „Þar erum við með sveigsprungur eftir bjargbrúninni sem segja okkur það að fjallið allt er að fara niður. Það er náttúrulega óþægilegt að standa röngu megin við þannig sveigsprungu þegar það fer af stað því þá ferðu bara með,“ segir hann. Sprunga samhliða bjargbrúninni í Krýsuvíkurbjargi.DagurNýjar sprungur mynduðust og eldri gliðnuðu frekar í jarðskjálftanum sem reið yfir á þriðjudag.DagurSprunga við Krýsuvíkurbjarg.Dagur JónssonGrjóthrun úr Krýsuvíkurbjargi eftir jarðskjálfta 20. október 2020.Dagur JónssonSprunga við Krýsuvíkurbjarg eftir jarðskjálfta 20. október 2020.Dagur JónssonSprungur í brún Krýsuvíkurbjargs eftir jarðskjálfta 20. október 2020.Dagur JónssonSprungur í brún Krýsuvíkurbjargs eftir jarðskjálfta 20. október 2020.Dagur JónssonSprunga við brún Krýsuvíkurbjargs eftir jarðskjálfta 20. október 2020.Dagur Jónsson
Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líkur á frekari jarðskjálftum nær höfuðborgarsvæðinu Líkur eru á frekari jarðskjálftum á suðvesturhorninu á næstu árum og þá sérstaklega jarðskjálfta með upptök við Brennisteinsfjöll, sem er töluvert nær höfuðborgarsvæðinu en skjálftinn sem varð í gær. 21. október 2020 18:43 Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52 Hundrað eftirskjálftar frá miðnætti Rúmlega 2000 eftirskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá því að stór jarðskjálfti reið þar yfir skömmu eftir hádegi á þriðjudag. 22. október 2020 06:28 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Líkur á frekari jarðskjálftum nær höfuðborgarsvæðinu Líkur eru á frekari jarðskjálftum á suðvesturhorninu á næstu árum og þá sérstaklega jarðskjálfta með upptök við Brennisteinsfjöll, sem er töluvert nær höfuðborgarsvæðinu en skjálftinn sem varð í gær. 21. október 2020 18:43
Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52
Hundrað eftirskjálftar frá miðnætti Rúmlega 2000 eftirskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá því að stór jarðskjálfti reið þar yfir skömmu eftir hádegi á þriðjudag. 22. október 2020 06:28