Innlent

Enn setið við samningaborðið í álversdeilunni skömmu fyrir miðnætti

Kjartan Kjartansson skrifar
Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði segir óvissu ríkja í viðræðum verkalýðsfélaganna við samninganefnd Ísal.
Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði segir óvissu ríkja í viðræðum verkalýðsfélaganna við samninganefnd Ísal. Stöð 2/Egill

Samninganefndir fimm verkalýðsfélaga og fulltrúa álversins í Straumsvík komu  til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur í dag. Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 sagði Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar í Hafnarfirði viðræðurnar á viðkæmu stigi en að allt yrði gert til að ná samningi áður en til verkfallsaðgerða kemur á föstudag.

Rétt fyrir klukkan hálf tólf í kvöld sat samningafólk enn að og sagði Kolbenn óvissu ríkja um framhaldið. Ekki væri búið að ákveða hvort fundað yrði inn í nóttina eða boðað til nýs fundar á morgun.

Verkfallsaðgerðunum var frestað á föstudag þegar vonir um að samningar gætu verið í sjónmáli glæddust. Í kvöldfréttum vildi Kolbeinn ekki segja til um hvort að lengd fundarins þá benti til að það þokaðist í samningsátt.

„Málið er á mjög viðkvæmum stað. Við erum að reyna að gera allt til að ná kjarasamningi. Við vitum það að aðgerðir eru að byrja aftur núna á föstudaginn sem við hefðum viljað ná kjarasamningi áður. Það er svona stefnan hjá okkur,“ sagði Kolbeinn.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Verkalýðsfélögin hafa á stundum efast um að fulltrúar álversins hér á landi hefðu raunverulegt umboð frá móðurfélagi þess til að semja. Kolbeinn sagði að svo virtist sem að viðsemjendur hans hefðu einhvers konar samningsumboð nú en hann gæti ekki sagt til um hversu langt það næði.

„Við erum að henda ýmsu á milli okkar og það er góðs viti,“ sagði hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×