Vilja starfshóp um aukin atvinnuréttindi erlendra aðila Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2020 21:24 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Auk hennar eru olbeinn Óttarsson Proppé, Ari Trausti Guðmundsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir flutningsmenn tillögunnar. Vísir/Vilhelm Sex þingmenn VG lögðu í dag fram þingsályktunartillögu um að skipaður yrði starfshópur sem gera ætti tillögur um það hvernig auka megi atvinnuréttindi ríkisborgara ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA og Færeyja. Í greinargerð ályktunarinnar segir að erfitt sé fyrir það fólk sem um ræðir að fá atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi og vísbendingar séu um að fólk sem hingað leiti í þeim tilgangi reyni aðrar leiðir. Þar á meðal að sækja um alþjóðlega vernd. Í greinargerðinni segir að fólksflutningar hafi aukist mjög síðustu ár og þá vegna styrjalda, borgarastríða, skertra mannréttinda og loftslagsvár. „Nauðsynlegt er að boðið sé upp á ólíkar leiðir fyrir fólk í ólíkum aðstæðum til að setjast að hér á landi, hvort sem það er til skemmri eða lengri tíma. Telja verður að það verði ekki eingöngu þeim til bóta sem óska þess fyrst og fremst að koma hingað til að starfa heldur mun sú þekking og reynsla sem það fólk býr yfir auðga menningu okkar, efnahag og samfélag. Í ljósi þessara sjónarmiða telja flutningsmenn mikilvægt að hafin verði vinna við að kanna breytingar á atvinnuréttindum útlendinga til frambúðar,“ segir í greinargerðinni. Einnig segir að mikilvægt sé að skoða hvort breyta eigi því fyrirkomulagi að tímabundið atvinnuleyfi fólks sé bundið við tiltekinn atvinnurekanda. Það leiði oft til aukins aðstöðumunar milli atvinnurekenda og starfsmanna. Starfshópurinn yrði skipaður af félags- og barnamálaráðherra og í honum ættu sæti fulltrúar Alþýðusambands Íslands, BSRB, BHM, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka íslenskra sveitarfélagaforsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Formaður hópsins yrði skipaður af ráðherra. Þá ætti hópurinn að skila tillögum sínum fyrir 1. júní á næsta ári og ráðherra ætti að kynna þær fyrir þingmönnum á haustþingi. Flutningsmenn tillögunnar eru þau Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir. Alþingi Efnahagsmál Innflytjendamál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Sex þingmenn VG lögðu í dag fram þingsályktunartillögu um að skipaður yrði starfshópur sem gera ætti tillögur um það hvernig auka megi atvinnuréttindi ríkisborgara ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA og Færeyja. Í greinargerð ályktunarinnar segir að erfitt sé fyrir það fólk sem um ræðir að fá atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi og vísbendingar séu um að fólk sem hingað leiti í þeim tilgangi reyni aðrar leiðir. Þar á meðal að sækja um alþjóðlega vernd. Í greinargerðinni segir að fólksflutningar hafi aukist mjög síðustu ár og þá vegna styrjalda, borgarastríða, skertra mannréttinda og loftslagsvár. „Nauðsynlegt er að boðið sé upp á ólíkar leiðir fyrir fólk í ólíkum aðstæðum til að setjast að hér á landi, hvort sem það er til skemmri eða lengri tíma. Telja verður að það verði ekki eingöngu þeim til bóta sem óska þess fyrst og fremst að koma hingað til að starfa heldur mun sú þekking og reynsla sem það fólk býr yfir auðga menningu okkar, efnahag og samfélag. Í ljósi þessara sjónarmiða telja flutningsmenn mikilvægt að hafin verði vinna við að kanna breytingar á atvinnuréttindum útlendinga til frambúðar,“ segir í greinargerðinni. Einnig segir að mikilvægt sé að skoða hvort breyta eigi því fyrirkomulagi að tímabundið atvinnuleyfi fólks sé bundið við tiltekinn atvinnurekanda. Það leiði oft til aukins aðstöðumunar milli atvinnurekenda og starfsmanna. Starfshópurinn yrði skipaður af félags- og barnamálaráðherra og í honum ættu sæti fulltrúar Alþýðusambands Íslands, BSRB, BHM, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka íslenskra sveitarfélagaforsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Formaður hópsins yrði skipaður af ráðherra. Þá ætti hópurinn að skila tillögum sínum fyrir 1. júní á næsta ári og ráðherra ætti að kynna þær fyrir þingmönnum á haustþingi. Flutningsmenn tillögunnar eru þau Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir.
Alþingi Efnahagsmál Innflytjendamál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira