„Ekki borin virðing fyrir fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins“ Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2020 13:31 Stjörnumenn hafa ekki mátt æfa í tæpar tvær vikur en Grindvíkingar hafa getað það þar sem æfingabann hefur aðeins náð til höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Elín Björg Formaður Körfuknattleikssambands Íslands harmar hve lítið samráð hann telur yfirvöld hafa haft við íþróttahreyfinguna í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ekki sé borin virðing fyrir „fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins“. Formaðurinn, Hannes S. Jónsson, vísar í frétt mbl.is um að uppbókað sé í alla tíma í World Class í Ögurhvarfi eftir að stöðin opnaði að nýju í dag eftir tveggja vikna lokun, og skrifar: „Frábært að líkamsræktarstöðvar mega opna, það gleður mig! En samt má ekki stunda íþróttir í skipulögðu íþróttastarfi eða konan mín mæta í vinnuna sína á Englahár til að klippa og lita þá sem vilja komast í hársnyrtingu!“ Íþróttir með snertingu hafa verið bannaðar á höfuðborgarsvæðinu frá 8. október vegna útbreiðslu faraldursins, og verða áfram bannaðar til 3. nóvember. Íþróttafélögum á svæðinu var þó gefinn kostur á að hefja æfingar án snertingar, og að uppfylltum fleiri skilyrðum, í dag. Það varð ljóst eftir fund sem Hannes sat í hádeginu í gær, með fulltrúum annarra sérsambanda ÍSÍ og heilbrigðisyfirvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sendu hins vegar í gærkvöld út fréttatilkynningu um að íþróttamannvirki þeirra yrðu áfram lokuð næstu vikuna, vegna faraldursins. Erum sett í síðasta sætið Hannes er þeirrar skoðunar að samstaðan sem ríkt hafi í upphafi faraldursins sé horfin. „Staðan í dag er sundung og það er vegna óreiðu yfirvalda og stjórnsýslunnar. Engin veit hver raunverulega ræður í sóttvarnaraðgerðum landsins í baráttunni við COVID hér á Íslandi í dag.“ Nú sé erfitt að vita hvað megi og hvað megi ekki í íþróttum. „Staðan breytist hratt, samráðið er ekkert. Fyrir mér lítur þetta þannig út að það er ekki borin virðing fyrir fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins, íþróttahreyfingunni. Sama hvað við biðjum um mikið samráð og erum tilbúin að vinna með yfirvöldum allan sólarhringinn þá erum við sett í síðasta sætið,“ skrifar Hannes. Pistilinn hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Frábært að líkamsræktarstöðvar mega opna , það gleður mig ! En samt má ekki stunda íþróttir í skipulögðu íþróttastarfi...Posted by Hannes Sigurbjörn Jónsson on Þriðjudagur, 20. október 2020 Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Æfingar leyfðar en húsin lokuð Hver mega æfa, hvað má æfa og hvar má æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu í dag? Upplýsingar um það hafa verið misvísandi og staðan er óskýr. 20. október 2020 12:25 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 62 smitaðir innanlands í gær 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Hlutfall þeirra sem voru í sóttkví við greiningu er umtalsvert lægra en verið hefur síðustu daga. 20. október 2020 11:02 Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda. 19. október 2020 22:41 KKÍ frestar öllu mótahaldi til 3. nóvember: Gera ráð fyrir að leika í Domino's deildunum milli jóla og nýárs KKÍ hefur ákveði að fresta mótahaldi til og með 3. nóvember en þetta var tilkynnt í yfirlýsingu frá sambandinu nú í kvöld. 19. október 2020 19:39 Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira
Formaður Körfuknattleikssambands Íslands harmar hve lítið samráð hann telur yfirvöld hafa haft við íþróttahreyfinguna í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ekki sé borin virðing fyrir „fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins“. Formaðurinn, Hannes S. Jónsson, vísar í frétt mbl.is um að uppbókað sé í alla tíma í World Class í Ögurhvarfi eftir að stöðin opnaði að nýju í dag eftir tveggja vikna lokun, og skrifar: „Frábært að líkamsræktarstöðvar mega opna, það gleður mig! En samt má ekki stunda íþróttir í skipulögðu íþróttastarfi eða konan mín mæta í vinnuna sína á Englahár til að klippa og lita þá sem vilja komast í hársnyrtingu!“ Íþróttir með snertingu hafa verið bannaðar á höfuðborgarsvæðinu frá 8. október vegna útbreiðslu faraldursins, og verða áfram bannaðar til 3. nóvember. Íþróttafélögum á svæðinu var þó gefinn kostur á að hefja æfingar án snertingar, og að uppfylltum fleiri skilyrðum, í dag. Það varð ljóst eftir fund sem Hannes sat í hádeginu í gær, með fulltrúum annarra sérsambanda ÍSÍ og heilbrigðisyfirvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sendu hins vegar í gærkvöld út fréttatilkynningu um að íþróttamannvirki þeirra yrðu áfram lokuð næstu vikuna, vegna faraldursins. Erum sett í síðasta sætið Hannes er þeirrar skoðunar að samstaðan sem ríkt hafi í upphafi faraldursins sé horfin. „Staðan í dag er sundung og það er vegna óreiðu yfirvalda og stjórnsýslunnar. Engin veit hver raunverulega ræður í sóttvarnaraðgerðum landsins í baráttunni við COVID hér á Íslandi í dag.“ Nú sé erfitt að vita hvað megi og hvað megi ekki í íþróttum. „Staðan breytist hratt, samráðið er ekkert. Fyrir mér lítur þetta þannig út að það er ekki borin virðing fyrir fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins, íþróttahreyfingunni. Sama hvað við biðjum um mikið samráð og erum tilbúin að vinna með yfirvöldum allan sólarhringinn þá erum við sett í síðasta sætið,“ skrifar Hannes. Pistilinn hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Frábært að líkamsræktarstöðvar mega opna , það gleður mig ! En samt má ekki stunda íþróttir í skipulögðu íþróttastarfi...Posted by Hannes Sigurbjörn Jónsson on Þriðjudagur, 20. október 2020
Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Æfingar leyfðar en húsin lokuð Hver mega æfa, hvað má æfa og hvar má æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu í dag? Upplýsingar um það hafa verið misvísandi og staðan er óskýr. 20. október 2020 12:25 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 62 smitaðir innanlands í gær 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Hlutfall þeirra sem voru í sóttkví við greiningu er umtalsvert lægra en verið hefur síðustu daga. 20. október 2020 11:02 Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda. 19. október 2020 22:41 KKÍ frestar öllu mótahaldi til 3. nóvember: Gera ráð fyrir að leika í Domino's deildunum milli jóla og nýárs KKÍ hefur ákveði að fresta mótahaldi til og með 3. nóvember en þetta var tilkynnt í yfirlýsingu frá sambandinu nú í kvöld. 19. október 2020 19:39 Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira
Æfingar leyfðar en húsin lokuð Hver mega æfa, hvað má æfa og hvar má æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu í dag? Upplýsingar um það hafa verið misvísandi og staðan er óskýr. 20. október 2020 12:25
Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20
62 smitaðir innanlands í gær 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Hlutfall þeirra sem voru í sóttkví við greiningu er umtalsvert lægra en verið hefur síðustu daga. 20. október 2020 11:02
Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda. 19. október 2020 22:41
KKÍ frestar öllu mótahaldi til 3. nóvember: Gera ráð fyrir að leika í Domino's deildunum milli jóla og nýárs KKÍ hefur ákveði að fresta mótahaldi til og með 3. nóvember en þetta var tilkynnt í yfirlýsingu frá sambandinu nú í kvöld. 19. október 2020 19:39
Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30