Líkur á frekari jarðskjálftum nær höfuðborgarsvæðinu Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2020 18:43 Hér má sjá mynd sem jarðeðlisfræðingurinn Ólafur Flóvenz gerði. Bláa stjarnan táknar jarðskjálftann í gær og sú fjólubláa merkir líklega staðsetningu jarðskjálfta við Brennisteinsfjöll. Ólafur Flóvenz Líkur eru á frekari jarðskjálftum á suðvesturhorninu á næstu árum og þá sérstaklega jarðskjálfta með upptök við Brennisteinsfjöll, sem er töluvert nær höfuðborgarsvæðinu en skjálftinn sem varð í gær. Slíkur skjálfti gæti verið 6 til 6,5 að stærð og yrði þá svipaður skjálftum sem urðu á svæðinu árin 1929 og 1968. Þetta segir jarðeðlisfræðingurinn Ólafur Flóvenz. Vísar hann til þess að skjálftar hafi orðið víða á skjálftabeltum Reykjanessskagans og Suðurlands en ekki við Brennisteinsfjöll. Nú síðast varð skjálfti að stærð 5,6 á Reykjanessskaga í gær. Hann var sá stærsti sem mælst hefur þar frá 2003. Tvær ástæður fyrir líklegum skjálfta Ólafur segir í samtali við fréttastofu að hægt að spá fyrir um skjálfta á næstu árum fyrir tvær ástæður. Annars vegar með tilliti til sögunnar, þar sem vitað sé að stærri skjálftar sem eigi sér upptök í Brennisteinsfjöllum eða þar í grenndinni, komi með ákveðnu millibili. Hins vegar með tilliti til þess að í gegnum allt Suðurland gengur brotabelti, plötuskil, sem tengir Austurgosbeltið við Heklu við Reykjaneshrygginn. Þessi plötuskil brotni upp á ákveðnum fresti vegna landreks. „Við vitum að það hefur verið mjög lítil skjálftavirkni í langan tíma í Brennisteinsfjöllum og við vitum að við erum búnir að horfa á Suðurlandsskjálfta verða núna á síðustu árum. 2.000 við Hellu og Hestfjall og síðan 2008 við Hveragerði. Núna erum við búin að horfa á framhaldið af plötuskilunum Reykjanesmegin hreyfast allt saman, en ekkert þarna í miðjunni.“ Samkvæmt Ólafi hafa jarðskjálftafræðingar margsinnis bent á að vænta megi jarðskjálfta á svæðinu á næstu árum. Meiri líkur á skjálfta í virkni Ólafur segir að það muni koma að því að hreyfing fari á skilin og það að nú þegar skjálftavirkni sé í gangi og plötuskilin á hreyfingu séu meiri líkur á frekari skjálftum. „Kannski bara deyr þetta út núna og svo geta liði eitt eða tvö ár og þá kannski kemur allt í einu stór kippur í Brennisteinsfjöllum,“ segir Ólafur. Hann ítrekar að það sé engin ástæða til að óttast svona jarðskjálfta. Fólk þurfi að hafa ákveðnar varúðarráðstafanir gagnvart fallandi hlutum. Byggingar eigi þó að standast mun stærri skjálfta en þessa. Hér má sjá Facebookfærslu Ólafs frá því í gær. Mbl fjallaði um hana fyrr í dag. Væntanleg fundu flestir á höfuðborgarsvæðinu jarðskjálftann sem varð SV af Djúpavatni á Reykjanesskaga laust fyrir kl 14...Posted by Ólafur Flóvenz on Tuesday, 20 October 2020 Veðurstofa Íslands segir skjálftavirkni enn mælast á Reykjanesi en þó hafi dregið úr henni. Nokkrir skjálftar stærri en 3,0 hafa mælst á Reykjanesi í dag. Í færslu á vef Veðurstofunnar segir að ekki sé hægt að útiloka annan stóran skjálfta og því sé enn aukin hætta á grjóthruni í bröttum hlíðum á Reykjanesskaganum og í öðrum fjallshlíðum á suðvesturhorninu. „Grjóthruns varð vart á fjórum stöðum í nágrenni við upptök jarðskjálftans á Reykjanesi í gær, við Djúpavatnsleið, Keili, Trölladyngju og Vatnsskarð. Í sumum þessara tilvika mátti litlu muna að slys yrðu á fólki. Einnig eru vísbendingar um að sprungur við Krýsuvíkurbjarg hafi gliðnað og að nýjar hafi myndast,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þar er fólk beðið um að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Rotaðist í fjallgöngu með hundinn í skjálftanum Jarðskjálfti og rothögg voru ekki ofarlega í huga Benedikts Þórðar Jakobssonar sem skellti sér í fjallgöngu með hundi sínum á Keili á Reykjanesi eftir hádegið í gær. 21. október 2020 15:26 Sprettur Helga og viðbrögð Katrínar vekja heimsathygli Það er óhætt að segja að jarðskjálftinn stór sem reið yfir Suvesturhorn landsins hafi vakið athygli landsmanna, en svo virðist sem að hann hafi einnig vakið viðbrögð út fyrir landsteinana. 21. október 2020 13:07 Ekki hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir þremur og jafnvel stærri Eftirskjálftar eftir stóra skjálftann í gær eru orðnir hátt í 2000 talsins; frá miðnætti hafa þeir verið á milli 700 og 800. 21. október 2020 10:39 Tveir snarpir skjálftar í morgunsárið Um 1700 eftirskjálftar hafa mælst síðan í gær þegar jarðskjálfti að stærð 5,6 varð vestan við Kleifarvatn klukkan 13:43. 21. október 2020 06:31 Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52 Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Líkur eru á frekari jarðskjálftum á suðvesturhorninu á næstu árum og þá sérstaklega jarðskjálfta með upptök við Brennisteinsfjöll, sem er töluvert nær höfuðborgarsvæðinu en skjálftinn sem varð í gær. Slíkur skjálfti gæti verið 6 til 6,5 að stærð og yrði þá svipaður skjálftum sem urðu á svæðinu árin 1929 og 1968. Þetta segir jarðeðlisfræðingurinn Ólafur Flóvenz. Vísar hann til þess að skjálftar hafi orðið víða á skjálftabeltum Reykjanessskagans og Suðurlands en ekki við Brennisteinsfjöll. Nú síðast varð skjálfti að stærð 5,6 á Reykjanessskaga í gær. Hann var sá stærsti sem mælst hefur þar frá 2003. Tvær ástæður fyrir líklegum skjálfta Ólafur segir í samtali við fréttastofu að hægt að spá fyrir um skjálfta á næstu árum fyrir tvær ástæður. Annars vegar með tilliti til sögunnar, þar sem vitað sé að stærri skjálftar sem eigi sér upptök í Brennisteinsfjöllum eða þar í grenndinni, komi með ákveðnu millibili. Hins vegar með tilliti til þess að í gegnum allt Suðurland gengur brotabelti, plötuskil, sem tengir Austurgosbeltið við Heklu við Reykjaneshrygginn. Þessi plötuskil brotni upp á ákveðnum fresti vegna landreks. „Við vitum að það hefur verið mjög lítil skjálftavirkni í langan tíma í Brennisteinsfjöllum og við vitum að við erum búnir að horfa á Suðurlandsskjálfta verða núna á síðustu árum. 2.000 við Hellu og Hestfjall og síðan 2008 við Hveragerði. Núna erum við búin að horfa á framhaldið af plötuskilunum Reykjanesmegin hreyfast allt saman, en ekkert þarna í miðjunni.“ Samkvæmt Ólafi hafa jarðskjálftafræðingar margsinnis bent á að vænta megi jarðskjálfta á svæðinu á næstu árum. Meiri líkur á skjálfta í virkni Ólafur segir að það muni koma að því að hreyfing fari á skilin og það að nú þegar skjálftavirkni sé í gangi og plötuskilin á hreyfingu séu meiri líkur á frekari skjálftum. „Kannski bara deyr þetta út núna og svo geta liði eitt eða tvö ár og þá kannski kemur allt í einu stór kippur í Brennisteinsfjöllum,“ segir Ólafur. Hann ítrekar að það sé engin ástæða til að óttast svona jarðskjálfta. Fólk þurfi að hafa ákveðnar varúðarráðstafanir gagnvart fallandi hlutum. Byggingar eigi þó að standast mun stærri skjálfta en þessa. Hér má sjá Facebookfærslu Ólafs frá því í gær. Mbl fjallaði um hana fyrr í dag. Væntanleg fundu flestir á höfuðborgarsvæðinu jarðskjálftann sem varð SV af Djúpavatni á Reykjanesskaga laust fyrir kl 14...Posted by Ólafur Flóvenz on Tuesday, 20 October 2020 Veðurstofa Íslands segir skjálftavirkni enn mælast á Reykjanesi en þó hafi dregið úr henni. Nokkrir skjálftar stærri en 3,0 hafa mælst á Reykjanesi í dag. Í færslu á vef Veðurstofunnar segir að ekki sé hægt að útiloka annan stóran skjálfta og því sé enn aukin hætta á grjóthruni í bröttum hlíðum á Reykjanesskaganum og í öðrum fjallshlíðum á suðvesturhorninu. „Grjóthruns varð vart á fjórum stöðum í nágrenni við upptök jarðskjálftans á Reykjanesi í gær, við Djúpavatnsleið, Keili, Trölladyngju og Vatnsskarð. Í sumum þessara tilvika mátti litlu muna að slys yrðu á fólki. Einnig eru vísbendingar um að sprungur við Krýsuvíkurbjarg hafi gliðnað og að nýjar hafi myndast,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þar er fólk beðið um að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Rotaðist í fjallgöngu með hundinn í skjálftanum Jarðskjálfti og rothögg voru ekki ofarlega í huga Benedikts Þórðar Jakobssonar sem skellti sér í fjallgöngu með hundi sínum á Keili á Reykjanesi eftir hádegið í gær. 21. október 2020 15:26 Sprettur Helga og viðbrögð Katrínar vekja heimsathygli Það er óhætt að segja að jarðskjálftinn stór sem reið yfir Suvesturhorn landsins hafi vakið athygli landsmanna, en svo virðist sem að hann hafi einnig vakið viðbrögð út fyrir landsteinana. 21. október 2020 13:07 Ekki hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir þremur og jafnvel stærri Eftirskjálftar eftir stóra skjálftann í gær eru orðnir hátt í 2000 talsins; frá miðnætti hafa þeir verið á milli 700 og 800. 21. október 2020 10:39 Tveir snarpir skjálftar í morgunsárið Um 1700 eftirskjálftar hafa mælst síðan í gær þegar jarðskjálfti að stærð 5,6 varð vestan við Kleifarvatn klukkan 13:43. 21. október 2020 06:31 Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52 Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Rotaðist í fjallgöngu með hundinn í skjálftanum Jarðskjálfti og rothögg voru ekki ofarlega í huga Benedikts Þórðar Jakobssonar sem skellti sér í fjallgöngu með hundi sínum á Keili á Reykjanesi eftir hádegið í gær. 21. október 2020 15:26
Sprettur Helga og viðbrögð Katrínar vekja heimsathygli Það er óhætt að segja að jarðskjálftinn stór sem reið yfir Suvesturhorn landsins hafi vakið athygli landsmanna, en svo virðist sem að hann hafi einnig vakið viðbrögð út fyrir landsteinana. 21. október 2020 13:07
Ekki hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir þremur og jafnvel stærri Eftirskjálftar eftir stóra skjálftann í gær eru orðnir hátt í 2000 talsins; frá miðnætti hafa þeir verið á milli 700 og 800. 21. október 2020 10:39
Tveir snarpir skjálftar í morgunsárið Um 1700 eftirskjálftar hafa mælst síðan í gær þegar jarðskjálfti að stærð 5,6 varð vestan við Kleifarvatn klukkan 13:43. 21. október 2020 06:31
Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52
Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13