110 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarra íþrótta Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 20. október 2020 16:39 Líkamsræktarstöðvar fengu að opna á ný í dag og bjóða upp á hópatíma. Tækjasalir eru þó enn lokaðir. Vísir/Vilhelm 110 kórónuveirusmit hafa verið rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. Þetta kemur fram í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna kórónuveirunnar tók gildi í dag. Með henni fengu líkamsræktarstöðvar að opna á ný, innan ramma reglugerðarinnar, eftir að hafa verið gert að loka í byrjun mánaðar. Stöðvarnar mega halda úti hóptímum, að uppfylltum skilyrðum um sóttvarnir, tveggja metra reglu og fjöldatakmarkanir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að sér þætti ekki hyggilegt að opna líkamsræktarstöðvar á ný í ljósi þess að þær væru „aðaluppspretta faraldursins“ sem nú gengur yfir. Fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis í síðustu viku að margir hefðu smitast af veirunni í tengslum við íþróttaiðkun. Þannig var stærsta hópsýking faraldursins rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs, þar sem 55 greindust með veiruna. Hún dreifði sér svo til 180 annarra og kom af stað minnst fimm minni hópsýkingum, sem m.a. tengist skólum, líkamsrækt og skemmtistöðum. Þá hefur tekist að rekja minnst tíu hópsýkingar sem telja 30-50 manns. Einhverjar þeirra tengjast líkamsrækt, að því er fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis í síðustu viku. Eins og staðan er í dag hefur tekist að rekja 110 smit beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem hlaupa væntanlega á hundruðum. Þegar kom fram í liðinni viku að á sjötta hundrað hefðu greinst með veiruna í þremur stærstu hópsýkingum landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Ekki borin virðing fyrir fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins“ Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að ekki sé borin virðing fyrir íþróttahreyfingunni í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Hann kallar eftir betra samtali við yfirvöld. 20. október 2020 13:31 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
110 kórónuveirusmit hafa verið rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. Þetta kemur fram í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna kórónuveirunnar tók gildi í dag. Með henni fengu líkamsræktarstöðvar að opna á ný, innan ramma reglugerðarinnar, eftir að hafa verið gert að loka í byrjun mánaðar. Stöðvarnar mega halda úti hóptímum, að uppfylltum skilyrðum um sóttvarnir, tveggja metra reglu og fjöldatakmarkanir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að sér þætti ekki hyggilegt að opna líkamsræktarstöðvar á ný í ljósi þess að þær væru „aðaluppspretta faraldursins“ sem nú gengur yfir. Fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis í síðustu viku að margir hefðu smitast af veirunni í tengslum við íþróttaiðkun. Þannig var stærsta hópsýking faraldursins rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs, þar sem 55 greindust með veiruna. Hún dreifði sér svo til 180 annarra og kom af stað minnst fimm minni hópsýkingum, sem m.a. tengist skólum, líkamsrækt og skemmtistöðum. Þá hefur tekist að rekja minnst tíu hópsýkingar sem telja 30-50 manns. Einhverjar þeirra tengjast líkamsrækt, að því er fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis í síðustu viku. Eins og staðan er í dag hefur tekist að rekja 110 smit beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem hlaupa væntanlega á hundruðum. Þegar kom fram í liðinni viku að á sjötta hundrað hefðu greinst með veiruna í þremur stærstu hópsýkingum landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Ekki borin virðing fyrir fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins“ Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að ekki sé borin virðing fyrir íþróttahreyfingunni í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Hann kallar eftir betra samtali við yfirvöld. 20. október 2020 13:31 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
„Ekki borin virðing fyrir fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins“ Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að ekki sé borin virðing fyrir íþróttahreyfingunni í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Hann kallar eftir betra samtali við yfirvöld. 20. október 2020 13:31
Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20
Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03