Telur að einstaklingsbundnum sóttvörnum hafi ekki verið gefinn séns Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2020 14:34 Auglýsing Sjálfstæðisflokksins þar sem vitnað er í ræðu Sigríðar A. Andersen hefur vakið nokkra athygli. mynd/Facebook „Ég er bara að benda á að menn hafa kannski ekki leyft einstaklingsbundnum sóttvörnum að hafa sín áhrif. Þessar harðari aðgerðir sem gripið hefur verið til með samkomubanni, lokun á sundstöðum og líkamsræktarstöðum, það hefur verið gripið til þeirra þegar útbreiðsla var á niðurleið,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auglýsing Sjálfstæðisflokksins, þar sem sóttvarnareglur ríkisins eru gagnrýndar, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en þar er vitnað í Sigríði og segir: „Einstaklingsbundnar sóttvarnir eru áhrifaríkar. Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar.“ Setningin er úr ræðu sem Sigríður flutti á Alþingi á mánudag þegar umræða um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðhera fór fram. „Það er verið að búa til tilfinningu um að fólk sé ekki að fylgja tilmælum um einstaklingsbundnar smitvarnir og það stenst ekki skoðun,“ segir Sigríður og ítrekar að þeim tilmælum hafi ef til vill ekki verið gefið nægjanlegt svigrúm áður en yfirvöld hafa gripið í taumana. Aðspurð hvort í þessu felist gagnrýni á aðgerðir ríkisstjórninnar í faraldrinum segir Sigríður að það sé heilbrigðisráðherra sem staðfesti tilmæli sóttvarnalæknis. „Það þarf að líta á þessi mál í stærra samhengi en bara út frá sóttvörnum. Skoða málin út frá víðara sjónarhorni og grípa ekki til harkalegri aðgerða en þarf,“ segir hún og bætir við að ráðherra hafi nú ekki alltaf farið eftir ítrustu tilmælum sóttvarnalæknis, og t.d. heimilað opnun líkamsræktarstöðva þvert á tilmæli. Alrangt, segir sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir alrangt að ekki hafi verið látið reyna á mátt einstaklingsbundinna sóttvarna. „Þetta er akkúrat það sem við byrjuðum á í lok júlí. Þá var 200 manna fjöldatakmörkun, engar lokanir í raun og veru og eins metra regla í gildi. Það var hamrað á einstaklingsbundnum smitvörnum endurtekið og ítrekað og búið að auglýsa um þær fyrir margar milljónir króna," segir hann og bendir á að ekki hafi verið gripið til mun harðari aðgerða fyrr en faraldurinn var á leið í veldisvöxt og smitstuðullinn kominn upp í sex utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sigríður telur reglurnar sem í gildi eru of flóknar og tilmæli sóttvarnalæknis ekki nægilega rökstudd. „Það sem hann kallar rökstuðning í sínu minnisblaði er ekki rökstuðningur. Það þarf að upplýsa um smit; á hárgreiðslustofum til dæmis. Það eru engin dæmi um að stórkostleg hópsmit séu rakin til hárgreiðslustofa,“ segir hún og bætir við að fólk beri þar grímur og gæti að sóttvörnum. „Í það minnsta þarf frekari rökstuðning fyrir þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir segir erfitt að fylgja þessu eftir þar sem ekki hafi verið unnt að rekja stóran hluta smita. „Við höfum ekki getað rakið almennilega upp undir þriðjung smita og þess vegna varð að grípa til íþyngjandi aðgerða þar sem nálægð er mikil. Þetta er sama nálgun og aðrir eru að nota," segir hann. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
„Ég er bara að benda á að menn hafa kannski ekki leyft einstaklingsbundnum sóttvörnum að hafa sín áhrif. Þessar harðari aðgerðir sem gripið hefur verið til með samkomubanni, lokun á sundstöðum og líkamsræktarstöðum, það hefur verið gripið til þeirra þegar útbreiðsla var á niðurleið,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auglýsing Sjálfstæðisflokksins, þar sem sóttvarnareglur ríkisins eru gagnrýndar, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en þar er vitnað í Sigríði og segir: „Einstaklingsbundnar sóttvarnir eru áhrifaríkar. Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar.“ Setningin er úr ræðu sem Sigríður flutti á Alþingi á mánudag þegar umræða um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðhera fór fram. „Það er verið að búa til tilfinningu um að fólk sé ekki að fylgja tilmælum um einstaklingsbundnar smitvarnir og það stenst ekki skoðun,“ segir Sigríður og ítrekar að þeim tilmælum hafi ef til vill ekki verið gefið nægjanlegt svigrúm áður en yfirvöld hafa gripið í taumana. Aðspurð hvort í þessu felist gagnrýni á aðgerðir ríkisstjórninnar í faraldrinum segir Sigríður að það sé heilbrigðisráðherra sem staðfesti tilmæli sóttvarnalæknis. „Það þarf að líta á þessi mál í stærra samhengi en bara út frá sóttvörnum. Skoða málin út frá víðara sjónarhorni og grípa ekki til harkalegri aðgerða en þarf,“ segir hún og bætir við að ráðherra hafi nú ekki alltaf farið eftir ítrustu tilmælum sóttvarnalæknis, og t.d. heimilað opnun líkamsræktarstöðva þvert á tilmæli. Alrangt, segir sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir alrangt að ekki hafi verið látið reyna á mátt einstaklingsbundinna sóttvarna. „Þetta er akkúrat það sem við byrjuðum á í lok júlí. Þá var 200 manna fjöldatakmörkun, engar lokanir í raun og veru og eins metra regla í gildi. Það var hamrað á einstaklingsbundnum smitvörnum endurtekið og ítrekað og búið að auglýsa um þær fyrir margar milljónir króna," segir hann og bendir á að ekki hafi verið gripið til mun harðari aðgerða fyrr en faraldurinn var á leið í veldisvöxt og smitstuðullinn kominn upp í sex utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sigríður telur reglurnar sem í gildi eru of flóknar og tilmæli sóttvarnalæknis ekki nægilega rökstudd. „Það sem hann kallar rökstuðning í sínu minnisblaði er ekki rökstuðningur. Það þarf að upplýsa um smit; á hárgreiðslustofum til dæmis. Það eru engin dæmi um að stórkostleg hópsmit séu rakin til hárgreiðslustofa,“ segir hún og bætir við að fólk beri þar grímur og gæti að sóttvörnum. „Í það minnsta þarf frekari rökstuðning fyrir þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir segir erfitt að fylgja þessu eftir þar sem ekki hafi verið unnt að rekja stóran hluta smita. „Við höfum ekki getað rakið almennilega upp undir þriðjung smita og þess vegna varð að grípa til íþyngjandi aðgerða þar sem nálægð er mikil. Þetta er sama nálgun og aðrir eru að nota," segir hann.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira