Sjónhverfingarmaðurinn og afhjúparinn James Randi látinn Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 23:51 James Randi á viðburði í tengslum við kvikmynd um ævi hans sem kom út árið 2016. Vísir/Getty James Randi, kanadíski sjónhverfingarmaðurinn sem helgaði sig því að hrekja hindurvitni, er látinn, 92 ára að aldri. Randi hélt fyrirlestra fyrir fullum sal í Háskóla Íslands fyrir tíu árum þar sem hann reyndi meðal annars að fyrirfara sér með hómópatalausn, án árangurs. Menntasjóður sem Randi stofnaði tilkynnti um andlát hans en greindi ekki frá banameini hans. Randi hafði glímt við krabbamein og hjartasjúkdóma undanfarin ár. Hann lést í gær, þriðjudag 20. október, að sögn Washington Post. Randi fæddist í Toronto í Kanada árið 1928 og hét þá Randall James Hamilton Zwinge. Hann hneigðist snemma að töfrabrögðum og sjónhverfingum og hasslaði sér völl sem „Sá ótrúlegi Randi“. Á gamalsaldri kom Randi út úr skápnum. Hann giftist Deyvi Peña, venesúelskum listamanni, árið 2013. Sem sjónhverfingarmaður sérhæfði Randi sig meðal annars í því að sleppa úr að því er virtist ómögulegum aðstæðum líkt og Harry Houdini forðum. Losaði hann sig úr spennitreyjum, peningaskápum og fangelsum. Eitt sinn losaði hann sig úr sprennitreyju hangandi á hvolfi yfir Niagra-fossum. Þrátt fyrir blekkingarnar sem hann hafði að atvinnu voru hvers kyns hindurvitni, kukl og fals eitur í beinum Randi. Hann helgaði sig þannig því að afhjúpa miðla, sjónvarpspredikara og fólk sem hélt því fram að það byggi yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum. Bauð hann meðal annars fram milljón dollara verðlaun fyrir hvern þann sem gæti sýnt fram á yfirskilvitlega hæfileika. Fræg eru viðskipti Randi við Uri Geller, ísraelskan „miðil“ sem hélt því fram að hann gæti beygt skeiðar með hugarafli. Geller höfðaði meðal annars meiðyrðamál gegn Randi eftir að sjónhverfingarmaðurinn sakaði hann um blekkingar og lék bragðið eftir sjálfur. „Að mínu áliti kallar Geller skömm yfir þá list sem ég stunda. Það sem verra er truflar hann hugsanir ungrar kynslóðar huga sem eru í mótun. Það er ófyrirgefanlegt,“ sagði Randi um Geller árið 1993. Randi heimsótti Ísland árið 2010 og hélt vel sótta fyrirlestra um hindurvitni í Háskóla Íslands. Þar tæmdi hann meðal annars úr heilu glasi af töflum sem áttu að innihalda eitrið arsenik til að sýna fram á að hómópatalyf væru áhrifalaus. „Einn kvilli er til sem smáskammtalækningarnar geta læknað. Ef þú glímir við bólgið veski þá getur hómópatía bjargað því fyrir þig á svipstundu!“ sagði Randi í viðtali við Morgunblaðið í júní árið 2010. Þá hafði hann verulegar áhyggjur af örlögum skynsemishyggju í heiminum. „Fólk telur sig ekki geta verið blekkt. Það heldur að það sé svo snjallt að það sé ekki hægt að plata það. Þetta er hættuleg hugsun því það eru auglýsingar og afætur með annarlegar hvatir sem reyna sitt besta til þess að hafa af fólki fé þess, öryggi og framtíð með blekkingum,“ sagði hann. Andlát Kanada Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Sjá meira
James Randi, kanadíski sjónhverfingarmaðurinn sem helgaði sig því að hrekja hindurvitni, er látinn, 92 ára að aldri. Randi hélt fyrirlestra fyrir fullum sal í Háskóla Íslands fyrir tíu árum þar sem hann reyndi meðal annars að fyrirfara sér með hómópatalausn, án árangurs. Menntasjóður sem Randi stofnaði tilkynnti um andlát hans en greindi ekki frá banameini hans. Randi hafði glímt við krabbamein og hjartasjúkdóma undanfarin ár. Hann lést í gær, þriðjudag 20. október, að sögn Washington Post. Randi fæddist í Toronto í Kanada árið 1928 og hét þá Randall James Hamilton Zwinge. Hann hneigðist snemma að töfrabrögðum og sjónhverfingum og hasslaði sér völl sem „Sá ótrúlegi Randi“. Á gamalsaldri kom Randi út úr skápnum. Hann giftist Deyvi Peña, venesúelskum listamanni, árið 2013. Sem sjónhverfingarmaður sérhæfði Randi sig meðal annars í því að sleppa úr að því er virtist ómögulegum aðstæðum líkt og Harry Houdini forðum. Losaði hann sig úr spennitreyjum, peningaskápum og fangelsum. Eitt sinn losaði hann sig úr sprennitreyju hangandi á hvolfi yfir Niagra-fossum. Þrátt fyrir blekkingarnar sem hann hafði að atvinnu voru hvers kyns hindurvitni, kukl og fals eitur í beinum Randi. Hann helgaði sig þannig því að afhjúpa miðla, sjónvarpspredikara og fólk sem hélt því fram að það byggi yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum. Bauð hann meðal annars fram milljón dollara verðlaun fyrir hvern þann sem gæti sýnt fram á yfirskilvitlega hæfileika. Fræg eru viðskipti Randi við Uri Geller, ísraelskan „miðil“ sem hélt því fram að hann gæti beygt skeiðar með hugarafli. Geller höfðaði meðal annars meiðyrðamál gegn Randi eftir að sjónhverfingarmaðurinn sakaði hann um blekkingar og lék bragðið eftir sjálfur. „Að mínu áliti kallar Geller skömm yfir þá list sem ég stunda. Það sem verra er truflar hann hugsanir ungrar kynslóðar huga sem eru í mótun. Það er ófyrirgefanlegt,“ sagði Randi um Geller árið 1993. Randi heimsótti Ísland árið 2010 og hélt vel sótta fyrirlestra um hindurvitni í Háskóla Íslands. Þar tæmdi hann meðal annars úr heilu glasi af töflum sem áttu að innihalda eitrið arsenik til að sýna fram á að hómópatalyf væru áhrifalaus. „Einn kvilli er til sem smáskammtalækningarnar geta læknað. Ef þú glímir við bólgið veski þá getur hómópatía bjargað því fyrir þig á svipstundu!“ sagði Randi í viðtali við Morgunblaðið í júní árið 2010. Þá hafði hann verulegar áhyggjur af örlögum skynsemishyggju í heiminum. „Fólk telur sig ekki geta verið blekkt. Það heldur að það sé svo snjallt að það sé ekki hægt að plata það. Þetta er hættuleg hugsun því það eru auglýsingar og afætur með annarlegar hvatir sem reyna sitt besta til þess að hafa af fólki fé þess, öryggi og framtíð með blekkingum,“ sagði hann.
Andlát Kanada Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Sjá meira